sunnudagur, mars 30, 2003

Ég held að ég sé masókisti, það eru mjög margir hlutir sem mér finnst skemmtilegt að gera en geri næstum því aldrei. Það eru ekki hlutir sem kosta mikla peninga eða neitt, ég er bara svo rosalega fljót að gleyma hversu skemmtilegir mér finnast þeir. Til dæmis að fara á hestbak ég drattaðist á bak í dag með herkjum og fannst alveg hreint brillíant skemmtilegt. Hvernig er hægt að treysta manneskju sem hefur svona lélegan skilning á því hvað henni finnst skemmtilegt til að taka eins stórar ákvarðanir og að skipta um skóla og flytja tímabundið í burtu frá eiginmanninum???? Æi þetta er kannski orðin þreytt lumma hjá mér, allavega er ég orðin þreytt á henni. En það eru nú nokkur atriði þessa dagana sem ég er orðin þreytt á.

Aðeins að taka til í linkasafninu mínu, færa þá sem eru latir við að blogga niður og bæta tveimur við, Sunnu Katrínu krúsíbollu sem var að byrja að blogga í gær og Allý sem var með mér í MA, og hún vill ekki að gamlir menntskælingar heilsi sér, þannig að ég ætla bara að forvitnast um hennar hagi á blogginu.

Mental note to self, ekki fara í g-string nærbuxum á hestbak

Horfði á söngkeppni framhaldskólanna í gær, fannst þetta bara fínt að flestu leiti, nema náttúrulega rafmagnsleysið og kynnarnir. Guð minn almáttugur, ég hef nú bara ekki séð aðra eins fáráðlinga í sjónvarpi. Ætli það hafa ekki verið hringt í þau tveim tímum fyrir útsendingu og þau beðin að sjá um þetta.

Annars er ég að velta því fyrir mér hvort það sé eitthvað annað að gerast í heiminum en íraksstríð og aðalfundur blámanna, allavega ekki samkvæmt mbl.is

laugardagur, mars 29, 2003

Æi ég á svo krúttlega tengdamömmu, takk Ásta mín, það virkaði :)

Shit maður hvað það er dýrt að vera til, sérstaklega erfitt fyrir svona rómantíker eins og mig, sme vill bara lifa eins og hún er vön og vera í skóla og leika sér. Svo er ég æst í að eignast börn, en get varla framlfeytt sjálfri mér hvað þá meira.
Er frekar eitthvað svartsýn í dag, langar að skipta um nám næsta haust, gefa HA pásu og róa á ný mið, en er hrædd við að fara í burtu, hætta í vinnunni og taka frekar stóra áhættu. Þegar ég hugsa rökrétt um hana er hún ekkert sérlega stór en þegar ég hugsa um hana rá mínu persónulega sjónarmiði (sem sagt ekki mjög rökréttu) verð ég skelfingu lostinn. Finnst lang gáfulegast að bíða og halda áfram mínu striki en hef mínus löngun til þess, langar bara að slá þessu öllu upp í kæruleysi. Ég meina common hvenær geri ég þetta ef ekki núna þegar ég er enn barnlaus og á bara pínulítið brot í húsi????
Æi ég veit það ekki, ef vinkona mín væri að ganga í gegnum þetta myndi ég eiga rosalega auðvelt með að gefa henni frábær ráð og allt, en svo lítur þetta frekar mikið öðruvísi út þegar maður á sjálfur í hlut.

föstudagur, mars 28, 2003

Hitti gamla og mjög góða vinkonu mína í gær, sem ég hef verið alltof lítið í sambandi við. En samt töluðum við bara um þau málefni sem liggja mest á okkur, þó við höfum bara hisst í tuttugu mínútur. Maður lærir að koma sér beint að efninu og það er frábært. Mér finnst svo notalegt að eiga svona góðar vinkonur út um allan heim, stundum gleymar maður því í amstri dagsins að maður á í rauninni rosalega góða að sem standa með manni í gegnum súrt og sætt.
Þær vinkonur mínar sem ég umgengst dagsdaglega erú náttúrulega ekki undanskyldar alls ekki, en þær eru meira klettarnir sem ég sé og treysti á, svo eru bara fullt að öðrum klettum í kringum mig sem ég sé ekki fyrir þoku. Smá myndlíking.

