fimmtudagur, apríl 06, 2006

Sko við förum nú flest í búðina einhvern tíman og oftast eru fleiri við kassann en maður sjálfur og allir þekkja stykkin til að setja á milli viðskiptavina á færibandinu að kassanum, merkt vísa oftast. En hver á að sjá um að setja þetta á milli? Er það sá sem er búinn að raða á bandið eða sá sem er að byrja að raða á bandið? Þessu velti ég OFT fyrir mér, sérstaklega þegar ég er að byrja að raða á bandið en næ ekki í þessi stykki (hvað ætli þau heiti? kalla þau bara millistykki) og sá sem stendur fyrir framan mig horfir náttúrulega bara í hina áttina eins og honum komi mín vandamál ekkert við. Enda kemur honum þau svo sem ekki við fyrr en hann þarf að borga fyrir mínar vörur :) En það fer líka í taugarnar á mér ef ég gleymi að setja millistykkið aftan við hjá mér og ég fæ ægilegan svip frá einhverri truntu (á við um konur og karla) fyrir aftan mig. Það er heldur ekki eins og manni sé þakkað ef maður setur þetta á eftir sínum vörum. Ég vil bara skýrar reglur um þetta, alveg eins og í Þýskalandi þar sem til dæmis rúllustigareglur eru alveg á hreinu links gehen og rechts stehen. Ef þú ætlar að labba upp rúllustigann gengurðu vinstra megin en ef þú ætlar að standa kyrr stendurðu hægra megin og þar er sko alveg á hreinu hver er í rétti og hver ekki og ef maður brýtur reglurnar fær maður að heyra það. En með millistykkin í búðinni geta allir orðið fúlir út af öllu því það eru engar skýrar reglur, alveg óþolandi.