mánudagur, febrúar 21, 2005

Til hamingju með afmælið Sigrún, ekki það að ég veit að hún kíkir aldrei hérna inn, en kannski dettur einhverjum í hug að senda henni kveðju :) Ætla að njóta þessara fáu daga sem ég á sjálf eftir af 25 ára aldrinum, ferlega skemmtilegt að vera yngstur í vinahópnum :)

Annars gengur allt sinn vanagang hérna, óléttan gengur súpervel allt í blóma bara. Eftir 5 á föstudaginn verð ég búin með síðasta hópverkefnið mitt í HA, þá á ég bara eftir nokkur lítil WebCT próf og lokaverkefnið, hversu ljúft verður það :) :) :) Svo er ég ofboðslega vel gift og bara hamingjusöm út í gegn.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Hversu ánægð er ég með þessa stelpu sem var að verða forstjóri Flugleiða? finnst það geggjað að svona ungt fólk skuli geta komist að og ekki skemmir það fyrir að þetta sé kona, eða stelpa. Gefur manni von, stundum finnst manni þetta allt saman eitthvað svo pointless.
Annars er ég á fullu þessa dagana að velta evrópusambandmálum fyrir mér, er í áfanga í skólanum sem heitir EES og á að skila ritgerð, til þess þarf maður eiginlega að hafa skoðun. Ekki það að ég hafi ekki skoðanir og nóg af þeim, en hvernig passa þær inn í flokkana hér á landi?? ekkert sérstaklega vel. Hef verið að reyna að komast að minni pólitísku sannfæringu síðan fyrir síðustu kosningar og það er bara engan veginn að virka. Finnst svo ótrúlega margt heimskulegt í þessari tík að það hálfa væri nóg.
Hvernig getur fólk staðið og fallið með því sem flokkurinn segir? minnir mig á það sem Gunnar Dal var að tala um í viðtali við Gísla Martein (sem by the way skildi ekkert um hvað hann var að tala). Þar var hann að segja að "verstu" ár síðustu aldar hefðu verið þegar fólk flykkti sér á bak við einhverjar kenningar og voru tilbúin að láta lífið fyrir þær, til dæmis nasismi og fasismi. En hann vill meina að núna sé öldin önnur þar sem fólk trúi á tilgátur og gefi sér ekki að allur sannleikur um öll mál hafi þegar komið fram.
Þess vegna held ég að það sé rosalega erfitt að vera með flokksbundnar skoðanir, sérstakelga þegar tekið er tillit til hvernig fjölmiðlar haga sér og ýta undir það að hanka fólk á því að vera ekki alveg í rétta dilknum. Alltaf verið að reyna að fá fólk til að tala af sér, eins og bara í Ísland í bítið í morgun voru þau að reyna að fá Pétur Blöndal til að segja að hann þyldi ekki Kristinn H. Gunnarsson. Pétur var einmitt að hneykslast á því að Kristinn skyldi voga sér að hafa aðra skoðun en hann skrifaði upp á stjórnarsáttmálann um að hann hefði. Mörður reyndar benti á að þessi málefni væru ekki innifalin í stjórnarsáttmálanum heldur eitthvað sem ríkisstjórnin samþykkti bara á þinginu.
Þegar farið verður að kjósa um fólk og þeirra persónulegau gildi og skoðanir og málefnaáherslur þá ætla ég að fara í pólitík, þegar ég get verið ég sjálf þar og þarf ekki að fylgja einhverjum hrosshausum að málum og málefnum bara til að fremja ekki pólitísk sjálfsmorð, þá býð ég mig fram :)

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ósköp er maður eitthvað andlaus þessa dagana, ef það er ekki kvef eða einhver skítur er það bara almennt andleysi, sem lýsir sér í því að maður nennir ekki að gera neitt, þetta rjátlar vonandi af manni með hækkandi sól.
Er að fara á árshátíð á morgun hjá KEA, hefði nú helst viljað hafa hann Skara minn með mér en Sigrún verður mér til halds og trausts. Það eru flestir á vaktinni minni orðnir spenntir þannig að vonandi verður þetta bara gaman, er ekki alveg í stuði núna allavega. Á engan almennilegan óléttukjól, ekki fyrir svona fínt, þó ég eigi nóg af kjólum eru þeir allir keyptir fyrir nokkuð mörgum kílóum síðan og mikið langtímamarkmið að komast í þá aftur. En við finnum eitthvað útúr þessu, er ekki bara aðalatriðið að ota bumbunni sem mest útí loftið. Þá er hvort sem er enginn sem tekur eftir manni og maður getur verið sama fuglahræðan og dagsdaglega. Reyndar ætla ég að leggja mitt af mörkum og fara í klippingu á morgun, reyni að fá Írisi til að setja hárið eitthvað fínt upp. En annars þýðir lítið að reyna að villa á sér heimildir, ég er svo lítið fyrir það.