miðvikudagur, maí 12, 2004

Já það er nú óhætt að segja það að maður sé í góðu yfirlæti hjá tengdamömmu sinni í Kópavoginum, kallinn hennar toppaði það með því að bjóða okkur út að borða áðan á Ítalíu, þar var léttur nostalgíufílingur í gangi, hef ekki borðað þar síðan ég var í 10 bekk, sem er MJÖG langt síðan, eða 10 ár. En ég er hérna í rosa góðu yfirlæti, þykist vera að teikna á milli þess sem ég bruna austur í Hveragerði og þræla mér út við að leggja hellur í starfsnáminu.
Ekki að stóra Hveragerðismálinu sé lokið, ó nei því þær kellur sem eiga börn eru víst með frjálsa mætingu, alla vega virðast þær ekki hafa séð sér fært að mæta nema 2 daga af heilum 4, shitt hvað mig langar að bilast yfir því.
En núna er bara morgundagurinn eftir og þá er starfsnámið búið og ég þarf ekki að sjá þessar herfur í allt sumar, JIBBÝ!!!!