fimmtudagur, maí 29, 2003

Oh það er svo gott að hafa frídaga svona í miðjum vikum, æðislegt. Þessi dagur verður nýttur til hins ítrasta, skírn og útskrift í Skagafirði og bara gleði, keyptum helvíti fínar gjafir handa þeim mæðgum í gær og svo er bara að bruna fljótlega af stað.

mánudagur, maí 26, 2003

Ég er gjörsamlega í skýjunum yfir þessari ferð, þvílíkt búin að endurhlaða batteríin og geðveikt jollý. Brjálað að gera í vinnunni og sona, gaman að koma heim með fullt af nýjum hlutum og frekar skrýtið að þeir séu lang flestir mínir, er frekar vön því að kaupa frekar handa öðrum en sjálfri mér. Rosalega gaman að hitta þetta lið allt aftur, furðulega mikið leiðarljós syndrome á þessari fjölskyldu en samt bara geggjað næs.
Svo er bara 17 júni rétt handan við hornið, ó my god, frekar scary, finnst ég alltaf hafa mánuð til stefnu, en það er líka allt að gerast hjá okkur svo þetta er mjög fínt. Svo eru mjög skemmtilegir dagar framundan, mikið að gera í vinnunni og skírn og útskriftarveisla á fimmtudaginn, verður mjög gaman. Lífið er bara mjög fínt í dag, er reyndar að líða út af af þreytu af því ég fór á fætur klukkan 5 að íslenskum tíma og á að vinna heilan dag á morgun, en það er ágætt.

laugardagur, maí 24, 2003

Oh hvad eg er ad fila tad ad vera i urlaub, bara sofa ut versla eta drekka vin og hafa tad gott. Nuna er ég ad stelast i tølvuna hjá Thomasi í blómabúdinni hans, var ad enda vid ad versla mer gommu og í gær vorum vid Vibeke í Odense og tar versladi eg mér gommu lika, t.d. pastavél tannig ad nuna er bara ad fara ad gera ser pasta sjalfur og svo versladi eg helling meira. Jæja best ad tykkjast hjalpa eitthvad til, fekk tvær einkunnir i dag og er bara ánægd.

fimmtudagur, maí 22, 2003

Það að ég er ekki alveg komin í útlanda gírinn er hugsanlega eitthvað tengt því að ég er ekkert farin að pakka eða neitt, eina sem ég hef gert er að kaupa fleiri kíló af harðfiski til að fara með út. Ætla bara að setja eitthvað smotterí í handtösku á morgun og reyna að komast upp með að vera bara með handfarangur með mér, það er svo geðveikt þægilegt að ferðast þannig. Fyrir utan að þetta eru bara örfáir dagar og ég vonast nú til þess að geta keypt mér einhverjar flíkur.

Hrikalega er skrýtið að vera að fara út í fyrramálið héðan frá Akureyri, finnst eins og ég sé ekkert að fara út. Hef voða lítið hugsað um þetta, svo er náttúrulega búið að vera geggjað að gera síðustu daga þannig að hausinn er fullur af öðrum hugsunum. En það verður rosalega gaman að sjá þetta lið þarna úti, það er meira en ár síðan ég sá þau síðast, finnst samt eins og það hafi verið í gær. Við hjónin fórum í ægilega reisu fyrir ári síðan um páskana, leigðum okkur bíl í Munchen keyrðum til Danmerkur og svo þaðan til Svíþjóðar og aftur til MUC í gegnum Danmörku. Ferðin til baka var enginn smá keyrsla minnir að við höfum keyrt 1600 km, getur það ekki passað?
Annars er ég með tár í augunum núna, var að hugsa um hvernig krúsíbollan Konný kvaddi mig innilega og það var svo notalegt, alveg faðmaði mig og kyssti. Svo var ég líka að passa litla dís vina minna í gærmorgun og það var svo frábært, er mjög upp með mér að hafa fengið það, svo var hún svo þæg og brosmild og krúttleg. Ekki það að ég sé neitt yfir mig hrifin af börnum nei nei!!!

þriðjudagur, maí 20, 2003

Blogg frá Riga sko þetta kallar maður að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast, ánægð með þetta framtak þeirra, hef alltaf fílað að fá svona inside information um athafnir. Þess vegna til dæmis elskaði ég að horfa á þýsku þættina um formúluna, þar er alltaf sýnt svo mikið af því sem gerist bak við tjöldin, þannig vaknaði áhugi minn á þessari íþrótt.
Jæja frúin sem ég er búin að vera að bíða eftir í klukkutíma var að koma, best að hypja sig.

