mánudagur, febrúar 21, 2005

Til hamingju með afmælið Sigrún, ekki það að ég veit að hún kíkir aldrei hérna inn, en kannski dettur einhverjum í hug að senda henni kveðju :) Ætla að njóta þessara fáu daga sem ég á sjálf eftir af 25 ára aldrinum, ferlega skemmtilegt að vera yngstur í vinahópnum :)

Annars gengur allt sinn vanagang hérna, óléttan gengur súpervel allt í blóma bara. Eftir 5 á föstudaginn verð ég búin með síðasta hópverkefnið mitt í HA, þá á ég bara eftir nokkur lítil WebCT próf og lokaverkefnið, hversu ljúft verður það :) :) :) Svo er ég ofboðslega vel gift og bara hamingjusöm út í gegn.