sunnudagur, maí 30, 2004

Jæja rússibaninn (geðslagið í mér) er á uppleið núna, eftir alveg hreint einstakt kvöld í gær með tengdamömmu er ég öll miklu betri. Við nefnilega björguðum heiminum og rúmlega það í gærkvöldi, allavega leið okkur þannig þá, björguðum rollu og tveimur gimbrum hennar sem hafa verið nefndar Ásta og Sigga, ( ekki segja mömmu það samt að við séum búnar að nefna þær því það er einhver hjátrú hjá henni um að það eigi ekki að nefna lömb fyrr en þau koma af fjalli, það geta nefnilega verið ansi margir álfar þarna í inndalnum).

Svo var vinnudagurinn fínn í dag og fórum í fermingarveislu og afmælisveislu og héldum matarboð þannig að maður er mjög vel étinn núna og ég sé rúmið mitt alveg í hyllingum.