föstudagur, febrúar 06, 2004

Í sambandi við Dabba og Óla, er það djók að þetta séu tveir valdamestu menn landsins??? Ég hef unnið nokkra mánuði á leikskóla en fannst það alveg nóg á sínum tíma, frekar fúlt að vera að lenda í einhverjum sandkassaleik í fjölmiðlunum aftur núna. Eftir að Óli blammeraði sig með því að hringja vælandi í fjölmiðla hefði verið svo ótrúlega auðvelt fyrir Dabba (eða bara hvern sem er í ríkistjórninni) að vera "the bigger person" en núna er Óli vælukjói bara að koma nokkuð vel út úr þessu af því Dabbi og Dóri Blö fóru alveg með það.

Annað úr því við erum að tala um pólitíkina, hvernig fer fólk eiginlega að því að vera flokksbundið? ég get ekki ímyndað mér að binda mig við skoðun einhvers flokks (ekki að það sé eitthvað þannig en samt). Ef maður er flokksbundin erum við þá ekki að tala um að maður eigi að vera allavega nokkurn veginn sammála um flest málefni? ég er nú með ansi miklar skoðanir á ansi mörgum hlutum (held bara næstum öllum) en ég get samt ekki séð að þær passi með einhverjum einum flokki, reyndar hef ég ekki kynnt mér stefnurnar eitthvað ítarleg en samt man maður nú slatta síðan í kosningunum. Ef mann langar að verða pólitíkus er víst aðeins betra að vita í hvaða flokk maður vill ganga, nema eins og sumir sem skipta nú bara um flokka eftir því hvað kemur þeim á þing og auðvitað er það kannski ekki svo galið eftir því sem maður hugsar meira um það, ef manni finnst maður hafa eitthvað mikið að færa og skoðanirnar eru einhvers staðar á mörkum flokkanna.