mánudagur, desember 29, 2003

Hrikalega er ég búin að vera lélegur bloggari yfir hátíðarnar, en er búin að hafa það rosafínt, Hreindýrasteikin á aðfangadag tókst geggjað vel og ég hugsa bara að rjúpunni verði skipt út, höfð frekar á gamlárs þegar Siv leyfir veiðar aftur. Í fyrradag var rokna partý hérna í gránu, 17 manns í mat og bara svakalega gaman, átti að vera bara smá spilakvöld sem heldur betur vatt upp á sig á endanum var hér heljarinnar matarveisla þar sem allir komu með eitthvað (aðallega rauðvín) og við kerlingarnar vorum í eldhúsinu að búa til pasta, ég sem sagt vígði vélina mína sem ég keypti mér í vor og þetta er hlæjilega auðvelt, en það er helvíti mikið vesen að þrífa þetta drasl.
Svo fékk ég fullt af fínum jólagjöfum, reyndar engar bækur, mjög gaman að því og fullt af jólakortum.
Þeim sem enn lesa þetta óska ég bara gleðilegrar jólarestar og skemmtunar um áramótin, það verður náttúrulega partý hérna í gránu, allir velkomnir.

sunnudagur, desember 21, 2003

Jæja fer kannski að verða tímbært að blogga aðeins héðan úr jólafríinu og rólegheitunum. Er búin að vera heima hjá mér að dúlla mér í rúma viku en hef samt einhvern veginn ekki komið nema broti af því í verk sem ég ætlaði að gera, hef samt alveg passað mig á að gera bara það skemmtilega og þetta leiðinlega (eins og að taka til og svona) þarf ég ekkert endilega að gera.
Anars var brotið spjald í sögunni í gær, ég fór í Sjallann á Sálina, djöfull var hrikalega skemmtilegt maður. Ég var alveg orðin úrkulavonar um að nokkur myndi vilja fara með mér, þetta lið sem maður umgengst oftast er orðið gamalt, ólétt eða foreldrar og svona. Ekki að ég sé eitthvað alltaf í Sjallanum og það er það skrýtna að mig hefur ekki langað í fleiri ár á Sálina um jólin fyrr en núna. En allavega þetta endaði með að ég fór með Ingu sætu og skemmti mér gjörsamlega konunglega, fór ekki heim fyrr en hljómsveitin var hætt, og þetta var bara mjög gaman.
Nokkur atriði sem ég tók eftir, líklega vegna þess að ég var bara í blávatninu, það eru augljóslega bara mjög fáar fatabúðir á Akureyri sem by the way selja helst sömu vöruna. Allavega var eins og að vera lendtur inn á fanganýlendu þarna af því það var annarhver maður (eða kona) í röndóttum fötum, svona eins og Rannveig lét Óskar bróður sinn kaupa í tugatali fyrir nokkrum árum. Þeir sem voru ekki í fangabúningum af ýmsum litum og ekki í svörtu voru í eldrauðu og that´s it, það er náttúrulega djók að koma þarna inn og þekkja fólk ekki í sundur af því allir eru eins klæddir. Ég var búin að hugsa mér að kaupa mér rauðan bol fyrir jólin, en ég held ég hætti bara við og fái mér gylltan eða bleikan, meika ekki að vera eins og helmingurinn af Sjalla liðinu.
Svo annað, ég held að þarna hafi veri betri mæting úr 10. bekknum mínum en ég geri ráð fyrir að verði í sumar ef það verður reunion.

En sem sagt Auður hefur það bara rosagott á norðurlandinu sínu, erum búin að fá fullt af jólakortum, er búin að velja uppáhaldsjólakortið mitt ever held ég bara, en bottomlinið er mér líður vel.

föstudagur, desember 12, 2003

Jæja síðasta bloggið fyrir jól héðan frá Hvanneyri, og jafnvel bara ever, en það á bara allt eftir að koma í ljós. Ég er að fara í próf eftir hálftíma og er salýróleg, get bara ekki beðið eftir að komast norður á eftir.
Er alveg komin í jólaskapið, fór á skagann í gær og sá jólalandið hjá ömmu og fékk heitt súkkulaði og jólasmákökurnar, fór líka til Dísu og Halla og hafði það bara rosa gott. Svo fékk ég í skóinn í morgun og bara allt í plús og er bara mjög tilbúin fyrir jólin.
Jæja best að koma sér upp og lesa örstutt yfir glósur fyrir próf.

