Grána 27
fimmtudagur, september 22, 2011
Já sæll, ég er alltaf að resetta passwordið hingað og svo gleymist þetta jafnóðum, nema náttúrulega að þetta breytist af sjálfu sér eins og mig er nú farið að gruna. Annars liggja mér mest á hjarta feminísk mál þessa dagana, finnst svo mikið óréttlæti um allt í samfélaginu. Þannig að ég er hugsa um að endurskíra þetta ekki bara þrúgur reiðinnar heldur gagnrýninn femínisti gone wild. Vonandi verð ég ekki búin að gleyma passwordinu né búið að breyta því næst þegar mig langar að ausa úr skálum reiðinnar.
fimmtudagur, janúar 27, 2011
Ég er svo stolt af stóru stelpunni minni, hún kemur mér stöðugt á óvart með næmni sinni og rökhugsun. Áðan vorum við að takast á um prik sem brotnaði á endanum og olli það þó nokkru drama, svo þegar mamman var að hugga hana og biðja hana fyrirgefningar sagði sú stutta. Já mamma ég fyrirgef þér en ég þarf líka að fyrirgefa sjálfri mér því þetta var líka mér að kenna, já segi ég þú verður að gera það, þá segist sú litla vera búin að gera það í huganum og að hún hafi sagt já.
Þvílíkt sem hægt er að læra af þessu litla gáfnaljósi ef ég hlusta vel.
Þvílíkt sem hægt er að læra af þessu litla gáfnaljósi ef ég hlusta vel.
mánudagur, janúar 24, 2011
já sæll, búin að missa heilt ár úr, ekki að síðustu ár hafi verið afkastamikil en kannski batnar það núna þegar ég er hætt á facebook
þriðjudagur, apríl 28, 2009
Næstum því ári seinna...
vá hvað það hefur breytt miklu að vera orðin tveggja barna móðir, veit ekki alveg hvað málið er en einhvern veginn verður ábyrgðarpakkinn miklu stærri eitthvað og erfiðari. Núna er ég til dæmis í andnauð yfir þessari svínaflensu sem mér finnst alveg fáránlegt, hló að fuglaflensunni þegar hún gekk yfir. Er einhvern veginn alveg að detta ofan í hræðsluáróður fjölmiðlanna og hann er ekkert smá mikill. Held ekki endilega að heimurinn sé verri staður í dag en hann var fyrir 10 árum, áherslurnar eru bara einhvern veginn öðruvísi hjá mér og ég tek eftir öðrum hlutum en ég gerði. Bankakreppan í haust náði ekki til mín en það er eins og búið sé að veikja ónæmiskerfið fyrir slæmum fréttum, svo reyndar eru veikindi eitthvað sem ég á erfitt með að höndla. Peningar eru einhvern veginn auðveldari, alltaf hægt að gera eitthvað í því. Allur þessi neikvæði fréttaflutningur gerir það einhvern veginn erfiðara að lifa í núinu og njóta þess, alltaf einhverjar áhyggjur af því sem gæti orðið. Fáránlegt hvað allt sem svona gúrúar segja að slaka á og lifa í núinu og gera ekki kröfur á sjálfan sig um að vera fullkominn stangast algjörlega á við það sem er í sjónvarpinu og fjölmiðlum. Af hverju ætli fólk þrífist á svona allt öðru en því sem er talið æskilegt og gott fyrir okkur? Þó við tökum eitthvað hversdagslegra en lífsspeki t.d. bara mat.
vá hvað það hefur breytt miklu að vera orðin tveggja barna móðir, veit ekki alveg hvað málið er en einhvern veginn verður ábyrgðarpakkinn miklu stærri eitthvað og erfiðari. Núna er ég til dæmis í andnauð yfir þessari svínaflensu sem mér finnst alveg fáránlegt, hló að fuglaflensunni þegar hún gekk yfir. Er einhvern veginn alveg að detta ofan í hræðsluáróður fjölmiðlanna og hann er ekkert smá mikill. Held ekki endilega að heimurinn sé verri staður í dag en hann var fyrir 10 árum, áherslurnar eru bara einhvern veginn öðruvísi hjá mér og ég tek eftir öðrum hlutum en ég gerði. Bankakreppan í haust náði ekki til mín en það er eins og búið sé að veikja ónæmiskerfið fyrir slæmum fréttum, svo reyndar eru veikindi eitthvað sem ég á erfitt með að höndla. Peningar eru einhvern veginn auðveldari, alltaf hægt að gera eitthvað í því. Allur þessi neikvæði fréttaflutningur gerir það einhvern veginn erfiðara að lifa í núinu og njóta þess, alltaf einhverjar áhyggjur af því sem gæti orðið. Fáránlegt hvað allt sem svona gúrúar segja að slaka á og lifa í núinu og gera ekki kröfur á sjálfan sig um að vera fullkominn stangast algjörlega á við það sem er í sjónvarpinu og fjölmiðlum. Af hverju ætli fólk þrífist á svona allt öðru en því sem er talið æskilegt og gott fyrir okkur? Þó við tökum eitthvað hversdagslegra en lífsspeki t.d. bara mat.
