föstudagur, febrúar 06, 2004

Átti rosagóða kvöldstund í gær með gömlum skólasystrum (vantaði samt eina) sátum langt fram á kvöld við að kjafta og bara gaman. Það var alveg orðið tímabært að hittast og kjafta og svona, það er eitthvað við svona almenn mannleg samskipti sem bara gefur mér geðveikan kraft og fyllingu, ég veit ekkert betra (allavega sem Óskar minn kemur ekki nálægt) en að sitja og kjafta um heima og geyma, skiptast á skoðunum og átta mig á fólki og svona, þannig að ég fékk mjög fínan skammt í gær.

Svo er ég búin að hitta prinsessurnar úr Grímsey bæði í dag og í gær, voðalega gaman að sjá stóru fjölskylduna bara í rólegheitunum og að hafa það gott hérna í landi. Það var orðið alltof langt síðan maður hafði hitt þau svona í rólegheitunum.