fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Rúmum 7 mánuðum seinna fannst henni aftur tímabært að blogga.
Lífið er dásamlegt, ég veit allar klisjurnar og allt saman, þetta er bara satt mér finnst allt alveg magnað og að eignast hana Minnu Kristínu var algjör guðsgjöf. Ekki að ég færi fram á neitt eftir að ég varð ólétt, þá óskaði maður sér þess að barnið yrði heilbrigt og þegar hún kom í heiminn og virtist vera heilbrigð þá óskaði maður sér einskis frekar. En svo kemur með tímanum í ljós að þetta er vær og góð og kát stelpa sem finnst við foreldrarnir alveg mögnuð. Hvað er þá eftir til að óska sér????? Mér dettur allavega ekkert í hug, nema kannski bara annað eintak ;)
En eins og mér persónulega líður vel og finnst lífið brosa við mér þá er nú margt í samfélaginu sem mér mislíkar og margar blogghugsanir sem hafa verið hugsaðar síðustu 4 mánuðina. Því að fyrstu 3 mánuðina komst ekkert annað en Minna litla að í heilabúinu. Ég hef mikið spáð í pólitíkinni, trúmálum, dauðanum (eða kannski frekar ódauðleikanum), barnauppeldi að sjálfsögðu og afleiðingar gjörða fólks í lífi annarra, nýjasta nýtt í heilabúinu er kynþáttahatur.