Vorkun,
af hverju er þetta orð neikvætt? er ekki öllum einhvern tíman vorkun og þá ekkert endilega á slæman hátt heldur eiga bágt. Og með að eiga bágt á ég ekki endilega við að séu að farast úr hungri eða pyntaðir eða eitthvað, heldur bara líði illa sé eitthvað blue, bara vanti einhvern til að vorkenna sér og þá líður tilfinningin yfir. Mín reynsla er sú að ef maður þarf á vorkun að halda en fær hana ekki þá bara eykst hún og margfaldast og breytist í einhverjar allt aðrar tilfinningar sem miklu erfiðara er að ráða við. En það sem er eiginlega ennþá erfiðara en að "gefa" vorkun er að biðja um hana, því ef það er veikleikamerki að sýna vorkun þá er það að biðja um vorkun algjör aumingjaskapur.
Maður er líka alin upp við að vera ekkert að biðja um vorkun, hver hefur ekki séð foreldra bara hlæja eða skipta um umræðuefni þegar barnið meiðir sig svo það fari ekki að grenja af því að því var vorkent. En af hverju ætti það að vera að ala upp aumingja ef maður leyfir barni að gráta þegar það meiðir sig? og hvað með það þó það gráti meira af því það er huggað, gerum við það ekki öll? Mér finnst ég til dæmis algjör aumingji fyrir að geta ekki látið vita að mig vanti að láta hugga mig. En samfélagslega séð er það líka aumingjaskapur að láta hugga sig og guð veit að ég er oft sammála því, fæ til dæmis alveg klígju þegar fólk er að gráta í sjónvarpinu, hvaða stælar eru það? má fólk ekki bara sýna tilfinningar sínar án þess að það sé veikleikamerki??
föstudagur, febrúar 03, 2006
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Bloggaði fyrstu færsluna mína í langan tíma í gær ...
- Hvers vegna eru ungir Íslendingar hræddir við útle...
- Rúmum 7 mánuðum seinna fannst henni aftur tímabært...
- testing, testing
- Brjálað að gera í nýja hlutverkinu, já litla skinn...
- Það fer nú alveg að verða tímabært að blogga aftur...
- Unglingar: þeir eru sko alveg ótrúlegir, Jón Gnarr...
- Ég á bara eftir að vinna 9 daga núna í apríl og sv...
- Hvaða snilldarsálfræði er það að koma labbandi út ...
- Þvílík endemis veðurblíða svona í byrjun mars, mað...
<< Heim