sunnudagur, nóvember 30, 2003

En hrikalega fyndið að skoða hvernig fólk hefur svarað prófinu um mig, ég viðurkenni það að sumar spurningarnar eru ekki mjög góðar að því leitinu til að það er ekkert eitt rétt svar, en vá Stína fína þú færð tíu stig fyrir að vita svona margt um mig, ekki einu sinni skari gamli vissi þetta allt.
Annars var ég í bíó áðan á Love actually, held það hafi verið frumsýning eða eitthvað, hún er allavega fín, algjör kellingamynd og pínu ruglingsleg stundum en samt mjög góð. Mér finnst tribjútið til flugvalla og allra tilfinningana sem þar myndast mjög töff. Hef sjálf oft verið í þessari aðstöðu að vera að grenja af gleði eða sorg á flugvöllum.

Ég er búin að pakka inn fyrstu jólagjöfinni, já ég veit það er nokkuð snemmt, en ég þarf að skila einhverjum af mér áður en ég kem norður aftur 12. des. þannig að það er eins gott að vera búin með herlegheitin. Ég nefnilega reyni yfirleitt að gera sjálf sem mest af mínu gjöfum og í ár er engin undantekning, nema síður sé (fyrir utan árið með krönsunum) er t.d. að gera geggjað flottar smábarnagjafir, hugmyndinni reyndar stolið úr friends en það er sama hvaðan gott kemur er það ekki?

föstudagur, nóvember 28, 2003

Annars er ég bara í góðum gír, komin heim til mín og nokkuð róleg helgi framundan, afmælisgjöfin mín sló að sjálfsögðu í gegn. Gaf skara gamla gullfisk í litlu búri til að hafa inn í herbergi hjá sér, voða sætur og gaman að fylgjast með honum.

Ég stal þessri hugmynd frá Þóru minni, sendi nokkrum þetta próf um hversu vel fólk þekkir mig, en grunar að það séu kannski einhverjir sem lesa síðuna sem hefðu gaman að þessu, fyrir utan hvað egóistinn ég hef gaman að þessu


Take my Quiz on QuizYourFriends.com!

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Svo ætla ég að taka forskot á sæluna og óska mínum heittelskaða yndislega manni til hamingju með afmælið, hann er alltaf jafn ungur í mínum huga þó árin segi annað með tímanum.

Agalega er ég fegin að vera komin á vetrardekkin, þó ég hafi ekki keyrt á nagladekkjum í 4 ára eða eitthvað og haldi í prinsipinu ekki að þau geri neitt gagn þá samt fann ég fyrir meiri öryggistilfinningu þeirra vegna. Fór upp á Hvanneyri í dag í tíma og kom svo aftur í bæinn og það var frekar mikil hálka sko og for the record þá keyrði ég bara á 60 á tímabili þrátt fyrir þessa auknu/fölsku öryggistilfinningu.
Ef manni finnst maður vera skilin útundan er það áunnin tilfinning, í þeim skilningi að óháð aðstæðum þá vaknar hún, er hún vegna þess að maður gefur ekki færi á sér eða er maður einfaldlega bara skilin útundan?

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Yfirleitt eru fyrstu dagarnir mínir í tíðahringnum frekar leiðinlegir, ég verð pínu þunglynd og vonlaus eitthvað, en það virðist hafa rosalega góð áhrif á mig að umgangast hana Sunnu Bunnu á þeim tíma sem öðrum, ég er allavega bara ótrúlega róleg núna og í miklu jafnvægi. Þó ég verði sjálf ekki strax mamma þá hef ég alveg frábært tækifæri til að taka þátt í lífi litla engilsins, sem ég er gjörsamlega ástfangin af og sé ekki sólina fyrir. Verst hvað ég er öll meyr og langar bara að halda alltaf á henni, tími varla að fara að leggja hana inn á kvöldin af því það er svo notalegt að halda á henni sofandi. svo er hún svo yndisleg, skýr og skemmtileg og brosmild og bara skrilljón fleiri lýsingarorð, helst myndi ég vilja ekkert þurfa að sofa svo ég gæti bara horft á hana og fylgst með henni bylta sér og hlustað á hana anda, mér finnst ég bara eiga í henni hvert bein. Það er líka allt mömmu hennar og pabba að þakka fyrir að leyfa mér að taka svona mikinn þátt í lífinu þeirra, einhverjir væru örugglega orðnir brjálaðir af að hafa gamla frænku alltaf yfir sér. Ég veit þetta er geðveikt væmið og allt en mér finnst það gott, það er bara svo gott að geta tjáð sig um hlutina, sérstaklega þegar þeir eru svona yndislegir. Bara þúsund milljón skrilljón þakkir til litlu fjölskyldunnar fyrir að vera til og leyfa mér að vera hjá þeim, án þeirra væri ég ekki að meika þetta allt saman. Ég elska ykkur.