Jæja best að drífa sig í tíma og hlusta á lélegar afsakanir um hvers vegna verkefnum er ekki skilað þegar því er lofað.

Bara í tilefni að því að ég var að tala um hversu gagnrýnislausir íslenskir blaðamenn væru, þá eru helstu heimildir þeirra um formúlu umfjöllun um Schumacher og fleiri þýska blaðið Bild. Eða eins og þeir segja mest lesna blaðið í Þýskalandi, ef þeir myndu nenna að taka sér fjórar mínútur til að skoða málið kæmust þeir að því að þetta er séð og heyrt Þýskalands. Ok séð og heyrt er kannski mest lesna blaðið hérlendis en varla mjög áreiðanlegar heimildir er það????

Annars hefur það komið í ljós að við hjónin erum the perfect match, þetta byggist á hávísindalegum könnunum. Ég er Monica og hann er Chandler, what more proof do you need??

miðvikudagur, mars 26, 2003





I'm Monica Gellar-Bing from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.






Var í matarboði um daginn hjá svona frekar heldrimannahjónum, eða hvað maður kallar þetta. En allavega það voru náttúrulega svakaumræður og mjög skemmtilegt, nema við förum að ræða um hvað íslenskir fjölmiðlar og bara stjórnmála menn og almenningur eru rosalega ógagnrýnin.
Það er í rauninni algjör brandari hvað næstum því allar fréttir eru bara copy paste upp úr einhverjum öðrum heimildum án þess einu sinni að pæla í hvernig þær heimildir eru fengnar eða neitt. Til dæmis í sambandi við að við værum bara númer 19 eða eitthvað á heimslista yfir ferskt vatn, nei þá tóku þeir aldrei neitt sýni heldur byggðu þetta á innflutningstölum á efnum sem í flestum löndum er bætt út í vatnið. Var einhver að pæla í þessu nei nei, bara já frægt fólk út í heimi segir þetta og þá hlýtur það að vera satt og rétt. Þetta er náttúrulega bara sjúkleg minnimáttarkend eða eitthvað þaðan af verra sem landinn er haldinn. Eins með fullt af skýrslum og dóti þar sem ekkert er spáð í hvernig þetta er unnið, þó við séum lítil þjóð og stundum heimsk þá hlýtur nú að teljast eðlilegt (sérstaklega af blaðamönnum oþ.h.) að spyrjast fyrir um hvernig upplýsingar eru fengnar, allavega þegar þær eru slæmar.
Þetta kom náttúrulega mjög berlega í ljós í morgun þegar Auður tekur sig til og sendir á nokkra staði upplýsingar um að fyrstu lömbin séu fædd. Það er ekki liðinn klukkutími þá er fréttin komin inn á mbl.is og hún er orðrétt eftir mér. Það var ekkert verið að hafa samband eða neitt, svo reyndar var hringt núna seinni partinn og þeir hjá Mogganum eru fremra núna að taka myndir.

En ætli þetta sé lýsandi fyrir blaðamennsku á Íslandi??? ekki það þetta hentaði mér vel í þetta skiptið og ok þetta er nú ekkert rosaleg alverlegt bara lítil sæt lömb, en maður fer nú aðeins að pæla sko.

þriðjudagur, mars 25, 2003

Sko vorboðarnir haldast í hendur, lömbin og lóan. Maður er bara farinn að syngja vorlög og með sól í hjarta og á vanga.

mánudagur, mars 24, 2003

Lenti í svaka björgunarför áðan. Fór fram eftir til pabba að hjálpa honum að sækja rollu upp í fjall sem hafði orðið afvelta. Hún var greinilega búin að liggja eitthvað því hún haggaði sér ekki, ekki einu sinni eftir að hafa fengið vel af vatnai. Við sem sagt löbbuðum upp í fjall með vatnfötu og hjólbörur, og keyrðum henni svo í þeim niður eftir. Þetta er nú frægðarför út af fyrir sig nema það var líka geggjað rok og snjókoma, þannig að maður var lafmóður og snjóhvítur þegar við komum í hús. En hún vonandi lifir þetta af greyið.
Það var samt skemmtilegt sem gerðist í dag að fyrstu lömbin fæddust hjá okkur, þau eiga nú ekki að fæðast núna en þessi hefur greinilega verið að ganga í október eða einhvern tíman áður en hrútarnir voru teknir úr. Vonandi er hún sú eina bara, en þetta voru tvær voða sætar gimbrar, reyndar villtist önnur undan henni og ærin er eitthvað ósátt við hana en það lagast vonandi fljótt.

