þriðjudagur, maí 11, 2004

Já nú fer heldur betur að halla undan fæti hjá manni, orðin 25 ára. Ég man ennþá mjög vel þegar manni fannst tvítugt fjarlægur draumur, scheisse.
En allavega þúsund þakkir til allra sem hringdu eða sendu mér kveðjur, fékk fullt af skemmtilegum kveðjum frá flestum sem á átti von og miklu fleirum líka. Svo er bara skólinn að verða búinn, partý, Danmörk og vinna. Já ég er búin að fá vinnu og er því "örugg" næstu misseri.