föstudagur, nóvember 21, 2003

Fyrir jólin verð ég alltaf voðalega melankolísk (veit ekkert hvernig á að skrifa þetta, viðkvæm á þetta að þýða held ég) t.d. get ég ekki hlustað á jólalög eða horft á sorglegar myndir eða neitt, genga bara um með tárin í augunum út af engu, sem að mínu mati er samt allt. Ég fer alltaf að hugsa um alla sem hafa það ekki eins gott og ég og búa við einhverja sorg og svona, svo hef ég allraf extra miklar áhyggjur af því að missa fólk sem mér þykir vænt um, mamma er reyndar með kenningu um það og ég hugsa bara að hún hafi rétt fyrir sér.
Annars er ég búin að eiga dýrðardag með henni Sunnu litlu, kíktum á sveitta hjólbarðakarla, sem voru eiginlega ennþá súrari en þeir voru sveittir en þeir gerðu mér fínan díl þannig að ég er bara sátt. Svo kíktum við á ömmu og afa líka, gamli fauskurinn er samur við sig en samt þykir manni nú alltaf jafnvænt um garminn.
Við systurnar horfðum saman á Bachelor í gær og vorum gjörsamlega að missa okkur, líka yfir sex and the city, var ekki bara snilld þegar Samantha sagði að geirvörturnar á henni yrðu harðar bara af að hugsa um gamla listamanninn, ég pissaði næstum því á mig af hlátri.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Jæja það er kannski ráð að setja eitthvað aðeins léttara hérna inn, er búin að fá komment um geðvonsku mína, sem var sko töluverð. En í dag er þetta aðeins bjartara, eftir að hafa komist fram úr þrátt fyrir sjálfsmorðshugleiðingar meðan verið var að standa upp úr rúminu. Skammdegið er greinilega að skella á því ég hef ekki fundið fyrir þessum hugsunum síðan síðasta vetur. En ég las í viðtali við Flosa leikara (reyndar í Séð og heyrt en samt) að hann hugsaði um sjálfsmorð á hverjum degi en svo um leið og hann er staðinn upp þá hverfa þessar hugsanir, sem er það sama og hjá mér. Þannig að ég þarf sko vissulega ekki að skammast mín fyrir þetta.
annars tókum við hjónin aðeins nýjan pól í hæðina í gær, sem var mjög þægilegt og til þess gert að létta okkur áhyggjur og vangavelut og annað þess háttar. Við ætlum ekki að flytja í sveit fyrr en við eignumst barn og það/þau er orðið nógu stálpað til að átta sig á muninum. Okkur líður ágætlega þarna á eyrinni og höfum ekki efni á því næstu árin að kaupa okkur neitt annað, þannig að við ætlum bara að bíða með þessar pælingar í bili. Reyna frekar að fara að horfa á litlu hlutina sem geta látið okkur líða betur þar sem við erum, þetta er ekki tímabundin staðsetning lengur, heldur staður sem við viljum búa á í einhver ár í viðbót. Það var mjög notalegt að hafa aðeins ákveðið þetta og vera þá ekki stöðugt í einhverju fokkings paniki yfir að búa ennþá inn á pabba og mömmu. Allir sem þekkja til vita að það er ekki raunin og álit hinna skiptir mig engu máli.

Ég er ennþá að pæla í þessum ég 100 lista, langar að gera hann en treysti mér ekki til þess. Finnst ég vera of vónurable þessa stundina til að geta gert þetta eins og mig langar til. En einhvern tíman dríf ég í þessu og það verður þá merki um að ég sé orðin sjálfsöruggari og hef ekki eins miklar áhyggjur af því hvað fólki sem les þetta finnst um mig.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Jæja þessi hörmung er yfirstaðin, sem betur fer er bara einn tími eftir á þessari önn.

Aha, þarna fór kennarabeyglan alveg með það, gömul grá þurrkunta, sem bað okkur með titrandi röddu að vera ekki að gera neitt annað meðan hún er að fara yfir þetta helvítis kjaftæði, á svona stundu skil ég nemendur sem blaffa kennara og nemendur.