Hafðið pælt í því hvað heiminum er stjórnað af bandaríkjamönnum og þeirra skoðunum og gjörðum, engar áhyggjur ég ætla ekkert að fara að tjá mig um stríðið. Fattaði það bara um daginn að "allt í einu" eru hermannaföt geggjað í tísku, er þetta ekki bara mesta tilviljun sem þið hafið heyrt um. Auðvitað eru flest þessi föt keypt frá USA og auðvitað er það þeirra hagur að okkur finnist töff að líta út eins og hermaður, það gerir okkur jákvæðari gagnvart stríðinu.
Þið sem kaupið þessi föt og viljið ekki viðurkenna þetta, sorry en auðvitað verður fólk ánægðara með að sjá hermenn í sjónvarpinu að marsera ef þeir eru eins klæddir og þið.
Þannig að aldrei vanmeta mátt tískunnar, pælið frekar í því hver stjórnar henni??????

sunnudagur, mars 23, 2003

Vá, fyrirlesturinn okkar í gær gekk svo geggjað vel að það var æðislegt. Ég var í skýjunum langt fram eftir kvöldi, komst reyndar að því að þegar maður er svona hátt uppi (opinn og jákvæður) eins og ég var, þá er fallið niður aftur ansi hátt og bratt. En það tók fljótt af og þá kemur maður bara upp aftur.
Það var heilmikil sjálfsskoðun í gangi í dag og þó það komi nú yfirleitt enginn stóri sannleikur í ljós þá hjálpar það manni alltaf að komast áfram. Nokkrir punktar sem ég var að pæla í og gera sjálfri mér betur grein fyrir:
-ég þarf að vera hreinskilnari, bæði við sjálfa mig og aðra, jafnvel þó það falli ekki í góðan jarðveg
-ég þarf að leyfa sjálfri mér að vera stór og fyrirferðamikil og hávaðasöm, það að vera hógvær og óáberandi er ekki það sama og að vera fullorðinn, hef stundum ruglað því saman í gegnum tíðina
-ég þarf að treysta fólki til að virða tilfinningar mínar, það er segja frá því hvers vegna mér líður illa, oftast tekur fólk eftir því að mér líður illa en ég er nú ekki alltaf að flagga ástæðunni
-ég þarf að hlæja meira og hærra út af smærri atriðum, læt stundum eins og það þurfi heilan skemmtiþátt til að fá mig til að brosa, en það tengist því líka að mér finnst það veikleika merki (hjá sjálfri mér) að hafa hátt og þegar ég hlæ þá heyrist það. Systir mín stríddi mér alltaf mikið á því hversu asnalega ég hló, kannski hefur það áhrif ennþá

Þá er tíminn í dag með dr. Sála búinn, það gera fimm þúsund krónur, leggist inn á reikning 7,9,13 hjá Búnaðarbankanum á Akureyri

