sunnudagur, júní 13, 2004

ég á svo yndislega vini að það hálfa væri nóg, og ég held að það sé alveg orðið tímabært að ég fattaði það.
Oh ég hlakka svo til að komast út í Grímsey á eftir, það verður ferlega skemmtilegt, Rannveig sagði mér í gær að stelpurnar hefðu mestar áhyggjur af því hvar Tenór minn ætti að vera úr því hann mætti ekki koma með í flugvélinni, þær eru svo mikil yndi og ég get ekki beðið eftir að hitta þær.
Svo er ég að fá fráhvarfseinkenni af að hafa ekki hitt Helgu mína og Sunnu litlu alltof lengi finnst mér, stefni reyndar að því að fara suður næstu helgi en það á aðeins eftir að koma í ljós hvernig það gengur.

Ég sá aðeins af Ophru í gær, sem er í sjálfu sér kannski ekki fréttnæmt þó það gerist sjaldan, en þar var verið að tala við fólk úr Íraksstríðinu sem hafði verið fangað og pyntað og eitthvað. Og þau voru að tala um að þau myndi skrá sig aftur í herinn "because freedom isn´t free" þú sem sagt þarft að borga fyrir frelsið með því að verja landið þitt og liðið missti sig í fagnaðarlátum. En hvernig er samt hægt að segja að frelsið þurfi að greiða fyrir með hernaði? Hvaða frelsi er það fyrir aðra í heiminum en USA? nú er ég kannski að pæla í fleiri löndum en bara Írak, en mér finnst þetta mjög skrýtin hugsun að finnast það eðlilegt að þurfa að myrða saklaust fólk í öðrum löndum til að vernda frelsið í sínu eigin??? Ef einhver getur útskýrt þetta fyrir mér þá by all means.

Og talandi um hugsun sem maður skilur ekki, þá var verið að segja mér í gær frá Rússlandi og stelpur sem fara í háskólanám þar komast af með því að stunda vændi og þær einmitt skyldu ekki spurninguna hvort þeim fyndist ekkert athugavert við að vinna svona fyrir sér. Hvernig gat eitthvað verið athugavert við að geta gengið í skóla, eiga þak yfir höfuðið og svona, fyndið hvað menning er geggjað öðrusísi.
Í Rússlandi er hótelunum reyndar gefnar stjörnur eftir því hversu góðar hórur þau eru með, spurning um að leggja fram breytingartillögur á næsta starfsmannafundi hjá KEA?? (ætli það séu haldnir starfsmannafundir hjá KEA?)