fimmtudagur, apríl 27, 2006

Lokaverkefni lokið
nú er lokaverkefninu lokið og það er ótrúlegt að ég sé að halda áfram að skrifa. Mér finnst ég bara fáránlega tóm, eins og ég hafi ekkert að gera, ekki að ég hafi alltaf verið að vinna í þessu blessaða verkefni en það var einhvern veginn alltaf á bakvið hjá manni.
Annars eru svo miklar breytingar í gangi þessa dagana að ég er eiginlega bara rjúkandi rústir, er búin að ákveða að fara að vinna núna 16. maí og finnst það mjög erfið tilhugsun, svo er ekki búið að finna dagmömmu og það allt er í alltof lausu lofti. Annars er ég líka búin að vera á smá egótrippi við erum að tala um að ég gat totaly valið mér hvað ég vildi fara að vinna, var á tímabili með þrjá aðila sem allir vildu ólmir ráða mig. Smá valkvíði í gangi en hann snérist aðallega um að fara frá Minnu, mér finnst það alveg rosalega erfitt og er búin að vera með grátstafinn í kverkunum síðan ég ákvað þetta. En það líður vonandi hjá og ég held að ég sé að koma mér í góð mál vinnu og félagslega séð. Sjáum til allavega bókuð næstu 3 mánuði þannig að æstir vinnuveitendur verða að bíða þangað til með að gera mér tilboð.