miðvikudagur, mars 19, 2003

Rosalega er ég fegin að vera flutt heim, þó það sé óvíst hvaða áhrif þetta stríð kemur til með að hafa þá er maður öruggari hérna heima á Fróni. Og ef það reynist svo að maður sé ekkert öruggari hér en úti þá deyr maður allavega heima hjá sér og það þarf ekki að fljúga með líkið hingað, það er ekkert smá dýrt maður.
Nei nei annars veit maður náttúrulega ekkert hvaða áhrif þetta hefur, ekki varð maður svo mjög var við síðasta stríð, nema það var kviknaði aðeins í heima. Man að stríðið byrjaði um morgun einhvern tíman eftir jólin þegar ég var ellefu ára, við áttum ennþá jólaskreytingu sem var ofan á sjónvarpinu og mamma kveikti á henni um morguninn út af stríðinu. Svo vorum við á leiðinni í skólann og mamma og Helga voru niðri (þá bjuggum við sko í Reykholti í Biskupstungum) og þá kviknaði í skreytingunni og hún bræddi aðeins ofan á sjónvarpinu. Það hefur samt alltaf virkað vel og svo árið eftir þegar við fluttum til Hríseyjar og verið var að teppaleggja íbúðina þá teppalagði Ásgeir líka sjónvarpið (teppalagði reyndar dúkkuhúsið okkar líka) þannig að þessi blettur sést aldrei. Svo þegar ég kom í skólann þá sagði ég ekkert frá þessu fyrr en krakkarnir fóru að spyrja af hverjum brunalyktin væri :)
Þannig að það eru nú helstu minningarnar sem ég hef af stríði pabba Bush við Saddam, eina sem ég held að komi út úr þessu stríði annað en hörmungar fyrir írönsku þjóðina er að Buch helsur eða finnst hann vera með stærri typpi.

þriðjudagur, mars 18, 2003

Ég er alltaf að vinna í mínum málum, það er að segja hvað ég ætla að gera þegar ég verð stór, núna er ég að pæla í arkitektúr eða kennara, er séns að reyna að velja á milli ólíkari faga???
Þetta er einn af ókostunum við að verða fullorðinn, maður verður að taka ákvarðanirnar alveg sjálfur og þó maður sé giftur þá verður maður samt að gera það. Allavega í mínu hjónabandi, þar er mikil áhersla lögð á að við séum tveir einstaklingar. Stundum væri ég alveg til í að skríða undir sæng og láta aðra taka ákvarðanirnar fyrir mig. Allavega finnst mér að mínir nánustu ættu að þykjast ætla að taka ákvarðanir fyrir mig, þá myndi ég strax rísa upp og mótmæla úrskurði þeirra.
Hvers vegna var sú hefð að leggjast undir feld lögð niður, mér finnst að ég ætti að fá að liggja undir feldi í nokkra daga og það væri bar anæg ástæða til að mæta ekki í vinnuna og ekki í skólann og þurfa ekki að skila verkefnum.

Það verður yndislegt þegar þessi vika er búin, það er ansi mikið að gera, maður finnur alveg fyrir því að hafa ekkert lært um helgina. Annars er ég alveg geld af hugmyndum til að blogga um þessa dagana.

mánudagur, mars 17, 2003

Held að þetta blogger system sé eitthvað að kokksa. Annars langaði mig bara að koma því á framfæri að mér finnst þeir vinir sem maður heyrir ekki í langa lengi en er alltaf eins og maður hafi hist (hvernig á eiginlega að skrifa þetta fokkings orð) í gær þegar maður hittist. Hitti eina svoleiðis vinkonu mína fyrir sunnan, yndisleg stelpa.

Annars er Auður byrjuð á nýjasta afrekinu sínu, eða því sem kemur til með að verða nýjasta afrekið hennar þegar það er búið. Já hún er nú bara að hekla sér skírnarkjól, eða sko ekki sér heldur tilvonandi guðbörnum og börnum. Ætla bara að eiga hann sjálf en langar samt að Sunna litla verði skírð í honum, aldrei að vita nema hann klárist fyrir þann atburð.

Oh, ég þoli ekki þegar ég er búin að skrifa eitthvað gáfulegt og svo þurrkast það út. Það er fínt að geta skrifað eitthvða gáfulegt hér því ekki gengur það neitt í þessum verkefnum fínum sem ég á að vera að gera.

Er nefnilega ennþá fyrir sunnan í huganum, ekki alveg lent hérna fyrir norðan.

föstudagur, mars 14, 2003

Jæja þá er maður kominn í stórborgina, bara mjög gaman að keyra suður með góðum vinum og tíminn leið ekkert smá hratt.
Ég ennþá brjáluð yfir Bachelor í gær, djöfulls fábjánar á skjá einum að klippa þetta svona í sundur, og passa sig náttúrulega á því að láta engann vita. Kannski þetta sér gott fyrir tveggja daga auglýsingasölu en ímyndin fer alveg í vaskinn. Þeir eru ekki vinir manns heldur óvinir.

