laugardagur, ágúst 28, 2004

Lífsgæðakapphlaup here I come, það verður vonandi upp á margt að halda þegar við förum til Germaníu og þá verður sko vissulega skálað í bjór og aldrei farið í bjórgarð fyrir minna en 3 Mass, en kannski ekki endilega hjólað heim ;) ;)

Annars er bara busy busy, þessa dagana, skólinn að byrja og svona. Ég verð nú eitthvað mjög lítið á Hvanneyri í vetur, kíkti á þetta eins og ég var búin að lofa sjálfri mér og þetta gengur ekki upp, en það kemur bara eitthvað annað í staðinn.

Fékk nett þunglyndiskast um daginn, það eru fjórar "stórar" dagsetningar núna í haust sem skipta mig máli, sem verða nú taldar upp in order of appearance, göngur, stóðréttir, brúðkaupsafmæli og þrítugsafmæli Óskars Þórs. Og hvað skyldu nú ALLAR (já takið eftir allar ekki nokkrar heldur ALLAR) þessar dagsetningar eiga sameiginlegt?????
Jú jú Auður er að vinna á þeim öllum og dagana í kring líka, ég var sko nett tjúlluð yfir þessu. En se la ví.