sunnudagur, desember 26, 2004

Gleðileg jól allir saman, vonandi hafa allir haft það eins gott og ég um jólin. Fékk fullt af pökkum og hrúgu af jólakortum og bara ferlega ljúft. Reyndar fékk ég ælupest í hálftíma, eftir jólagrautinn og fram yfir hreindýrasteikina á aðfangadag, en eftir það var ég rosalega hress.
Hreindýrið tókst alveg lista vel þó ég segji sjálf frá, sósan alveg frábær og steikingin akkúrat eins og maður vill hafa hana, þannig að kannski verður rjúpan bara látin víkja ;) ;)

Ég er sko í vinnunni, annars væri ég nú ekki að blogga á annan í jólum, er búin að vera heima hjá mér síðan á þorláksmessukvöld í afslöppun og kósýheitum, fór reyndar aðeins út í vetraríkið í gær. Ferlega rómantískt og skemmtilegt, löbbuðum smá rúnt í hverfinu sem var bara alveg eins og eitthvað annað hverfi í vetrarbúningnum. Þannig að stemmingin er bara mjög góð.

Erum að fara í skírnarveislu á eftir þegar ég er búin á vaktinni, er mjög spennt að vita hvað Bjarkeyjardóttir á að heita, ætla ekki einu sinni að reyna að giska á það, það verður eflaust eitthvað frumlegt og skemmtilegt.
Svo erum við hjónin að velta því fyrir okkur hvernig fari með hefðina sem hefur skapast hjá okkur að halda áramótapartý, höfum verið með opið hús eftir áramótin en það var mjög fámennt í fyrra og þeir sem voru í fyrra eru núna með börn eða ekki fyrir norðan, þannig að nema það komi fram beiðni um að halda þetta, þá hugsa ég að við slaufum því bara. Förum bara að búa okkur til einhverja aðra hefð þar sem börn geta verið með. Maður er víst komin á þann aldur að allir eiga börn eða eru að eignast börn, þá þarf að breyta áherslunum sem er bara mjög gaman.

Jæja núna ætla ég að fara að lesa í vinnunni, það er kosturinn við að vera að vinna á stórhátíðisdögum að einu kröfur yfirmannanna eru að manni leiðist ekki :) :)