Jæja nú held ég að pössunarmál sumarsins séu nokkuð að komast í fast form, er búin að ráða gamla frænku til að passa í haust og vetur (ekki Ingeborg samt) og er með stelpu í sigtinu til að passa í sumar. Hef heyrt góða hluti um hana og vona bara að það gangi upp, líður ekkert smá MIKLU betur með þetta allt saman núna, fer bara að hlakka til að fara að vinna bráðum. Vorum fyrir sunnan og það var mjög ljúft og gaman, litla skvísan mín var algjörlega í essinu sínu, ægilega ljúf og góð og lék við hvern sinn fingur. Fórum bara tvö í bláa lónið og borðuðum þar og kjöftuðum og bara höfðum það næs, svo hitti ég tvær vinkonur mínar sem var mjög gaman, hefði verið til í að hitta fleiri en svona er þetta alltaf maður ætlar sér meira en maður kemst yfir.
Aðalfúttið var að fara til Mörthu hómópata og svo fór ég líka í kvennakirkjuna sem mér fannst mjög gaman og gott að drífa mig. Vonandi fer exemið að batna hjá litlu skvísunni eftir þennan kúr sem hún er á, þó það hafi versnað í bili er það víst bara eðlilegt.
Jæja ætla aðeins að slaka á meðan lilla sefur, þarf líka að vigta mig finnst ég 5 kílóum léttari, má alveg við að missa þau (aftur, smá bakslag í gangi).
föstudagur, maí 05, 2006
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Lokaverkefni lokiðnú er lokaverkefninu lokið og þa...
- Sko við förum nú flest í búðina einhvern tíman og ...
- Innsæi Tölvutækni er oftast af hinu góða og gaman ...
- Ég hef til dæmis fengið orð í eyra fyrir að vera e...
- Ljótan er orð sem ég nota yfir það að finnast ég v...
- Vorkun,af hverju er þetta orð neikvætt? er ekki öl...
- Bloggaði fyrstu færsluna mína í langan tíma í gær ...
- Hvers vegna eru ungir Íslendingar hræddir við útle...
- Rúmum 7 mánuðum seinna fannst henni aftur tímabært...
- testing, testing
<< Heim