föstudagur, febrúar 27, 2004

Vá hvað það var gaman í gærkvöldi, Bachelorklúbburinn klikkar bara ekki, spiluðum smá actionary (þar sem undirrituð kicked ass) drukkum rauðvín kjöftuðum, geðveikt og bara gaman og besti parturinn var að í morgun var ég varla þunn, rétt svona fann fyrir því að ég hafði verið eitthvað að drekka í gær en ekki bara dauðinn á næsta leiti eins og stundum.
Svo fór ég áðan að tala við mann út vinnu, hann var rosalega almennilegur og svona en gat ekki lofað mér neina ætlar bara að hafa samband ef eitthvað poppar upp. Þannig að ég var rosa ánægð með það samtal, hann líka gaf sér svaka tíma til að spjalla við mig og var að segja mér frá vinnustaðnum og sínu námi og bara mjög fínn gaur.
En núna ætla ég að drífa mig að ryksuga eitthvað af þessum hundahárum á neðri hæðinni og fara svo að hitta Ingu sætu og Margréti litlu.

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Jæja þá er maður komin norður yfir heiðar einu sinni en, það er nú óvenjulangt síðan ég var hérna síðast, eða 3 vikur.
En á leiðinni í gær áttum við hjónin maraþon samræður svo ekki sé nú meira sagt, það nefnilega hafa verið að hlaðast upp ýmis mál sem þurfti að ræða og það getur nú bara verið í meira lagi erfitt að koma því öllu frá sér. En um leið þá græðir maður alveg helling á því, ég er t.d. þannig að þegar ég er að tala þá segji ég oft hluti miklu betur en ég hef verið búin að hugsa þá, æi þetta er nú frekar óskiljanlegt en til dæmis í gær þá var ég eitthvað geðveikt að tala og þá valt upp úr mér atriði sem ég hafði bara alls ekki áttað mig á, allavega ekki til að setja í orð. Ég sem sagt áttaði mig á því að fasti punkturinn í tilverunni minni er hjónabandið mitt, ok kannski finnst fólki þetta ekkert merkilegt, en flestir eiga sér fasta punkta á einhverjum ákveðnum stöðum, t.d. æskuheimilum eða bæjarfélögum eða einhverju svoleiðis. En ég hef alltaf flutt mikið og aldrei verið bundin neinum stað þannig og þessi tilfinning að hjónabandið sé fasti punkturinn minn veldur því líka að ég leyfi mér ALDREI að hugsa um skilnað, það er bara ekki option (miðað við að hann haldi ekki framhjá eða eitthvað svoleiðis) þannig að ef það koma upp vandamál er ALLTAF fyrsta hugsunin mín hvernig leysum við þau.
Það hefur sem betur fer gengið rosalega vel hingað til, í þessi bráðum 7 ár, og ég efast ekkert um að það haldi áfram að gera það, en mér leið geggjað vel af að fatta þetta, stundum veit maður hluti en fattar þá ekki. Ég get hugsað mér að gera hvað sem er, búa hvar sem er og við hvaða aðstæður sem er meðan hjónabandið mitt er í lagi og að átta mig á því að það er top priority er bara helvíti ljúft. Þannig að Auður er bara nokkuð góð með sig í dag hvað þetta varðar.
En svo eru náttúrulega ýmis önnur atriði sem henni finnst fokking ósanngjörn, t.d. það að annað brjóstið á mér er tekið upp á því að minnka, við erum ekkert að grínast með þetta ég held að bráðum þurfi ég að fara að fá mér brjóstahaldara með sitthvorri skálastærðinni. Og mín er alveg mega fúl yfir þessu, það var alltaf the up side af því að hafa fitnað að nú væri ég með almennileg brjóst, nei þá þarf annað þeirra endilega að fara að minnka, veit ekki hvort mér á að finnast það skárra en að bæði minnki eða hvað.

