fimmtudagur, janúar 13, 2005

Hvernig í fjáranum á maður að geta sagt fyrir um hversu duglegur maður verður á næstu mánuðum? Oh er geðveikt að velta þessu lokaverkefni fyrir mér og hvort ég eigi að byrja á því og sjá hvað ég kemst eða kýla bara á það eða eða eða eða . . . . . . . . . . . .

Annars var ég að spá var ekki umhverfisráðuneytið stofnað til að vernda náttúruna og sjá um hagsmuni umhverfisins fyrir átroðningi mannanna? Er ég kannski bara á einhverri útópíu með þessa hugmynd mína?
Ok í kjölfar þessara spurninga fór ég bara og fletti upp markmiðum umhverfisráðuneytisins og þau eru meðal annars eftirfarandi:
  1. Náttúruvernd, þ.m.t. vernd vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni og erfðaauðlinda, þjóðgarða og friðlýst svæði.
  2. Rannsóknir á sviði umhverfismála og umhverfisvöktun.
  3. Mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs, hollustuhætti, heilbrigðiseftirlit, eiturefni og hættuleg efni.
  4. Skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og gerð landnýtingaráætlana.
  5. Dýravernd og stjórnun veiða á villtum fuglum og villtum spendýrum öðrum en sjávarspendýrum.
  6. Loftslagsvernd.

Hvernig fara þessi markmið saman við það að áfrýja umhverfismati til hæstaréttar? Hvernig getur það verið slæmt að fara í umhverfismat, nema náttúrulega að það sé ekki eitthvað í lagi og fyrirtækið tapi á því, en það ætti samt að vera gott fyrir okkur að vita fyrirfram??

Mér finnst þetta bara svo mikið rugl, fyrir hvern er þetta lið að vinna, mig og þig og Ísland eða álverssmiði??