föstudagur, júní 11, 2004

Það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast, það er bara búið að vera brjálað að gera og er enn. Annars gengur nú allt sinn vanagang, ég er furðulítið að fríka út yfir því að vera búin að festa mig í sömu vinnunni fram á næsta haust, bara búin að taka eitt kast á Skara minn greyið.
Best að birta smáauglýsingu hérna, mig dauð vantar einhverja góða vinkonu til að kjafta við þegar ég er búin í vinnunni í kvöld, er alveg að springa og er ekki viss um að Skari minn greyið meiki meira :):)