Vá hvað skammdegið og einhver fjandinn er að segja til sín í dag, ég er gjörsamlega að farast úr geðvonsku. Lenti í einhverri helvítis tussu í morgun, þurfti að fara niður í tölvustofu að prenta út verkefni til að skila í tíma. Þá er tími þar, ekki samt nema 4 nemendur og fullt af tölvum lausum og ég var nú ekki beint að fara þarna inn á seinna hundraðinu með geggjuð læti. Nei hún ætlar bara að henda mér öfugri út og byrjar eitthvað að tuða, sagðist ekki geta hleypt neinum inn því þá kæmu 30 manns og bla bla, ekkert nema truntuskapurinn. Ég var búin samt að heyra uppi að ein stelpa sem býr hérna og þekkir alla var búin að fá að fara og prenta þannig að ég slengdi því bara framan í hana. Djöfull gerði hún mig samt fúla, alveg týpískt finnst mér eitthvað fyrir þennan skóla hérna, maður verður alltaf að hafa einhver sambönd eða tala beint við fólk til að fá hlutina. Það er ekki hægt að hafa bara eitt sett af reglum sem gildir fyrir alla heldur þarf hver og einn að vera að stöggla í þessu. Djöfull sem ég er ógeðslega fúl og ekki bætir það að vera í einhverjum fokkings upplýsingatækni áfanga sem er meira pointless en að læra um júgurbólgu var í upphafi annarinnar. Núna tildæmis erum við að fara í APA-staðalinn, ekkert sem maður er ekki búinn að læra hundrað sinnum, helvítis heimska pakk sem ég væri til í að snúa úr hálsliðnum.

En svo maður líti nú á björtu hliðarnar þá er ég komin í jólafrí 12. des og er ekkert í skólanum mánudaga og föstudaga, þannig að þetta getur nú ekki orðið mikið betra.

laugardagur, nóvember 15, 2003

Við hjónin brugðum undir okkur betri fætinum í gærkvöldi og fórum á ball með 200.000 naglbítum í Sjallanum, það var vægast sagt mjög fróðlegt. bæði það að við höfum nú ekki oft, ef nokkurn tíman, bara farið tvö í Sjallann, yfirleitt er þetta gert í einhvers konar hópæsingi. En tónleikarnir voru fínir og þeir sem voru þarna skemmtu sér allir vel sýndist mér, en þetta var nú engin súpermæting, skárra samt að hafa fáa sem skemmta sér en marga sem leiðist.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Sunna bunna er að hjálpa mér að pikka hérna, þannig að það útsk´0yrir einkennilegna stafi fes sem kunna að vera, ekki að mín stafestning sé fullkomin sko.,
Ég skellti mér í bæinn eftir ömurlegasta tíma ever, upplýsingatækni, einhver þurrkunta, sem er vanalega almennileg, að kenna manni að leita á vefnum, tímasóun aldarinnar.
Er einhver búinn að sjá að Svanhildur í Kastljósinu er ólétt? hvort ætli það sé eftir Loga eða hinn?? smá slúður svona í tilefni dagsins.

Annars er ég svona aðeins að velta fyrir mér heimsmálunum og lands, fannst til dæmis fínt að safna fyrir Sjónarhól, þó það kannski ýti ekki undir hið opinbera noti peningana í eitthvað nýtilegt, en það verður allavega til þess að fólk sem á sérstök börn á í einhver hús að venda. Svo þetta með að borga sauðfjárbændum, hvar endar það? ekki eru svínabændur að fá mikið fyrir sitt kjöt, eða nokkur sem ég þekki by the way.
En ég er bara í góðum gír, ætla að fara að renna aftur upp á Nes, get ekki ákveðið mig hvort ég eigi að drífa mig í að fá mér gervineglur á morgun eða hvort ég eigi að bíða fram á nýtt vísatímabil, vísa frekar þungt eftir London, eins gott að maður keypti ekkert af viti, nema skari náttúrulega.

mánudagur, nóvember 10, 2003

ég er búin að vera í algjöru óstuði til að blogga síðustu daga, bæði sökum anna og leti. Er fyrir norðan núna en fer suður á eftir, svo helvíti fínt að vera í fríi í skólanum bæði föstudaga og mánudaga.
Annars en allt svona nokkurn veginn við það sama, alltaf að pæla í hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór og svona, en það er janóljóst og áður, ég er samt alvarlega farin að pæla í því hvort ég ætli að halda þessu námi áfram eða hvað. Búin að fá einkunnir fyrir tvo áfanga á þessari önn af fimm og þeir lofa góðu.
Héldum kynningu í síðustu viku sem var nokkuð góð og gekk rosavel, ætli það sé hægt að fá vinnu við að halda bara kynningar? ég væri alveg til í það, einhver benti mér nú á að það væri nú eiginlega bara að vera kennari, en það er svo annar handleggur.