Það ómögulega hefur skeð, ég er orðin húkkt á tölvuleik. Ég hef aldrei haft neina eirð í mér eða áhuga á að spila tölvuleiki en núna þá er ég gjörsamlega orðin húkkt á Jack & Daxter, sem er svona krakka hoppi leikur, nema hann er skrambi erfiður.
Annars er maður bara helvíti sprækur, styttist í Danmerkurferð, Helga og Sunna komnar norður og svo bara gleði.
Ætla að halda ægilegt matarboð hinn daginn, bjóða Helgu og Hreinsa og Rannveigu og Bjarna og öllum þremur litlu frænkum mínum. Það verður mjög gaman, veit að Rannveig er alveg æst í að hitta Sunnu litlu og veit líka að Konný á eftir að vera mjög skotin í henni, svo er orðið rosalangt síðan ég sá Kolbrúnu síðast.
Svo er ég nú líka komin í eitthvað meiri vinnu, það á aðeins eftir að koma betur í ljós en ég ætla allavega ekki að vinna meira en 180 tíma á mánuði, sem er nú slatta aukning úr 80 tímunum sem voru planaðir, en það kemur þá líka vonandi í vasann hjá manni. Einhvern veginn verður maður að borga vísa.

fimmtudagur, maí 15, 2003

Ég er alveg einstaklega heppin, á ekkert nema gott fólk að sem er virkilega tilbúið að gera ALLT fyrir mig, vona bara að sem flestir eigi líka svona góða að.

Hvað finnst fólki um giftinguna hans Óla gamla? Ég var nú mjög hissa fyrst en svo var ég bara vonsvikin, held þetta sé ekkert alvöru, hvernig er það hægt þegar enginn úr hennar fjölskyldu er viðstaddur og þetta er allt svona laumulegt eitthvað? Ég var alveg farin að sjá fyrir mér alvöru kongafólksbrúðkaup, en nei nei ekki einu sinni kirkjulegt, er hún kannski gyðingur?
Eitt sem ég er geðveikt forvitin með, hvað er frúin að borga í skatta? eru auðæfin kannski öll á nafni foreldra hennar? gætum þokkalega verið að græða á kellu ef hún borgar skattana sína hér. Auður alltaf hagsýn fyrir þjóðarbúið sko. Skattarnir hennar og flott brúðkaup voru eiginlega einu ástæðurnar sem ég vildi sjá þau gifta sig út af. Finnst annars frekar leiðinlegt hvað Þorgerður Katrín hefur bara alveg gleymst, maður man varla eftir henni, hvað þá hvenær hún dó eða neitt. Þarf ekkert að vera að tala um hana á hverjum segi en fyndist allt í lagi að það yrði allavega minnst á hana þegar eru 1,2,3,4 o.s.frv. ár síðan hún dó, eins og með Díönnu.
Held að bottom lineið í þessu sé það að mér finnst vanta meiri kóngafólks fíling í landann, svona verður maður á því að búa í útlöndum þar sem sumir eru nú bara merkilegri en maður sjálfur, það er nú víst ekki svoleiðis hér, bara allir af sama sauðahúsinu. Sem hefur líka sína kosti sko, en slúðrið veðrur definetly lélegra.

Búnir að vera mjög erfiðir síðustu dagar, en síðasta prófið á morgun og svo Danmörk í næstu viku og sól og blíða þannig að þetta getur nú varla versnað mikið, ekki nema ég haldi áfram að þyngjast ;(
Er alltaf að spá í garðinum mínum, núna fer ég vonandi að gera eitthvað í honum, ekki að lærdómurinn sé neitt að haldi mér frá því, bara rosalega erfitt að koma sér að verki þessa dagana. Annars var verið að bjóða mér meiri vinnu í gær, ætla að fara fram á það há laun að hann vilji ekki ráða mig ;) var nefnilega alveg farin að sjá það í hyllingum að vera bara í hálfu starfi í sumar. Ekki að meiri peningur sé ekki af hinu góða, sérstaklega ef maður lætur verða af því á morgun að kaupa sér "nýjan" bíl. Sem þýðir að hann er nýr fyrir mér en í rauninni bara eldgamall, kannski ekki hægt að vera með miklar kröfur ef hann má bara kosta 200 þú.

þriðjudagur, maí 13, 2003

Var að fatta dáltið í dag, ég þjáist af kvíða sem orsakar þunglyndið mitt. Allavega þegar ég fór að lýsa líðan minni í orðum þá var þetta niðurstaðan og svo fór ég sð skoða þetta á netinu og sé þar að þetta gæti alveg staðist hjá mér. Þetta er nú ekki á háu stigi en samt ágætt að sjá að maður er ekki bara svona mikill auli heldur geta verið "góðar" skýringar á þessu. Nú er bara spurning hvernig ég ætla að vinna úr þessu, ætla ég í lyfjameðferð, atferlismeðferð, heilun, jóga eða eitthvað annað gáfulegt???
Fyrir utan það er slæmur dagur hjá mér í dag í sambandi við þetta óléttu vesen, kemur í bylgjum, ég kannski hugsa ekki um þetta í marga daga og vikur en svo allt í einu get ég varla hugsað um neitt annað. En eins og var sagt í my best friends weeding þegar Julia sat á ganginum og var að reykja og gangvörðurinn ætlaði að skamma hana, "like my grandmother always said, this to will pass". Þannig að líklega líður þetta hjá eins og allt annað :)

