fimmtudagur, janúar 27, 2011

Ég er svo stolt af stóru stelpunni minni, hún kemur mér stöðugt á óvart með næmni sinni og rökhugsun. Áðan vorum við að takast á um prik sem brotnaði á endanum og olli það þó nokkru drama, svo þegar mamman var að hugga hana og biðja hana fyrirgefningar sagði sú stutta. Já mamma ég fyrirgef þér en ég þarf líka að fyrirgefa sjálfri mér því þetta var líka mér að kenna, já segi ég þú verður að gera það, þá segist sú litla vera búin að gera það í huganum og að hún hafi sagt já.
Þvílíkt sem hægt er að læra af þessu litla gáfnaljósi ef ég hlusta vel.