Ég er að fara í Bachelor klúbbinn minn í kvöld, sem verður geggjað gaman, vorum að kaupa rauðvín áðan og það verða líka ostar og allt maður, þannig að það verður MJÖG ljúft.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Ansi er maður tussulegur í dag, eftir heljarinnar mjög skemmtilegt djamm í gær er maður frekar eftir sig. Fórum á Tapasbarinn sem er í kjallaranum á gamla Hlaðvarpanum (sem ég átti hlutabréf í by the way) það var bara helvíti fínt, reyndar leið næstum því yfir mig þegar ég fattaði hvað kanna af sangría kostaði en what the hell hún var djöfull góð.
Þetta partý var bara mjög heppnað þó karíókíið hafa kannski ekki alveg verið nógu mikið notað. Fyndið að þarna var fólk úr ótrúlega ólíkum áttum en samt tengdist það geggjað sitt á hvað, það er alltaf gaman að því.

Ég er alveg ofboðslega ástfangin þessa dagana, það er kosturinn við að vera svona í sundur og sakna hvors annars mikið, en maður kann betur að meta þann tíma sem maður hefur þegar maður getur ekki gengið útfrá honum sem vísum.

Á eftir fer fyrsta bloggið hans Óskars Dags;

.gvbnm,bvcxzwethjkl.ihszsÓSKAR
ÓSKAR DAGUR MARTEINSSON

föstudagur, febrúar 20, 2004

Það er fyndið hvernig fólk sem maður kynnist í gegnum lífið sitt hefur mismunandi áhrif á mann og eins hversu mikið samband maður hefur við það, svona on daily basis. Til dæmis varð mér hugsað tið gamallar vinkonu minnar sem ég hef kannski aldrei haft mikið samband við en var á tímabili mjög mikilvæg manneskja í lífi mínu og hefur haft mikil áhrif á það allavega eftir á að hyggja. Við höfum ekki haft mikið samband síðustu árin , málin bara einhvern vegin þróuðust þannig, en núna áðan sendi ég henni meil og fannst eins og ég hefði sent henni meil bara í síðustu viku. Sumir eru einhvern vegin þannig týpur að manni finnst maður geta treyst þeim fyrir lífi sínu þó þar hafi ekki verið partur af því í einhvern tíma. Æi ég veit ekkert hvað ég er að röfla, er bara að reyna að segja að maður á marga hauka í horni þó maður átti sig ekki alltaf á því dags daglega og maður er mjög heppinn að geta þótt vænt um fólk þó maður sé í litlu sambandi við það.
Ég á mjög mikið af svoleiðis vinum, sem ég hef lítið samband við en þykir óendanlega vænt um og hugsa mjög oft til, það myndi vera rosa fínt ef maður fengi alltaf smá hugskeyti þegar einhver hugsaði fallega til manns, það myndi örugglega koma manni á óvart hversu oft ólíklegasta fólki verður hugsað til manns og ég myndi gjarnan vilja að fólk sem ég hugsa oft til vissi af því, því það eru örugglega margir sem halda að ég sé löngu búin að gleyma þeim.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Djöfull er þetta fyndið, Bachelorette brúðkaupinu lýst eins og beinni útsendingu af einhverjum íþróttaleik, það er ekki nóg að hafa einn að segja frá heldur þarf að vera með sitt hvorn "fréttamanninn" fyrir hann og hana, allt mjög fyndin klysja.

Hlakka hrikalega til helgarinnar, Skari minn heittelskaði kemur í bæinn á morgun og ég er að fara að vinna skemmtilegt verkefni á morgun og laugardaginn og svo er rokna partý á laugardaginn og ferð í Bláa Lónið og út að borða og bara mjög gaman allt saman. Er bara nokkuð sátt þessa dagana miðað við að það er miður febrúar og grenjandi rigning og ógeð.

