fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilega hátíð!!!
Það var svo yndislegt út í Grímsey, langaði sko alls ekkert að koma aftur og fara að vinna, og sérstaklega á sjálfan þjóhátíðardaginn, en það er ekki svo slæmt maður er allavega loksins á sæmilegum launum ;) Eina huggunin mín við að fylgjast með öllum á leiðinni í bæinn er sú að það er skítaveður.

Þetta hóteldjobb er svo fyndið að það eru engir daga, ekki 17.júní, ekki mánudagur, ekki föstudagur, bara allir dagar hóteldagar. Þannig að maður er ekkert voðalega sorry yfir að vera að vinna um helgi eða eitthvað af því maður fattar það ekki fyrr en maður kemur heim.

Svo á morgun er dagur 4/10 í garðyrkjunni, gaman að vita hvaða kerlingajobb ég verð sett í þann daginn, sá í gær að það er búið að planta öllu fyrir framan amtbókasafnið þannig að ég fer líklega að gera eitthvað nýtt og spennandi.