Ég á bara eftir að vinna 9 daga núna í apríl og svo má guð vita hvenær ég fer að vinna næst, í fyrsta lagi eftir 9 mánuði og kannski ekki fyrr en eftir ár eða eitthvað. Það er mjög skrýtin tilhugsun, sérstaklega ef ég næ að taka öll þrjú prófin núna í vor, verð ég ekki einu sinni í skóla næsta vetur. Þó að tilhugsunin sé mjög ljúf núna finnst mér ekki ólíklegt að ég verði orðin aðeins eirðarlaus áður en yfir lýkur.
En núna snýst flest allt um þetta ófædda barn og undirbúning komu þess, hvort sem það felst í málun á herbergi, kaupum á dóti eða andlegum undirbúningi undir fæðinguna og eftirmála hennar. Því eins og ég hlakka mikið til þessarar fæðingar og að sjá litlaskinn og svona, þá er ég frekar stressuð yfir eftirmálunum. Hvernig getur þetta svæði þarna orðið eitthvað annað en svarthol eftir svona átök? við erum að tala um heilt barn að koma út um gat sem oftast rúmar ekki mikið meira en sæmilegt bjúga, já þið eruð alveg að átta ykkur á stærðarmuninum!!!!!
Annars líður mér bara nokkuð vel, grindin aðeins farin að láta segja til sín en ég fór í nálastungu í gær, sem var ferlega vont en ég er svo miklu betri í dag að ég er að hugsa um að fara aftur í næstu viku. Svona óhefðbundnar lækningar virðast alveg svínvirka á mig og þá er bara um að gera að nýta sér það, eins og ljósan sagði þá gerir þetta í versta lagi ekki neitt og það er nú ekki svo slæmt.
fimmtudagur, apríl 07, 2005
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Hvaða snilldarsálfræði er það að koma labbandi út ...
- Þvílík endemis veðurblíða svona í byrjun mars, mað...
- Til hamingju með afmælið Sigrún, ekki það að ég ve...
- Hversu ánægð er ég með þessa stelpu sem var að ver...
- Ósköp er maður eitthvað andlaus þessa dagana, ef þ...
- Horfði aðeins á þessu frægu söfnun á laugardagskvö...
- Hvernig í fjáranum á maður að geta sagt fyrir um h...
- Haldiði að mín hafi ekki bara skellt sér á nýársví...
- Jæja þá er maður komin í dilkinn sinn, núna vantar...
- Jæja óvissu ástandinu hefur verið aflétt, fann fyr...
<< Heim