Ég er eitthvað að velta þessum blessuðu forsetakosningum á morgun fyrir mér, þeir þarna skytturnar þrjár eru í Ísland í dag núna eitthvað að kvabba. Ég reyni nú að hugsa sem minnst um að skrípi eins og Ástþór skuli bara yfir höfuð geta boðið sig fram en skítt með það. Ég ætla nú ekki að kjósa hann Baldur blessaðan, hann er eitthvað svo klikkað ótraustvekjandi, aðeins of óþekkt stærð til að maður vilji að hann verði forseti landsins, fyrir utan að hann býr ekki einu sinni hérna en er samt alltaf að tala um að forsetinn eigi að einbeita sér að þjóðinni en ekki að ver asvona mikið í útlöndum eins og Óli grís hefur verið.
Svo er nú vinur minn hann Óli þarna líka, hann er eitthvað svo krumpaður og stífur of furðurlegur að það hálfa væri miklu meira en nóg. Veit ekki hvort dorrit meikar hann svona mikið eða hvað, mér dettur helst í hug að hann sé brúða sem vantar búktalarann sinn. Hann hefur ekki gert NEITT í þessari kosningabaráttu (nema náttúrulega hafna fjölmiðlafrumvarpinu), mér finnst það aðeins of frekt að ætla að vinna bara af því að hann er núna forseti. Æji fattiði hvað ég meina, ég vil að hann hafi allavega pínulítið fyrir atkvæðinu mínu, ekki bara sitji á Bessastöðum og hlakki í honum yfir að mótframbjóðendurnir séu lélegir.
Reyndar fannst mér rosagott sem hann var að segja um að fólk er náttúrulega ekki með neitt minni, allir að tala um að enginn forseti hafi verið eins pólitískur og hann, en hann talaði um 3 forseta sem lentu upp á kant við einhvern vissan stjórnmálaflokk (oftast sjálfstæðisflokkinn). Reyndar tók hann ekki fram hvaða mál þetta voru en þetta er náttúrulega ekkert eins dæmi, hvorki hérlendis né í heiminum. Við munum bara ekki lengra aftur en til Vigdísar og hún var bara eins og hún var, frábær sko.
Þannig að minns er ekki búin að ákveða sig, langar svolítið að skila auðu bara sem saitment um að mér finnst þessir frambjóðendur ekki nógu góðir, en auðu atkvæðin skipta bara ekki rassgat máli og allir sem þekkja mig hið minnsta vita að ég vill skipta máli ;) ;) ;)
föstudagur, júní 25, 2004
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Jæja nú eru allir litlu Grímseyingarnir mínir komn...
- Gleðilega hátíð!!! Það var svo yndislegt út í Grím...
- Katrín Ásta Bjarnadóttir og Helga Hrund Þórsdóttir
- ég á svo yndislega vini að það hálfa væri nóg, og ...
- Það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast, ...
- Jæja rússibaninn (geðslagið í mér) er á uppleið nú...
- Ég held að miðað við ástandið síðustu daga þurfi é...
- Jæja fyrstu vinnudagarnir búnir og þeir eru bara a...
- Ég byrja að vinna á morgun og partur af mér er all...
- Hvad á thessi rigning hérna í Danmørku ad thýda? V...
<< Heim