Haldiði að mín hafi ekki bara skellt sér á nýársvínardansleik, ferlega skemmtilegt. Fór með Sigrúnu sætu og notaði kallinn bara í að skutla okkur og sækja, alveg magnað. Nú er bara vonandi að tónlistarfélag Akureyrar geri þetta að árlegum viðburði og þá reynir maður að mæta í stærri hópi og jafnvel með karlmann upp á arminn. Annars finnst mér rosalega þægilegt hvað Óskar minn er líbó, aldrei neitt vesen þegar ég nenni ekki að hafa hann með mér eitthvað út og hann aldrei að farast úr áhyggjum eða afbrýðisemi, mjög þægilegt.
Annars er litla skottið hún Sunna Katrín að verða 2 ára á morgun, sem er í rauninni ótrúlega lágur aldur miðað við getu þessa blessaða barn, svona grínlaust þá er þetta algjört undrabarn. En nóg að monti, þarf að fara og halda áfram að lesa fyrir þetta blessaða upptökupróf á morgun og reyna að ná restinni af ælunni miklu úr mér.
þriðjudagur, janúar 04, 2005
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Jæja þá er maður komin í dilkinn sinn, núna vantar...
- Jæja óvissu ástandinu hefur verið aflétt, fann fyr...
- Gleðileg jól allir saman, vonandi hafa allir haft ...
- Jæja best að maður noti tímann í vinnunni í eitthv...
- Hvernig væri að taka kennslu á þjóðsöngnum inn í n...
- Vá hvað maður getur verið latur að blogga, ekki þa...
- Oh var að sjá minnsta og krúttilegasta barn í heim...
- Ég var að taka smá bloggrúnt eftir alltof langa pá...
- Jæja nú er verið að shæna sig til að komast á Októ...
- Djöfull skemmti ég mér vel á gangnaballi í Höfða m...
<< Heim