fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Hvers vegna eru ungir Íslendingar hræddir við útlendinga, því getur þetta verið eitthvað annað en hræðsla? Sumir vilja meina að þetta sé lærð hegðun en mér finnst það ekki nóg útskýring, það hlýtur að vera einhver hvati. Strákur í kringum tvítugt sagði við mig um daginn að hann og félagar hans væru að velta því fyrir sér hvernig þeir gætu losnað við sem flest innflytjandur (hann notaði nú reyndar örugglega eitthvað annað orð) á einu bretti, fannst drekaskrúðgangan sem var farin í Rvk. heppilegur staður ef þeir hefðu bara vitað að þetta lið yrði þarna allt á einu bretti. Af hverju eru þessir strákar hræddir? eru þeir hræddir um að missa sessinn sinn í samfélaginu, að á endanum verði það þeir sem verða öðruvísi en ekki útlendingarnir? eru þeir hræddir um að missa vinnuna til útlendinga? (mér finnst það kannski eiga meira heima í löndum þar sem atvinnuleysi er meira) eða er þetta bara fáfræði og ef svo er fáfræði um hvað? helst kannski fáfræði og hræðslan í hendur? eru þau par sem ekkert fær aðskilið? Eru það bara ómenntaðir sem eru fáfróðir eða er þetta vegna þess hversu ung þjóð með unga sögu við erum? Hvað erum við hrædd við????