Rosalega dreymdi mig yndislegan draum í nótt, sem er mjög sjaldgæft því yfirleitt dreymir mig einhverja steypu, en þetta var undantekningin sem sannar regluna. Ætla ekkert sérstaklega út í þessar draumfarir en mér leið bara mjög vel þegar ég vaknaði.
Annars er sóllin loksins farin að skína hérna, hef bara ekki séð hana síðan í síðustu viku og geðslagið eftir því, en í staðinn fyrir að fara út í garð eða í sund þá sit ég inni við tölvuna og rembist við að lesa fyrir síðasta prófið mitt, veit ekki hvern ég er að reyna að gabba, líklega sjálfa mig.

sunnudagur, maí 11, 2003

Langar að skrifa alveg slatta um helgina og kosningarnar og ömurlegt kosninga sjónvarp, en er eitthvað svo drusluleg og þreytt að ég sleppi því í bili.

You're a tequila sunrise, tequila, orange juice and a grenadine sunrise.  One of the most popular cocktails your friends mean the world to you and you're always eager to entertain them. %
""Which cocktail are you?""

brought to you by Quizilla

föstudagur, maí 09, 2003

Er búin að eiga alveg ágætan afmælisdag, rólegheit og fínt, fékk meira að segja tvær frábærar afmælisgjafir og fór út að borða í hádeginu og svaka stuð. Ætlaði reyndar aðeins að kíkja á lífið í kvöld en það verður bara að bíða betri tíma. Verð alltaf voða centimental á afmælum, veit ekki alveg af hverju svipað og jólin. Er búin að fá hundrað milljón afmæliskveðjur í dag hrikalega skemmtilegt hef aldrei fengið svona margar kveðjur áður held ég og þetta er ekki einu sinni neitt merkilegt afmæli, en mjög gaman að því.
Heyrði í ömmu gömlu í dag og sakna þeirra ekkert smá mikið, afi greyið nýkominn af sjúkrahúsinu og mig langar svo að hitta þau :( en ég fer að fara suður, þarf að fara að hitta tengdó gömlu líka orðið alltof langt síðan síðast. Jæja nóg af væmninni, verður líklega bara farið snemma í rúmið í dag, enda langur dagur á morgun.
Hrikalega er ég spennt fyrir þessum kosningum held þær verði rosaspennandi.

Langar hrikalega til að monta mig á mínu eigin bloggi og óska sjálfri mér til hamingju með afmælið, já já mín bara orðin 24. Ég veit að samkvæmt allri lógík ætti ég að vera 25 eins og aðrir í útskriftar áranginum mínum, nema einn, en svo er nú bara ekki, ég er bara unglamb sem á ennþá ár eftir í hálfraraldra afmælið. Ætla að þessu tilefni að skella mér út að borða í hádeginu, adios.

fimmtudagur, maí 08, 2003

Ég tel að blogg séu af hinu góðam bæði til að maður fái útrás og til að fólk út um allt geti lesið hvað er að gerast hjá manni og svo getur maður komist að ýmsu sem maður átti ekki að komast að. Til dæmis hvers vegna fólk hegðar sér einkennilega, eftir að hafa velt slíku atviki fyrir mér síðustu helgi hef ég komist að hinu sanna og er enn að velta því fyrir mér hvers vegna það var farið svona leynt með það, en hvað með það, gaman að komast að hinu sanna, hvaða leið sem það kom.
Var í prófi í dag, með leiðinlegri prófum sem ég hef verið í, þó andinn hafa aðeins komið yfir mig í smá stund, hvern langar að svara 20% prófspurning um starfsmannastefnu? Ekki mig allavega en það er nú líka freka ólíklegt að ég þurfi þess aftur þannig að lucky me.
Svo kom ég heim og "langaði að gera eitthvað" sem er vandamál sem hefur hrjáð mig mjög mikið upp á síðkastið og minn heittelskaði er farinn að hafa einkenni af, þannig að ég skellti mér í þvottaherbergið okkar og skúraði og skrúbbaði, þvílíkur dugnaður, enda á ég sko alveg skilið að sofa vel út á morgun, lúxusinn við að vinna eftir hádegi ;)

þriðjudagur, maí 06, 2003

Já önnur ástæða fyrir því að ég nenni ekki að blogga um stjórnmál er að það er af svo rosalega mörgu virkilega ÖMURLEGU að taka að maður veit ekki hvar maður á að byrja. Sammála Ásu með þessar fjandans auglýsingar fábláanna, þvílíkt krapp fyrir utan málfræði villur, því strákurinn villll ekki þurfa að treysta öðru fólki fyrir sínum málum og villll ekki þurfa að treysta Ingibjörgu fyrir þessu og hinu, ætli hann treysti nú samt ekki Dabba skvabba fyrir lífi sínu.
Já og enn ein ástæðan fyrir ða ég tjái mig lítið um pólitík er sú að ég verð alveg brjáluð yfir að pæla í heimsku fólks, og það þýðir ekkert að æsa sig yfir henni => alveg eins gott að sleppa því.

