Ég var að taka smá bloggrúnt eftir alltof langa pásu og er margs vísari, en að öðrum bloggurum ólöstuðum þá grenjaði ég af hlátri yfir bloggunum frá Önnu Lilju, mér finnst hún bara bráðfyndin, fékk tár í augun og allt.
Annars er ég formlega, opinberlega, þinglýst, skuldabréf samþykkt o.fl o.fl. orðin stór húseigandi eða Baronin eins og ég kýs að láta kalla mig þessa dagana. Já við Skari skelltum okkur bara í að kaupa Gránu gömlu eins og hún leggur sig, ætluðum að byrja á neðri hæðinni en þetta var allt eitthvað svo mikið moj að ég vildi endilega bara kaupa allt heila klabbið og það kom bara rosavel út fyrir okkur. Þannig að nú vantar bara erfingjann og skutbílinn (því hundinn eigum við sko). En allar skelfilegu sögurnar sem þið hafið heyrt af fasteignasölum eru sannar og þeir rýja ykkur inn að skinninu fyrir að gera ekki rassgat án þess að blikna, djöfulls óþjóðalýður og aumingjar.
miðvikudagur, september 22, 2004
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Jæja nú er verið að shæna sig til að komast á Októ...
- Djöfull skemmti ég mér vel á gangnaballi í Höfða m...
- Lífsgæðakapphlaup here I come, það verður vonandi ...
- Þvílík og önnur eins bongóblíða hefur bara varla v...
- To those whom it may concerne: það er búið að red...
- You are Barbouille! You are visually inventive.Whe...
- Það er búið að vera alveg geggjað að gera hjá mér ...
- Ég er eitthvað að velta þessum blessuðu forsetakos...
- Jæja nú eru allir litlu Grímseyingarnir mínir komn...
- Gleðilega hátíð!!! Það var svo yndislegt út í Grím...
<< Heim