Annars er ég á fullu í frænku hlutverkinu, voða gaman að sjá litlu snúlluna og hvað hún er orðin stór á bara nokkrum vikum síðan ég sá hana síðast. Jæja ætla ekki að eyða meira af dýrmætum tíma mínum í þetta, ADIOS í bili.

miðvikudagur, mars 12, 2003

Brjálað að gera í skemmtilegum verkefnum í skólanum, en samt langar mig alltaf inn á milli að naga handlegginn af mér og henda út um gluggann. Bara til að krydda tilveruna, en það væri þá kannski orðið ansi bragðsterkt.

Annars var ég að baka gulrótarköku fyrir lokahóf Bachelors á morgun, já já við erum með klúbb og alle græjer. Ég óttast að Brooke vinni en vona að það sé Helene.

þriðjudagur, mars 11, 2003

Stundum er erfitt að lifa í sátt og samlyndi við alla, en kannski er það ekki tilgangurinn???

mánudagur, mars 10, 2003

Hræðsla er fyndið fyrirbæri, núna þegar ég er um það bil að fara að snúa lífi mínu 180° þá er ég dauðskelkkuð. Ég er skíthrædd um að vera að gera mistök, ég er dauðhrædd um að vera ekki góð í því sem mig langar til að gera, ég er dauðhrædd um ýmislegt sem ég var ekki hrædd við áður, allavega ekki í minningunni. En maður er fljótur ða gleyma og ég veit ég verð fljót að gleyma þessari ógleði sem er að hrjá mig núna, vandamálið er ða mig langar að leggja allt frá mér sem ég hef verið að gera í skólanum og hlaupa eins og fætur toga. En ég þarf að gefa sjálfri mér færi á að fatta breytingarnar sem eru að verða og að fatta að næstu vikur eru hluti af leiðinni þangað. Kannski er ég að mikla þetta allt fyrir mér en svona getur þetta verið. Ég vildi samt óska að ég fengi aðeins meiri tíma áður en ég þyrfti að gera þessi milljón verkenfi sem ég þarf að gera, en illu er best aflokið og það er ekkert betra að stinga höfðinu í sandinn.

Life here I come

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Aðalsmerki mitt er sköpunargleði, með henni ætla ég mér að sigra heiminn og þá aðallega sjálfa mig. Mér er sagt að um leið og ég get farið að láta sköpunargleðina en ekki skynsemina stjórna mér, þá geti ég orðið ólétt. Hef sem sagt verið að reyna í smá tíma en ekki gengið, hef aðeins leyft því að komast inn á sálina hjá mér, en hér með er það útskúfað. Þarf bara að leyfa ánni minni að fljóta í farveginum sínum og hætta að stoppa hana og þá kemur þetta allt af sjálfu sér. Það er náttúrulega hámark sköpunarinnar að geta barn, þannig að ég hef allt að vinna og engu að tapa.

Jæja nú er raunveruleikinn virkilega að banka á dyrnar. Ég hef verið í mikilli afneitun gagnvart sjálfri mér, það er að segja gagnvart því hver ég er og hvers ég þarfnast í lífinu. Ég hef ekki verið að tengjast tilgangi mínum og hlutverki nægilega vel, ég hef verið að gera það sem umhverfið ætlast til af mér (ég sjálf meðtalin) en ekki það sem ég í raun og veru vill. Til dæmis hata ég þetta nám sem ég er í, mér finnst það leiðinlegt og ekki gefandi, þó ég sé með fínar einkunnir þá er ég ekki að leggja nærri því nógu mikið á mig. Ok hljómar kannski skringilega fyrir sumum en ég þarfnast þess að hafa fyrir hlutunum, fæ alveg nóg af þeim upp í hendurnar án fyrirhafnar. Ég þarf að finna hvað það er sem gefur mér þann kraft og nenni sem mamma og Óskar hafa í sínu námi. Fékk að vísu góðar vísbendingar um hvað það væri í dag, en þarf að ganga betur út skugga um það.
Þannig að í dag hefur verið tekin stór ákvörðun, það er að vera bara í hálfu starfi í sumar, þeir sem þekkja mig gera sér grein fyrir stærð þessarar ákvörðunar. Ég ætla að fara að leita, leita að ýmsu en þó aðallega tengingu.
Einnig áttaði ég mig á dálitlu í dag og það er að mér finnst ég hafa misst rosalega góðan vin, eiginlega far mér búið að finnast það lengi en í dag fattaði ég hvers vegna og hvert ég missti hann. Núna þarf ég að reyna að finna leið til hans aftur, finna þráð á milli okkar sem gefur okkur báðum eitthvað.