Hrikalega verður maður feginn eftir kosningarnar næstu helgi, þessi umræða er að gera mig bilaða, varla nokkuð annað talað um nokkur staðar. Ég hef viljandi lítið tjáð mig um pólitík hérna á blogginu mínu, mér finnst slík lesning sjálfri oftast leiðinleg en ekki það að ég hafi ekki skoðun á málunum. En pólitískar skoðanir eru einar af fáum (ef ekki bara einu) skoðanirnar sem ég bara gjörsamlega nenni ekki að flíka. Í mínum huga eru tveir pólar og svo slatta vegalengd þar á milli þar sem skoðanir eru skiptar, hægra megin er fólk sem trúir á survival of the fittest og hver á að bjarga sér sjálfur og hugsa um eigið skinn og vinstra megin eru þeir sem vilja samhjálp í þjóðfélaginu, að hjálpa náunganum sem minna má sín.

Er alveg viss um að ég bloggaði eitthvað um helgina, það hefur greinilega ekki save-ast. En ég hef það allavega ágætt, skil ekkert í þessum blogg leiða mínum, sérstaklega ekki í ljósi þess að ég er í prófum, þá ætti maður að blogga sem aldrei fyrr. Var í einu prófi í gær sem gekk ágætlega og er að fara í annað próf á morgun sem á líklega ekki eftir að ganga eins vel á sæmilega samt.

laugardagur, maí 03, 2003

þokkaleg gyðja maður ;)


You're Nicole Kidman....you're tall, sexy and you
never let anyone make you feel bad...and no one
knows about your secret anger side...Rock on!


What actress are you?
brought to you by Quizilla

Ah kúl, ég er happatalan hennar Helgu systur, það getur ekki verið slæmt.


I am the number
2
I am friendly

_

what number are you?

this quiz by orsa

föstudagur, maí 02, 2003

Í dag er stór dagur meðal háskólanema í HA, það er nefnilega skiladagur lokaverkefna, ég vil bara óska öllum til hamingju sem eru búnir að skila að eiga eftir að skila í dag, einhvern tíman verð ég vonandi búin að þessu líka.
Annars er það helst í fréttum að það snjóar hérna í dag, mér þykir það nú ekkert sérstaklega skemmtilegt, en það er eins gott að það verði komið gott veður eftir viku, því þá á ég afmæli og ég kæri mig ekkert um snjó og leiðindi á afmælisdaginn minn, common það er nú næstum því miður maí.
Er upp í skóla aldrei þessu vant, á að hitta eitt stykki framkvædarstjóra út af vinnunni og ætlaði að nota tækifærið að kíkja í eina bók út af prófi í næstu viku, en þá er náttúrulega ein úti og hín týnd. Alveg merkileg staðreynd hvað rekstrarfræðinemar eru slæmir með að skila bókum og ganga illa um þær, þetta er sko alveg umtalað hérna í skólanum, en ég er nú reyndar með tilgátu um hvers vegna. Held það sé vegna þess að á rekstrarbrautinni er fullt af fólki sem veit ekkert hvað það ætlar að gera þegar það er orðið stórt, þú ferð ekki í hjúkkuna nema ætla að verða hjúkka, af rekstrarfræðinni kemur alls konar fólk, þannig að þetta er bara ein enn leiðin til að þurfa ekki að ákveða sig, á allavega við í mínu tilfelli.

fimmtudagur, maí 01, 2003

Rosalega er langt síðan ég hef bloggað, held það hafi aldrei liðið svona langt á milli áður. Er búin að vera í svo furðulegu skapi eitthvað, með þessu áframhaldi verð ég kjörin formaður flóttavinafélagsins. En er nú búin að gera margt gáfulegt síðan síðast. Keypti mér miða til Danmerkur fyrir skid og ingenting, er líklega búin að redda mér herbergi í Borgarnesi næsta vetur fyrir skid og ingenting, er búin að lesa eitt lokaverkefni yfir, búin að vinna helling, búin að læra slatta, búin að knúsa litlu lömbin heima, búin að fara í fermingarveislu á Tjörnesi sem er með því skemmtilegasta sem ég hef gert lengi, búin að sjá lítinn svarfdælskan prins og margt margt fleira skemmtilegt.