mánudagur, febrúar 20, 2006

Innsæi
Tölvutækni er oftast af hinu góða og gaman að geta verið í sambandi við fólk um alan heim, lesið sér endalaust til um hina ýmsu hluti, bloggað, sýnt sig og séð aðra á barnalandi og margt margt fleira. En ég held að ókostirnir við alla þessa tækni og upplýsingar séu þeir að fólk er að missa innsæið. Þú þarft ekki að lesa lengi inn á femin til dæmis til að sjá að fólki virðist vanta innsæi, til dæmis við uppeldi barna sinna. Hver á að geta sagt þér hversu oft eða mikið barnið þitt á að sofa eða borða í gegnum netið? Hver á að geta sagt þér í gegnum netið hvort kærastinn eða strákurinn í vinnunni sé skotinn í þér? Ég ætla samt ekkert að gera lítið úr því að það getur verið gott að fá álit utan að komandi og fæstir eru einir í heiminum með hvað er að gerast hjá þeim. En eins og börnin þá eru þau eins mismunadi og þau eru mörg og mér finnst mikilvægast að reyna að skilja hvað hvert þeirra þarfnast. Þeir sem eiga fleiri en eitt barn eru fljótir að segja þér að með sama erfðamengið og svipaðar uppeldisaðstæður þá eru krakkar MJÖG ólíkir, hvað þá óskyldir aðilar. Þess vegna finnst mér mjög sorglegt að mæður og foreldrar skuli ekki treysta innsæi sínu betur, það er svo mikið af boðum og bönnum og reglum og aðferðum að það virðist ekki vera neitt pláss fyrir einstaklinga.