Ég veit ég er skelfilega háfleyg en that´s who I am.

sunnudagur, mars 09, 2003

OK ég er nú ekkert sérstaklega fyrir það að breyta hegðun minni í kringum "frægt" fólk. Man þegar tengdamamma (þessi elska) var að hitta móðursystur mína í fyrsta skipti, þá varð hún svo furðuleg að ég skildi ekki neitt í neinu, en komst svo að því að hún fór hjá sér af því Helga frænka er frekar þekkt kona. Mér finnst ég alltaf vera sjálf svo merkileg og ekki að einhverjir sem hafa nokkrum sinnum verið í sjónvarpinu sé neitt merkilegri en ég. Til dæmis hélt ég nú bara áfram að dilla mér á barnum (þegar fór að fá mér vatn nota bene) þó að Gísli Marteinn stæði við hliðina á mér.
En sem sagt tilgangurinn með þessari romsu er sá að núna hef ég fengið nýja sýn á þetta og finn að mér finnst pínu merkilegt að "frægt" fólk viti af mér.
Kannski snýst þetta bara um að fyrir mér er Helga bara frænka mín og Gísli Marteinn asni. Kannski verð ég að bera virðingu fyrir fólkinu, eða allavega finnst það hot til að finna fyrir þessu.

HASH(0x86f7664)
You are Jack the Ripper. Yours were some of the
most brutal murders recorded in history--yet
your case is still to this day unsolved. You
came from out of the fog, killed violently and
quickly and disappeared without a trace. Then
for no apparent reason, you satisfy your blood
lust with ever-increasing ferocity, culminating
in the near destruction of your final victim,
and then you vanish from the scene forever. The
perfect ingredients for the perennial thriller.
You are quite the mysteriously demented?


Which Imfamous criminal are you?
brought to you by Quizilla

ÉG HATA STAFNBÚA, það eina sem pirrar mig meira en þeir er að þeir vilja vera pirrandi og ég er að láta það eftir þeim.
Annars var bara fínt á árshátíðinni í gær, allir bara ágætlega skemmtilegir og fínt.

Mig langar suður næstu helgi, er ekki einhver sem langar að splæsa fari á mig??????

fimmtudagur, mars 06, 2003

Tíminn gjörsamlega flýgur maður, rosamikið skemmtilegt að gera. Ef einhver var búin að vera að velta því fyrir sér hvort ég ætlaði virkilega bara að vera í hálfu starfi sumar þá er það mikill misskilingur. Í gær voru mér boðnar tvær vinnur, sem er nú ekki amalegt miðað við ástandið í dag. Er búin að segja já við annarri (verður geggjað Eva) sem á samt eiginlega eftir að koma í ljós hvort verður ekki örugglega. Ætla allavega að reyna að halda hinu opnu eitthvað áfram, kemur annars allt í ljós.

Annars er ég bara frekar ánægð með lífið og tilveruna þessa dagana. Gaman að hafa nóg að gera en samt ekki svo mikið að mann langi ekki fram úr á morgnanna.

Svo er árshátíðin á morgun, það verður stuð, fæ að fara fyrr úr vinnunni til að hitta stelpurnar og gera okkur fínar og sætar. Er eiginlega mjög forvitin að komast að því hvernig þessi dagskrá verður, með Gísla Martein, Loga Bergmann og Jóhannesi í Bónus. Og svo Írafár með stolna júróvisíon lagið kannski???

Í sambandi við það þá togast sjónarmið mín á, mér finnst ekki að við eigum að hætta á að vera vísað úr keppni fyri að vera með stolið lag, en ég vil heldur ekki að Botnleðja verði fulltrúi okkar, það segi ég alveg satt. Ok kannski fordómar en Júróvisíon er kannski eina andlit Íslands sem fullt af fólki út í heimi sér og þá vil ég nú helst ekki að það sé Botnleðja. Eigum nú við fullt af ímyndarvandamálum að stríða nú þegar sko.

