Jæja óvissu ástandinu hefur verið aflétt, fann fyrstu hreyfingarnar í litla skinni í gær og hef verið að finna meira núna í dag. Vá hvað þetta er ógeðslega notalegt maður, skilst reyndar að þetta geti snúist upp í andstæðu þess að vera notalegt, en ég er allavega að fíla þetta mjög vel núna.
Lögð hefur verið lokahönd á matseðil morgundagsins, sem verður bara eitthvað sem er vanalega ekki borðað, s.s. kalkúnn, snjóbaunir, spergikál, bakaðar kartöflur og fleira spennandi, get ekki beðið eftir að byrja að prófa þetta dót maður.
Fékk glósur í gærkvöldi fyrir þetta helvítisupptökupróf sem ég þarf að fara í, það verður samt vonandi ekki svo slæmt, hef bara aldrei áður farið í upptökupróf. Þegar ég féll í sögu í MA um haustið náði ég að jafna það út með betri einkunn um vorið og þegar ég féll í grasafræði á Hvanneyri þá bara tók ég það ekkert aftur. En einhvern tíman verður allt fyrst, gaman að því.
Ef ég fæ yfir sjö þá verð ég að fara með rauðvínsflösku til þeirrar sem lánaði mér glósurnar.
fimmtudagur, desember 30, 2004
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Fyrri færslur
- Gleðileg jól allir saman, vonandi hafa allir haft ...
- Jæja best að maður noti tímann í vinnunni í eitthv...
- Hvernig væri að taka kennslu á þjóðsöngnum inn í n...
- Vá hvað maður getur verið latur að blogga, ekki þa...
- Oh var að sjá minnsta og krúttilegasta barn í heim...
- Ég var að taka smá bloggrúnt eftir alltof langa pá...
- Jæja nú er verið að shæna sig til að komast á Októ...
- Djöfull skemmti ég mér vel á gangnaballi í Höfða m...
- Lífsgæðakapphlaup here I come, það verður vonandi ...
- Þvílík og önnur eins bongóblíða hefur bara varla v...
<< Heim