miðvikudagur, desember 22, 2004

Jæja best að maður noti tímann í vinnunni í eitthvað gáfulegt, er að vinna núna eftir 3 vikna frí, sem fór reyndar í að taka próf og svona, en var samt ferlega ljúft. Maður er ekkert smá fljótur að venjast því að vinna ekki neitt, sem verður gott upp á fæðingarorlofið í vor, þó að það verði örugglega meiri vinna ;) ;)
Já litla skinn vex og dafnar, mér finnst samt ansi langt frá fyrstu mæðraskoðun, sem ég er búin að fara í, og þangað til í 19. vikna sónarnum, sem ég fer í janúar. Þetta millibils ástand er eitthvað svo óvisst, engin morgunógleði engar hreyfingar ef maginn væri ekki að stækka myndi maður bara gleyma því að maður væri með barni.

Annars er ég bara sjúklega hamingjusöm, gekk ágætlega í prófunum held ég, vinnan er fín, róleg en fín, Helga systir og familýja eru heima og það er alveg yndislegt, þannig að ég sé litlu snúlluna mína á hverjum degi sem er akkúrat skammturinn sem ég þarf. Svo eru jólin að koma og ískalt úti og snjór og jólalegt og ég búin að kaupa næstum allar gjafir og fer á morgun og versla bigtime í matinn án þess að þurfa að borga ;) sem er alltaf skemmtilegt. Þannig að það er óhætt að segja að það sé allt í blóma hjá Auði þessa dagana.