sunnudagur, júlí 11, 2004

Það er búið að vera alveg geggjað að gera hjá mér síðustu vikur, alveg eins og ég vil hafa það. Helstu fréttirnar eru líklega þær að ég komst með þæfða ull inn í Grúsku, sem er gallerí þar sem fullt af kellingum (og einn kall reyndar) eru með dót sem þau hafa gert sjálf. Þannig að ég er rosaánægð með það, bara hef ekki haft mikinn tíma til að gera nógu mikið, en það verður unnið í því eftir morgundaginn. Á morgun er sko síðasti dagurinn minn hjá Garðverk, þannig að ég fer að geta notað frídagana mína í eitthvað annað en sjálfboðavinnu.
Svo er ég búin að fara í tvö skip, bara Goðafoss/Laufás, það er alveg hrikalega skemmtilegt, væri til í að gera miklu meira af því, en ætlaði samt ekki að láta þetta bitna á hótelvinnunni minn í sumar, sjáum til hvað maður gerir næsta sumar.
Af skólamálum er það helst að frétta að ég er búin að borga skólagjöldin á Hvanneyri, þannig að ég verð eitthvað í því í vetur, svo stefni ég að því að borga skólagjöldin í HA um næstu mánaðrmót, þannig að næsti vetur verður skemmtilegur.
Annars er ég bara ánægð í vinnunni, kom mér skemmtilega á óvart eiginlega, þar sem ég átti einhvern veginn ekki von á að fíla mig hérna. En þetta er bara fínt, þegar maður er á staðnum er eins og maður eigi pleisið og sé the most importan person there og þegar maður er í fríi þá er maður eiginlega ekkert að spá í þessu af því það er einhver annar sem er the most important person. Þannig að þetta er bara mjög fínt, mér semur rosa vel við þernur hérna, átti reyndar í smá vandræðum með einn næturvörðinn en það er allt búið.

Þannig að minns er bara mjög sáttur.