Jæja rússibaninn (geðslagið í mér) er á uppleið núna, eftir alveg hreint einstakt kvöld í gær með tengdamömmu er ég öll miklu betri. Við nefnilega björguðum heiminum og rúmlega það í gærkvöldi, allavega leið okkur þannig þá, björguðum rollu og tveimur gimbrum hennar sem hafa verið nefndar Ásta og Sigga, ( ekki segja mömmu það samt að við séum búnar að nefna þær því það er einhver hjátrú hjá henni um að það eigi ekki að nefna lömb fyrr en þau koma af fjalli, það geta nefnilega verið ansi margir álfar þarna í inndalnum).
Svo var vinnudagurinn fínn í dag og fórum í fermingarveislu og afmælisveislu og héldum matarboð þannig að maður er mjög vel étinn núna og ég sé rúmið mitt alveg í hyllingum.
sunnudagur, maí 30, 2004
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Ég held að miðað við ástandið síðustu daga þurfi é...
- Jæja fyrstu vinnudagarnir búnir og þeir eru bara a...
- Ég byrja að vinna á morgun og partur af mér er all...
- Hvad á thessi rigning hérna í Danmørku ad thýda? V...
- Þetta verður nú frekar stutt blogg, búin að vera l...
- Já það er nú óhætt að segja það að maður sé í góðu...
- Já nú fer heldur betur að halla undan fæti hjá man...
- Já nýjasta grímseyska snúllan fékk bara alveg sinn...
- Vá hvað ég reitti eina úr hyskinu til reiði áðan, ...
- Var búin að blogga slatta í gær en klúðraði því ei...
<< Heim