Ósköp er maður eitthvað andlaus þessa dagana, ef það er ekki kvef eða einhver skítur er það bara almennt andleysi, sem lýsir sér í því að maður nennir ekki að gera neitt, þetta rjátlar vonandi af manni með hækkandi sól.
Er að fara á árshátíð á morgun hjá KEA, hefði nú helst viljað hafa hann Skara minn með mér en Sigrún verður mér til halds og trausts. Það eru flestir á vaktinni minni orðnir spenntir þannig að vonandi verður þetta bara gaman, er ekki alveg í stuði núna allavega. Á engan almennilegan óléttukjól, ekki fyrir svona fínt, þó ég eigi nóg af kjólum eru þeir allir keyptir fyrir nokkuð mörgum kílóum síðan og mikið langtímamarkmið að komast í þá aftur. En við finnum eitthvað útúr þessu, er ekki bara aðalatriðið að ota bumbunni sem mest útí loftið. Þá er hvort sem er enginn sem tekur eftir manni og maður getur verið sama fuglahræðan og dagsdaglega. Reyndar ætla ég að leggja mitt af mörkum og fara í klippingu á morgun, reyni að fá Írisi til að setja hárið eitthvað fínt upp. En annars þýðir lítið að reyna að villa á sér heimildir, ég er svo lítið fyrir það.
sunnudagur, febrúar 06, 2005
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Horfði aðeins á þessu frægu söfnun á laugardagskvö...
- Hvernig í fjáranum á maður að geta sagt fyrir um h...
- Haldiði að mín hafi ekki bara skellt sér á nýársví...
- Jæja þá er maður komin í dilkinn sinn, núna vantar...
- Jæja óvissu ástandinu hefur verið aflétt, fann fyr...
- Gleðileg jól allir saman, vonandi hafa allir haft ...
- Jæja best að maður noti tímann í vinnunni í eitthv...
- Hvernig væri að taka kennslu á þjóðsöngnum inn í n...
- Vá hvað maður getur verið latur að blogga, ekki þa...
- Oh var að sjá minnsta og krúttilegasta barn í heim...
<< Heim