laugardagur, maí 08, 2004

Já nýjasta grímseyska snúllan fékk bara alveg sinn eigin afmælisdag, hún fæddist sem sagt í morgun eftir vægast sagt langa bið, en hún er nú svo krúttileg að það var vel biðarinnar virði. ég er nú alltaf frekar orðlaus yfir svona undrum eins og barnsfæðingum, æi ég veit það ekki þær eru bara eitthvað svo heilagar finnst mér að maður getur ekki farið að skipta um umræðuefni, þess vegna ætla ég ekki að blogga neitt meira í dag heldur bara að njóta síðasta kvöldsins þar sem ég er 24 ára.