Jæja fyrstu vinnudagarnir búnir og þeir eru bara alveg ágætir, þarf ekki að vinna allan daginn þannig að ég hef tíma til að liggja aðeins í sólbaði í þessari blíðu hérna og dúlla mér.
Annars á ég samkvæmt henni Mörthu minni að vera að komast í betri tengsl við kvenleikann í mér og finna fyrir konunni í mér og meira svona bla bla, hvernig í andskotanum á það eiginlega að vera hægt þegar fína KEA lætur mann vera í skyrtum af mömmum þeirra sem stofnuðu félagið 1944 og vestum sem ekki einu sinni bankastarfsmenn myndu láta bjóða sér (og þá er nú mikið sagt), mér líður svona álíka kvenlegri og áburðarpoka.
Svo er náttúrulega að óska Þór og Stellu til hamingju með litlu stelpuna sem fæddist í gær, voða sæt og fín með geggjaðann krullaðan lubba, er reyndar bara búin að sjá myndir en fer kannski upp á deild á eftir með frændanum.
fimmtudagur, maí 27, 2004
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Ég byrja að vinna á morgun og partur af mér er all...
- Hvad á thessi rigning hérna í Danmørku ad thýda? V...
- Þetta verður nú frekar stutt blogg, búin að vera l...
- Já það er nú óhætt að segja það að maður sé í góðu...
- Já nú fer heldur betur að halla undan fæti hjá man...
- Já nýjasta grímseyska snúllan fékk bara alveg sinn...
- Vá hvað ég reitti eina úr hyskinu til reiði áðan, ...
- Var búin að blogga slatta í gær en klúðraði því ei...
- Til hamingju með litla prinsinn Dagný og Óli, það ...
- Æi það er svo ljúft að vera hérna í höfuðstað norð...
<< Heim