Það er alveg brjálað að gera í skólanum núna og fólk alveg mis ánægt með það, en svoleiðis er nú bara það. Alveg ótrúlegt hvað fullorðið fólk getur verið eins og smábörn og bara vilja láta mata sig, nei það er ekki hægt að gera hin og þess verkefnin sem krefjast mikillar vinnu af því það eru próf eftir 2 VIKUR!!!! Ef þið hefðuð hlussast til að hegða ykkur iens og ábyrgir einstaklingar og lesið jafnóðum (eins og neðangreind, þó það komi málinu ekki við) þá væri þetta ekki svona skelfilegt og hræðilegt allt. Ég kom nú minni skoðun á framfæri áðan um að ég kæri mig ekki um að lélegur árgangur frá Hvanneyri komi til með að eyðileggja það sem hefði getað orðið fínt samstarf milli okkar og Listaháskólans, sem by the way virkar ekkert smá vel á mig. Erum búin að vera þar í morgun og mórallinn virðist vera algjör snilld, er alltaf að fýla þessar listaspírur betur og betur ;)
Jæja back to work, er að leita að eins miklu efni og ég get um náttúrufar o.þ.h. í Borgarfirði á þjóðarbókhlöðunni.

laugardagur, febrúar 14, 2004

Ég er búin að þræða Kringluna geðveikt í gær og aðeins í dag, er þokkalega að slá litlu systur minni við (og hún er krónískur kaupari) Við erum að tala ég dró hana búða á milli og sýndi henni alla flottustu kjólana og allt maður. Og ég keypti mér líka geggjaðan skutlu kjól og belti og gloss og valentínusargjöf handa mínum heittelskaða(þó hann fái hana ekki fyrr en næstu helgi).

Ég er að blogga á nýja lappann hennar tengdamömmu og það er að gera mig geðveika, spacetakkinn er eitthvað lélegur og það kemur ekkert bil og ég má sko ekki vera að því að gera þetta bévítansdrasl alltaf uml eið. Ok þessu er ég sko ekki að nenna, þið heyrið bara betur frá mér seinna. Er að fara að passa litlu dísina í kvöld eftir að vera búin að eta steik hjá tengdó.

Skrapp aðeins í Mosó með ömmu og afa, að skoða nýja húsið hjá bróður hans pabba,geggjað flott hús, fyndið samt að sjáað öll amerísku hútgögnin þeirra eru eins og tveimur númerum of stór fyrir íbúðina.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Ég hélt ég myndi drepast úr hlátri þegar ég sá Ríkey mömmu Ruthar í Íslandi í dag eins og Andrés Önd eftir einhverjar strekkingar og læti, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, þó þær hafi víst lítið talast við síðustu árin. Mjög fyndið líka að lýtalaæknirinn hennar Ruthar sé bara hættur við öll herlegheitin.

Mér fannst ég voða fræg í gær þegar ég fletti milli RÚV og Skjásins, þekkti tvo aðila á báðum stöðvum, mjög fyndið, Inga sæta var svo fullorðinsleg.
Fékk líka mjög skemmtilegt símtal í gær þar sem verið var að bjóða mér í partý og vonandi ægilegt afmælisgeym næstu helgi og meira að segja Skari minn gamli ætlar að mæta mjög gaman. Langt síðan maður hefur djammað að einhverju viti með þessu liði.

Annars er ég bara í nokkuð góðum gír, er að fara suður á eftir þegar ég er búinn að gera einhverja bæklingsdruslu og það verður ljúft. Getur verið að mígreni sé smitandi? Sambýliskonan mín var með svoleiðis í morgun og nú er ég komin með það líka.
Svo fékk ég góðar fréttir útaf starfsnámi fyrir norðan í vor, sem væri alveg geðveikt, ekki já en heldur ekki nei og hann vill hitta mig in person sem þýðir náttúrulega bara að hann ræður mig ;) Það væri fínt að koma sér aðeins einhvers staðar inn, þó ekki væri nema bara til að kynna sér málið og svona.

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Búin að setja nafn á litlu sætu Jóhannesdótturina, þar sem hún er búin að fá nafn, Ragna Huld ekkert minna, mjög fallegt.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Smá pæling, ætli það sé hægt að lesa bloggið mitt hraðar en ég skrifa það? Einn diggur lesandi var nefnilega búinn að commenta á bloggið áður en ég áttaði mig á að vera búin að birta það, mjög gaman að því ;) Núna er ég samt farin að fá mér eitthvað í skoltinn (gogginn er bara of pent fyrir hvað ég er svöng).

