föstudagur, október 01, 2004

Oh var að sjá minnsta og krúttilegasta barn í heiminum, litlu bjarkeyjardóttur, við erum alveg að tala um það að hún virðist vera minni en baby born. En ég á eftir að skoða hana betur án útifatanna og svona.
Þannig að þessi dagur sem mér leist ekkert of vel á til að byrja með er bara alltaf að skána, frétti nefnilega af skátengdafólki mínu sem var að gifta sig í dag (til hamingju María og Marteinn) og það er bara svo yndislega gaman að gifta sig að ég er geggjað ánægð fyrir þeirra hönd. Fyrir utan náttúrulega að fólk á að mínu mati ekki að vera að eiga fullt af börnum og svona án þess að vera gift. Ekki af því að ég sé eitthvað kaþólsk heldur bara finnst mér það tilheyra, öruggara lagalega og svona og bara hrikalega rómantískt.