mánudagur, mars 07, 2005

Þvílík endemis veðurblíða svona í byrjun mars, maður verður bara alveg ruglaður og heldur að sumarið sé komið og fer að væflast úti á peysunni og sokkalaus, ég geng sko alltaf í sandölum en núna er ég berfætt í þeim ;)
Það er ágætis hreiðurgerðarfílingur að koma yfir mann, svo hefur maður bara miklu meiri orku til að gera eitthvað, þó það sé bara smotterí, þegar sólin skín og það er bjart. Annars vantar aldrei hugmyndirnar hjá minni bara að geta framkvæmt þær. Nýjasta nýtt er að gera stórafmælisgjöf sjálf, bjartsýnina vantar heldur ekki, sjáum til hvernig það kemur út, allavega gaman að prófa, sambærileg gjöf sem væri keypt kostar bara tugi þúsunda, sem er nú aðeins of mikið. Þó maður standi ágætlega fjárhagslega þessa dagana er þetta nú ekkert að detta útúr rassgatinu á manni.