Ég byrja að vinna á morgun og partur af mér er alls ekki að nenna því en mig hlakkar líka til, er bara soddan fiðrildi að ég er dauðhrædd að vera búin að binda mig í rúmt ár í sömu vinnunni.
Sá fyrirtækið sem ég á að vinna hjá í starfsnáminu áðan og fékk geggjað í magann, (við Helga vorum að labba í Brynju í góða veðrinu og fá okkur ís) þetta eru nefnilega algjörir gaurar og hversu illa á ég eftir að fitta þarna inní. Þetta er svona verktakafyrirtæki sem leggur hellur og vinnur alls konar svona garðverk og ég held að það vinni bara strákar þarna og þeir eru mikið í Shell hjá Óskari. Og eins og alþjóðveit þá eru bensíntittarnir hinar mestu kjaftskjóður og bera þvílíku sögurnar út og þeim er sagður allur andskotinn. Þannig að ef ég geri mig að fífli fyrir framan þessa gaura þá á Óskar eftir að vita af því áður en ég kemst heim til þess að segja honum það. Fokk it það á eftir að vera gert svo mikið grín að mér að það er hræðilegt.
Ég hef eiginlega þrennt um að velja, eitt er að vera bara með teipað yfir brjóstin og vera bara geðveikt karlaleg og og reyna að fitta bara geðveikt inní með fimmaurabröndurum og svona, eða að vera bara á sandölunum, í bleikum hlírabol og með skoru dauðans og reyna að koma mér undan öllu og liggja bara í sólbaði. Eða kosturinn sem ég ætla líklega að velja, að vera bara hæfilega mitt á milli og sanna mig fyrir þeim án þess að ganga frá mér og mæta stundum í hlírabol innan undir til að geta sólað mig aðeins.
En eins og ég segi þá held ég að þetta verði mjög fróðlegt og ég á eiginlega von á því versta.
mánudagur, maí 24, 2004
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Hvad á thessi rigning hérna í Danmørku ad thýda? V...
- Þetta verður nú frekar stutt blogg, búin að vera l...
- Já það er nú óhætt að segja það að maður sé í góðu...
- Já nú fer heldur betur að halla undan fæti hjá man...
- Já nýjasta grímseyska snúllan fékk bara alveg sinn...
- Vá hvað ég reitti eina úr hyskinu til reiði áðan, ...
- Var búin að blogga slatta í gær en klúðraði því ei...
- Til hamingju með litla prinsinn Dagný og Óli, það ...
- Æi það er svo ljúft að vera hérna í höfuðstað norð...
- GLEÐILEGT SUMAR!!!!! Sumarið byrjar rosalega vel ...
<< Heim