Hvernig er það Þóra er búið að leggja útvarp kántrýbæ niður? Ég er alltaf að leita og leita á leiðinni en hef ekki heyrt í honum vini mínum mjög lengi núna finnst mér, reyndar er útvarpið mitt með eindæmum lélegt að finna rásirnar stundum en samt.

Ah ha ha ha ha ha, sit hérna í tölvustofu LBH (með öllum 10 tölvunum) og hvar annars staðar myndi mæta stráklingur inn um dyrnar í bol merktum xB 2002 ???? alveg hrikalega fyndið og skemmtilegt þetta sveitalið ;)

Getur maður hugsað sér að byggja sér hús? þessi spurning kom upp í gær og liggur núna ansi þungt á okkur hjónum. Ég hét mér því sem barn að byggja mér aldrei, en mér er sagt að það sé þroskamerki að skipta um skoðun. Kemur í ljós það er margir kostir og einhverjir gallar líka. En for the time being ætla ég heim að leggja mig og eta, er geggjað þreytt og geggjað svöng.

föstudagur, febrúar 06, 2004

Í sambandi við Dabba og Óla, er það djók að þetta séu tveir valdamestu menn landsins??? Ég hef unnið nokkra mánuði á leikskóla en fannst það alveg nóg á sínum tíma, frekar fúlt að vera að lenda í einhverjum sandkassaleik í fjölmiðlunum aftur núna. Eftir að Óli blammeraði sig með því að hringja vælandi í fjölmiðla hefði verið svo ótrúlega auðvelt fyrir Dabba (eða bara hvern sem er í ríkistjórninni) að vera "the bigger person" en núna er Óli vælukjói bara að koma nokkuð vel út úr þessu af því Dabbi og Dóri Blö fóru alveg með það.

Annað úr því við erum að tala um pólitíkina, hvernig fer fólk eiginlega að því að vera flokksbundið? ég get ekki ímyndað mér að binda mig við skoðun einhvers flokks (ekki að það sé eitthvað þannig en samt). Ef maður er flokksbundin erum við þá ekki að tala um að maður eigi að vera allavega nokkurn veginn sammála um flest málefni? ég er nú með ansi miklar skoðanir á ansi mörgum hlutum (held bara næstum öllum) en ég get samt ekki séð að þær passi með einhverjum einum flokki, reyndar hef ég ekki kynnt mér stefnurnar eitthvað ítarleg en samt man maður nú slatta síðan í kosningunum. Ef mann langar að verða pólitíkus er víst aðeins betra að vita í hvaða flokk maður vill ganga, nema eins og sumir sem skipta nú bara um flokka eftir því hvað kemur þeim á þing og auðvitað er það kannski ekki svo galið eftir því sem maður hugsar meira um það, ef manni finnst maður hafa eitthvað mikið að færa og skoðanirnar eru einhvers staðar á mörkum flokkanna.

Vá æðislegt vetrarveður hérna úti núna, var að koma úr bíói og sá ekki rass á leiðinni heim, keyrði eftir minni og sem betur var engin umferð á móti.
Ótrúlega fyndið alltaf þegar ég blogga copya ég textann bara rétt á meðan ég er að sjá hvort þetta publishist ekki örugglega og ég hef aldrei þurft að nota það, svo núna áðan var ég að blogga um Óla grís og Dabba drullusokk en gaf mér ekki tíma til að copy fyrst og þá náttúrulega datt allt út, alveg ótrúlega týpískt.

Ég sem sagt skellti mér bara í bíó, kallinn að spila einhvern ægilegan tölvuleik með fullt af liði (=strákar) og ekkert í spilunum þannig að ég fór bara að sjá Somethings gotta give, alveg ágætisafþreying en ekki 800 kr. virði finnst mér. Krúttlegt samt að sjá ástarsögu með "gömlu" fólki en ekki alltaf einnhverjum klipptum úr tískublöðum.

