mánudagur, janúar 17, 2005

Horfði aðeins á þessu frægu söfnun á laugardagskvöldið, finnst Íslendingar vera að standa sig alveg ágætlega, væri gaman að heyra samanburðartölur frá öðrum löndum bara svona upp á djókið. Þá getum við sett heimsmet í því eins og svo mörgu öðru, fannst How do you like Iceland? algjör snilldarmynd, grét af hlátri oft og mörgum sinnum.
Djöfulls töffari var Jóhannes í Bónus á laugardagskvöldið, og Björgólfur reyndar líka, hefði samt mátt enda á þessu en ekki byrja, hin boðin voru frekar lágkúruleg í samanburði. Svo voru Svanhildur og Logi að gera mig geðveika, hef bara enga lyst á að horfa á þetta lið mænandi framn í hvort annað í beinni útsendingu, hún sitjandi í fanginu á honum og eitthvað. Er bara ekki að fýla þetta, þó þau séu ekki eina parið sem byrji saman í gegnum framhjáhald finnst mér algjör óþarfi að líta á það sem eitthvað norm.

Annars er lokaverkefnisferlið líklega aðeins komið af stað og hefur verið lengt en einnig breytt þannig að þetta verður vonandi bara miklu betra fyrir vikið. Takk elsku Inga ;)