Það fer nú alveg að verða tímabært að blogga aftur. Er hætt í vinnunni og búin með tvö próf sem ég náði báðum, annað var rúmlega skrið (húrra bara fegin að þurfa ekki að taka það aftur) og hitt var fín einkunn. Þannig að ég er bara mjög sátt, er að byrja að læra fyrir prófið sem ég er skráð í 31. maí og stefni ótrauð á að taka það.
Ég er bara alveg eiturhress, líður mjög vel á líkama og sál og get bara ekki beðið eftir að fá litla krílið í hendurnar. Ég er ekkert stressuð lengur fyrir fæðinguna eða eftirmála hennar, bara tilhlökkun í gangi. Það er allt að verða tilbúið og litlaskinn má bara endilega koma, reyndar geri ég ekki ráð fyrir henni fyrr en 7. júní þannig að þangað til er ég alveg róleg, ætla allavega ekki að fara að bíða alveg strax, held að það taki mann nú alveg á taugum.
Vorum fyrir sunnan um daginn og það var sjúklega ljúft fórum út að borða tvisvar og veikleiki minn fyrir sushi rifjaðist upp, mér finnst það alveg feðveikislega gott. Núna þarf ég bara að smita einhvern hérna af þessu og þá er hægt að bjóða fólki í sushi og jafnvel vera boðið sjálfum.
Þurfum reyndar að skella okkur einn dag suður í næstu viku, til að vera við jarðarför afa hans Óskars, blessaður kallinn fékk að fara í gær, þetta var svona eiginlega eins og maður óskar sér sjálfur bæði sem aðstandandi og sá sem fer. Það var smá fyrirvari en ekki mikill og hann var nokkuð hress alveg þangað til hann dó og ekki kvalafullt, en ég vil endilega vera við jarðarförina ef ég mögulega treysti mér til að keyra suður.
Núna ætla ég hins vegar að fara að leggja mig, hef mjög mikla þörf fyrir að leggja mig og samkvæmt ljósmóðurinni má ég vera ánægð með að geta sofið því margar konur eiga mjög erfitt með að sofa.
fimmtudagur, maí 19, 2005
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Unglingar: þeir eru sko alveg ótrúlegir, Jón Gnarr...
- Ég á bara eftir að vinna 9 daga núna í apríl og sv...
- Hvaða snilldarsálfræði er það að koma labbandi út ...
- Þvílík endemis veðurblíða svona í byrjun mars, mað...
- Til hamingju með afmælið Sigrún, ekki það að ég ve...
- Hversu ánægð er ég með þessa stelpu sem var að ver...
- Ósköp er maður eitthvað andlaus þessa dagana, ef þ...
- Horfði aðeins á þessu frægu söfnun á laugardagskvö...
- Hvernig í fjáranum á maður að geta sagt fyrir um h...
- Haldiði að mín hafi ekki bara skellt sér á nýársví...
<< Heim