mánudagur, janúar 17, 2005

Horfði aðeins á þessu frægu söfnun á laugardagskvöldið, finnst Íslendingar vera að standa sig alveg ágætlega, væri gaman að heyra samanburðartölur frá öðrum löndum bara svona upp á djókið. Þá getum við sett heimsmet í því eins og svo mörgu öðru, fannst How do you like Iceland? algjör snilldarmynd, grét af hlátri oft og mörgum sinnum.
Djöfulls töffari var Jóhannes í Bónus á laugardagskvöldið, og Björgólfur reyndar líka, hefði samt mátt enda á þessu en ekki byrja, hin boðin voru frekar lágkúruleg í samanburði. Svo voru Svanhildur og Logi að gera mig geðveika, hef bara enga lyst á að horfa á þetta lið mænandi framn í hvort annað í beinni útsendingu, hún sitjandi í fanginu á honum og eitthvað. Er bara ekki að fýla þetta, þó þau séu ekki eina parið sem byrji saman í gegnum framhjáhald finnst mér algjör óþarfi að líta á það sem eitthvað norm.

Annars er lokaverkefnisferlið líklega aðeins komið af stað og hefur verið lengt en einnig breytt þannig að þetta verður vonandi bara miklu betra fyrir vikið. Takk elsku Inga ;)

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Hvernig í fjáranum á maður að geta sagt fyrir um hversu duglegur maður verður á næstu mánuðum? Oh er geðveikt að velta þessu lokaverkefni fyrir mér og hvort ég eigi að byrja á því og sjá hvað ég kemst eða kýla bara á það eða eða eða eða . . . . . . . . . . . .

Annars var ég að spá var ekki umhverfisráðuneytið stofnað til að vernda náttúruna og sjá um hagsmuni umhverfisins fyrir átroðningi mannanna? Er ég kannski bara á einhverri útópíu með þessa hugmynd mína?
Ok í kjölfar þessara spurninga fór ég bara og fletti upp markmiðum umhverfisráðuneytisins og þau eru meðal annars eftirfarandi:
  1. Náttúruvernd, þ.m.t. vernd vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni og erfðaauðlinda, þjóðgarða og friðlýst svæði.
  2. Rannsóknir á sviði umhverfismála og umhverfisvöktun.
  3. Mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs, hollustuhætti, heilbrigðiseftirlit, eiturefni og hættuleg efni.
  4. Skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og gerð landnýtingaráætlana.
  5. Dýravernd og stjórnun veiða á villtum fuglum og villtum spendýrum öðrum en sjávarspendýrum.
  6. Loftslagsvernd.

Hvernig fara þessi markmið saman við það að áfrýja umhverfismati til hæstaréttar? Hvernig getur það verið slæmt að fara í umhverfismat, nema náttúrulega að það sé ekki eitthvað í lagi og fyrirtækið tapi á því, en það ætti samt að vera gott fyrir okkur að vita fyrirfram??

Mér finnst þetta bara svo mikið rugl, fyrir hvern er þetta lið að vinna, mig og þig og Ísland eða álverssmiði??

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Haldiði að mín hafi ekki bara skellt sér á nýársvínardansleik, ferlega skemmtilegt. Fór með Sigrúnu sætu og notaði kallinn bara í að skutla okkur og sækja, alveg magnað. Nú er bara vonandi að tónlistarfélag Akureyrar geri þetta að árlegum viðburði og þá reynir maður að mæta í stærri hópi og jafnvel með karlmann upp á arminn. Annars finnst mér rosalega þægilegt hvað Óskar minn er líbó, aldrei neitt vesen þegar ég nenni ekki að hafa hann með mér eitthvað út og hann aldrei að farast úr áhyggjum eða afbrýðisemi, mjög þægilegt.
Annars er litla skottið hún Sunna Katrín að verða 2 ára á morgun, sem er í rauninni ótrúlega lágur aldur miðað við getu þessa blessaða barn, svona grínlaust þá er þetta algjört undrabarn. En nóg að monti, þarf að fara og halda áfram að lesa fyrir þetta blessaða upptökupróf á morgun og reyna að ná restinni af ælunni miklu úr mér.