þriðjudagur, mars 04, 2003

Einn af þessum busý dögum, er búin að vera á fullu síðan klukkan átta í morgun og er að fara að sofa. Góða nótt allir og látið ykkur dreyma vel.

sunnudagur, mars 02, 2003

Hendur mínar hafa augljóslega töframátt, allavega er Steina og Ingu fædd lítil stelpa, jafnlöng og Sunna en aðeins þyngri.

laugardagur, mars 01, 2003

Það er svo yndislegt hvað litlir hlutir geta glatt mann, núna til dæmis er ég geggjað glöð af því ég mundi eftir því að ég á gallabuxur sem ég get farið í, er sko að fara út með Þórdísi vinkonu minni. OK flestum finnst þetta ekkert merkilegt en ég má ekki vera í gallabuxum í vinnunni og þess vegna eru mínar búnar að vera út í horni síðustu tvær vikur (samt á stól sko ekki í hrúgu á gólfinu) og ég er svo einföld að ef ég sé ekki hlutina þá gleymi ég að þeir séu til. EN svo myndi ég eftir þeim rétt í þessu og það gladdi mitt litla hjarta.
Ein fékk ég senda geggjað krúttlega mynd af sjálfri mér, síðan ég var ung (allavega heitir hún auðurunga)(eða eiginlega fékk Óskar hana senda) og ég er svo ung þarna og sæt að það er órtúlegt, síðan ég var 18 og við Óskar vorum að byrja saman. En ég lít eiginlega út fyrir að vera 15 eða eitthvað, enda sagði Óskar þegar hann sá myndina, nei glætan að ég hafi verið með svona ungri stelpu, he he það var that innósent lúkk sem hann féll fyrir. Takk Börkur minn, þú ert svo mikil dúlla.

Ok verð að stela bloggi frá mömmunni, hún er að tala um að það hlóti að vera til önnur tilverustig en þetta hér, eða allavega fleiri en eitt líf. Þetta byggir hún á því að litla stelpan hennar grætur í svefni og ekkert svona svengdar pirringsgráti heldur sorg. Og hvaðan ætti barnið að þekkja sorg??? náttúrulega af fyrri reynslu, sem þessi litlu kríli eru miklu tengdari er við fullorðna pakkið. Erum búin að bæla alla einlægni og hreinskilni niður því við höfum svo miklar áhyggjur af hvað fólki í kringum okkur finnst.
Börn eru yndisleg og kenna manni greinilega enn fleiri hluti en ég átti von á, og þó er ég nú búin að pæla í þessu mjög lengi.

Ég elska helgar, þó það sé eiginlega alveg eins mikið að gera hjá manni, þá samt eru þær afslappandi og skemmtilegar. Vorum að spilal Party og Co í gær, mjög gaman en helst til langdregið. Þar hitti ég stelpu, eða par réttara sagt, sem ég á líklega ekki eftir að sjá aftur fyrr en þau eru orðnir foreldarar. Ekki að það sé svo langt í að ég sjái þau heldur er svo stutt í að hún eigi að leggjast inn.
Held að þau eigi eftir að verða mjög góðir foreldrar og hlakka til að kynnast þeirri hlið á þeim. Svo er spennandi að það sé loksins að koma barn í nánasta vinahópinn, þetta er samt bara upphafið af bylgjunni. Veit að það styttist í fleiri og þá líka slatta af þeim, vonandi allavega.

Annars var einu sinni verið að giska á hverjir í 4G yrðu fyrstir með börn og svona, þá átti nú Dagný að vera fyrst og svo ég, þannig að ég bíð alltaf eftir að hún byrji, svo ætla ég að fylgja í kjölfarið. Annars man ég nú ekki röðina, en held í alvöru ekki að Huginn hafi verið fyrstur af strákunum, en gaman að láta koma sér á óvart. Sá hann einmitt í sjónvarpinu áðan að DREPAST úr leiðindum á þingi hjá vinstri grænum.