mánudagur, febrúar 20, 2006

Ég hef til dæmis fengið orð í eyra fyrir að vera ennþá með Minnu mína á brjósti á nóttunni, en ég sé bara enga ástæðu til að hætta því af því mér sjálfri finnst það ekker mál að vakna einu sinni á nóttunni til hennar. Ef ég væri að vinna 8-10 tíma á dag væri ég örugglega ekki eins tilbúin í þetta en eins og er hentar þetta okkur báðum bara mjög vel. Ég á oft mjög góða tíma á nóttunni með litlu snúllunni minni, þá liggur hún í fanginu á mér og umlar og strýkur mér og svo sofnar hún með höfuðið á bringunni á mér. Þetta finnast mér ómetanlegar stundir sem ég alveg örugglega ekki eftir að sjá eftir því að hafa veitt okkur báðum þegar hún vex úr grasi, sem á eftir að gerast alltof fljótt.