Átti rosagóða kvöldstund í gær með gömlum skólasystrum (vantaði samt eina) sátum langt fram á kvöld við að kjafta og bara gaman. Það var alveg orðið tímabært að hittast og kjafta og svona, það er eitthvað við svona almenn mannleg samskipti sem bara gefur mér geðveikan kraft og fyllingu, ég veit ekkert betra (allavega sem Óskar minn kemur ekki nálægt) en að sitja og kjafta um heima og geyma, skiptast á skoðunum og átta mig á fólki og svona, þannig að ég fékk mjög fínan skammt í gær.

Svo er ég búin að hitta prinsessurnar úr Grímsey bæði í dag og í gær, voðalega gaman að sjá stóru fjölskylduna bara í rólegheitunum og að hafa það gott hérna í landi. Það var orðið alltof langt síðan maður hafði hitt þau svona í rólegheitunum.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004


How evil are you?

Þetta er nú meira snjóaríkið hérna á norðurlandinu, það er búinn að falla meiri snjór síðan ég kom á mánudaginn en fyrir sunnan síðan ég byrjaði í skólanum í haust, mér finnst þetta voða rómó og notalegt, fyrir utan lætin í moksturstækjunum.
Annars fór ég á myndi í gær í boði HA og þetta var nú bara hin svæsnasta klámmynd, ok kannski ekki svæsnasta en miðað við að sitja í bíósal þar sem maður þekkti eða allavega kannaðist við anna hvern þá fannst mér þetta alveg ágætlega svæsin mynd. Ég hef nú verið að velta því fyrir mér hvort FSHA hafi verið farið að finnast andrúmloftið helst til "þurrt" í skólanum og vilja breyta því, allavega eina kvöld stund!! Allavega var ég komin í roknastuð þegar ég labbaði út ;)

Svo er Bachelorklúbbur í kvöld, þar sem fylgst verður með brúðkaupi Trustu og Ryan, þetta er náttúrulega löngu hætt að snúast um hvað er í sjónvarpinu og bara orðin hefð, ég er einmitt búin að ákveða hvað ég ætla að hafa með að borða og bara skemmtilegt. Það er svo voða notalegt að hittast annars lagið og kjafta og láta eins og maður sé ennþá bara í skólanum að dúlla sér, sem ég er náttúrulega ennþá en ekki hinar, he he.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Bætti Önnu Lilju við tenglanna hjá mér, skil bara ekkert í því að hafa ekki fyrir löngu verið búin að fatta þessa síðu, svona getur fattarinn verið langur stundum.

Já maður skellti sér bara snemma norður þessa vikuna, um að gera að lif lífinu bara, var eitthvað frekar down og miður mín og vantaði smá Skara skammt. Er búin að hafa það geggjað gott í dag, kjafta og bara dúlla mér, fyrir utan að við rústuðum stofunni og löguðum hana aftur miklu flottari og betri, alltaf gaman að breyta aðeins til.
Ætlaði að vera geðveikt duglega hérna fyrir norðan úr því ég hef næstum alla vikuna en tíminn er skrambi fljótur að líða, langar samt allavega að reyna að hitta fólk útaf því hvort ég fái að fara í starfsþjálfun hérna fyrir norðan, það væri alveg geðveikt.
Annars verð ég að fara að leggja mig, gamla konan er alveg búin eftir erfiðan dag ;) Já og by the way til hamingju með erfingjan Svanberg og Lilja, voða sætur.

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Rosalega er ég að eiga marga góða daga í röð hérna í borg óttans, er eiginlega bara alveg hætt að vera hrædd við þessa borg eftir alla þessu góðu daga. Er búin að vera á útopnu síðan fyrir 10 í morgun, búin að þræða flestar búðir bæjarins í ofboðslega góðum félagsskap og endaði svo kvöldið bara á fylleríi með tengdamömmu og hennar "hyski", geðsjúklega gaman, þorrablót og allur pakkinn er miklu ánægðari með þetta en að vera að drösla mér á eitthvað geym í dalnum þar sem maður passar hvort eð er hvergi inn í. En allavega bestu kveðjur Auði hérna í Kópavogi í geggjuðu stuði og rétt aðeins í því (allt of langt síðan það gerðist).