mánudagur, desember 08, 2003

Viljastyrkurinn hjá mér er greinilega ekki nógu mikill, fékk æluna í nótt, en hef ekkert ælt síðan í morgun, kosturinn við þessi herlegheit er að þetta tekur skrambi fljótt af. Er reyndar en með ólgu og beinverki og svona en þetta er allt að skána. Sem er líka eins gott því ég er að fara í próf klukkan 9 í fyrramálið, er reyndar alveg fáránlega róleg fyrir það, sem boðar vonandi bara gott. Svo er bara home sweet home á föstudaginn, reyndar ekki fyrr en eftir 3 (helvítis fífl að fresta prófinu) en betra er seint en aldrei.
Jæja ætla að fara að einbeita mér að því að láta mér batna.

sunnudagur, desember 07, 2003

djöfull er pirrandi að vera búin að blogga og svo dettur það út, sem betur fer lendi ég sjaldan í því vegna þess að ég hef cero tollerans gagnvart slíku. Var sem sagt búin að blogga um pestarbæli og ælupest og vökunætur og svefnnætur og kvíða og tilhlökkun og ánægju og óánægju og bara allan fjandann. Upp úr stendur að ég hef ekki fengið æluna þó hún hafi vissulega verið hér í þessu húsi, og litla skinninu er að batna og krakkarnir (þó þau séu foreldrar og fullorðiðfólk verða þau alltaf krakkarnir fyrir mér ;)) eru í síðustu prófunum á morgun og bara allt í plús.
En núna er ímyndunarveiki farin að segja til sín (finnst ég vera að fá æluna) og þá er ráð að nota viljastyrkinn og þrjóskuna til að sannfæra sjálfa mig um að svo sé ekki og besta leiðin til þess er að leggja sig, já ég veit að klukkan er ekki orðin tíu, en ég er líka gömul kona.

fimmtudagur, desember 04, 2003

fyndið hvernig ég er alltaf í mesta skapinu til að blogga þegar ég er að keyra, þá er ég líka í mesta skapinu til að tala í símann, held þetta tengist því eitthvað að ég verð alltaf helst að gera tvennt í einu til að finnast ég virkilega vera að gera eitthvað en ekki bara að eyða tímanum. Annars ákvað ég að fara ekkert uppeftir í skólann í dag, bara gjörsamlega nennti því ekki, fór í gær og það var alveg ömurlegt. Hluti af því af hverju þessi skóli fer svona eitthvað í taugarnar á mér þessa dagana er sú að mér finnst ég ekki eiga neina samleið með þessu liði. ég hef hingað til alltaf eignast einhverja vini í þeim skólum sem ég hef verið í, allavega í seinni tíð. Af því að ég bý ekki þarna og er ekkert sérstaklega að leggja á mig til að kynnast þessu liði þá eru samskiptin yfirleitt bara þannig að manni er heilsað og búið. Æi mér finnst það bara alveg glatað að geta ekki kjaftað við neinn í bekknum, hef alltaf haft einhvern, t.d. Margréti í HA og svo seinna stelpurnar sem ég kynntist þar og held ennþá sambandi við. Æi þetta er kannski ekki alveg svona slæmt, ég kjafta slatta við Helgu Írisi og svona, en þetta er einhvern veginn svo allt öðruvísi en hingað til. Ekki nóg með að ég sé enmanna að vera í burtu frá mínum heittelskaða heldur finnst mér ég voða einangruð í skólanum líka, hlutirnir eitthvað voðalega í mínus með þennan helvítis skóla í augnablikinu.
En ég er nú ekki en búin að ákveða mig hvort ég held áfram, það á allt eftir að koma í ljós.

þriðjudagur, desember 02, 2003

Þá er maður kominn aftur í borg óttans og er bara nokkuð ánægður með það, er samt allt í einu orðin rosalega þreytt á þessu flandri, hélt ég myndi sofna undir stýri á leiðinni í gær, bara af leiðindum. Eftir nokkrar umræður um helgina er búið að setja undirritaða á budget (skara líka for the record) ég er nefnilega alveg skelfileg eyðslukló, eins og sjá má á nýjasta vísareikningnum. ef ég ætti eina ósk myndi það vera vísakort sem ég þyrfti ekki að borga af, hugsið ykkur hvað það væri geðveikt, þá myndi ég byrja á að setja alla reikninga á vísa og svo myndi ég versla eins og motherfucker. Til dæmis hafa þessir fokkings þættir á skjánum mjög slæma áhrif á mig, innlit/útlit, the fab five og allt þetta. Mig langar svo hrikalega að renoviera hjá mér, taka bara þetta helvítis drasl í gegn og gera það þannig að ég sé ánægð með það, en það verður nú ekki ókeypis og miðað við budgetið þá tekur það nokkra áratugi. Annars veit ég hvað verður í einum jólapakkanum mínum og það á vissulega eftir að hjálpa upp á andrúmsloftið, gera það meira kósý og notalegt.
Jæja best að fara að glápa á imbann, allt skárra en að læra.
p.s. tíu stig til Temma líka ;)