miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Hvernig væri að taka kennslu á þjóðsöngnum inn í námsskrá grunnskólanna? bara smá hugmynd sko. Ég er svo sveitaleg finnst að þegar verið er að spila þjóðsönginn fyrir landsleiki og svona þá eigi fólk að syngja með. Reyndar eru stelpurnar í fótboltanum að standa sig miklu betur í þessu en strákarnir. Mér finnst þetta bara vera atriði upp á lúkkið. Lið þar sem allir söngla með þjóðsönginn virka bara miklu betur á mig og ég ber meiri virðingu fyrir þeim fyrir vikið. En þessir bévítans guttar eru nú svo ferlega góðir með sér að það er ekki nema von að þeir geti lagst svo lágt að syngja ;)