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Ég man þá tíð þegar ég hugsaði í bloggfærslum, alveg sama hvað ég var að spá eða hverju ég lenti í þá var ég alltaf búin að setja það saman í huganum sem blogg. Núna þarf ég að neyða mig til að setja eitthvað inn á bloggið liggur við, ég hef samt trú á að þetta sé æfingaleysi í að tjá huga sinn. Aumingja Óskar minn er sá eini sem "fær" að heyra hvað er að gerast inn í hausnum á mér þessa dagana og það er svo sannarlega ekki alltaf skemmtilegt. Oftast einhverjar áhyggjur og jafnvel smá móðursýki óléttrar konu, það eru nefnilega engar ýkjur að móðurhlutverkið sé það erfiðasta sem tekist er á við. Allavega er ég mest allan daginn að hugsa um afkvæmin mín og hversu mikið ég eigi eftir að "skemma" þau með mismunandi hegðun minni. En í lok dags þá er ég sátt ef ég hef gert mitt besta og ef það tekst ekki þá er ég allavega með áætlun um hvernig sé betra að gera næst þegar sömu aðstæður koma upp.
Annars eiga brúðkaup huga minn allan þessa dagana, gæsanir og ræður og leikir og brúðkaupsafmæli. Allt að gerast einhvern veginn, við erum svo sannarlega á þeim aldri þar sem allir eru að gifta sig, spurning hvað það séu mörg ár í næsta tímabil þar sem allir fara að skilja, giska á svona 10 ár. Því auðvitað er mesta afrekið að vera gift eða búa saman, frekar en að takast að halda almennilega veislu, stundum virðist þetta ruglast dálítið saman finnst mér.
Annars eiga brúðkaup huga minn allan þessa dagana, gæsanir og ræður og leikir og brúðkaupsafmæli. Allt að gerast einhvern veginn, við erum svo sannarlega á þeim aldri þar sem allir eru að gifta sig, spurning hvað það séu mörg ár í næsta tímabil þar sem allir fara að skilja, giska á svona 10 ár. Því auðvitað er mesta afrekið að vera gift eða búa saman, frekar en að takast að halda almennilega veislu, stundum virðist þetta ruglast dálítið saman finnst mér.
mánudagur, janúar 07, 2008
Nýtt ár, nýjir tímar!
Ætla ekki að láta líða ár á milli blogga hjá mér, sérstaklega ekki eftir skemmtilegt grín sem gert var að bloggurum í áramótaskaupinu. Hrikalega fannst mér síðasta atriðið fyndið þar sem allir voru að syngja Ísland er landið. Þeir sem vinna á frystihúsunum og í álverunum eru ekkert Íslendingar og er nákvæmlega sama um Ísland og þess vegna alveg absúrd að þau væru að syngja þetta ægilega ættjarðarlag. Ég allavega skellihló og fannst kaldhæðnin fyndin, sat reyndar í fullri stofu af skyldfólki Óskars og var sú eina sem hló, sem gerði þetta eiginlega bara fyndnara.
Núna eru framundan nýjir og breyttir og góðir tímar hjá mér og mínum, við hjónin ætlum að þreyja þorra og góu, sem er átak til þess gert að stuðla gegn markaðshyggju í samfélaginu og vera umhverfisvænni og heilbrigðari. Höfum aðeins misst tökin á efnishyggjunni og vísavæðingunni, náði reyndar nýjum hæðum um helgina þegar við fórum í fjölskylduferð í borg óttans. Það grípur mig bara eitthvað æði þar sem mér finnst ekkert geta bjargað mér úr lífsins ólgu sjó nema neysla, hvort sem það er á mat eða vörum eða afþreyingu, bara ef það kostar peninga þá hjálpar það. Við erum að tala um að mig langaði í nýja mubblu í stofuna sem ég nákvæmlega ekkert með að gera, það er ótrúlegt hvað maður getur misst stjórnina ef maður gleymir sér.
Ég finn það hjá mér að ef ég passa mig ekki þá missi ég heyrnina, þannig að ég gleymi hvað það er sem skiptir mig máli og hvaða atriði það eru sem ég vil hugsa um og ganga út frá. Stundum er bara hávaðinn af daglega lífinu svo mikill og þessu amstri að láta allt ganga vel og líta vel út og halda öllum góðum og svona að ég bara hætti að heyra í sjálfri mér. Það var eitt það besta við að taka heilt ár í fæðingarorlof (fyrir utan náttúrulega dísina mína og tímann með henni) að ég fór að heyra miklu betur í sjálfri mér, hvað það er sem skiptir mig máli og hvernig manneskja ég vil vera. Við hjónin tókum fínar umræður um þessi mál á leiðinni til og frá Reykjavík, þannig að núna erum við mjög meðvituð og langar að taka smá átak í að vera dugleg í því sem okkur finnst skipta máli og þess vegna ætlum við að þreyja þorra og góu.
Gaman að vera komin aftur, langar að vera duglegri að blogga og tjá mig á blaði.
Ætla ekki að láta líða ár á milli blogga hjá mér, sérstaklega ekki eftir skemmtilegt grín sem gert var að bloggurum í áramótaskaupinu. Hrikalega fannst mér síðasta atriðið fyndið þar sem allir voru að syngja Ísland er landið. Þeir sem vinna á frystihúsunum og í álverunum eru ekkert Íslendingar og er nákvæmlega sama um Ísland og þess vegna alveg absúrd að þau væru að syngja þetta ægilega ættjarðarlag. Ég allavega skellihló og fannst kaldhæðnin fyndin, sat reyndar í fullri stofu af skyldfólki Óskars og var sú eina sem hló, sem gerði þetta eiginlega bara fyndnara.
Núna eru framundan nýjir og breyttir og góðir tímar hjá mér og mínum, við hjónin ætlum að þreyja þorra og góu, sem er átak til þess gert að stuðla gegn markaðshyggju í samfélaginu og vera umhverfisvænni og heilbrigðari. Höfum aðeins misst tökin á efnishyggjunni og vísavæðingunni, náði reyndar nýjum hæðum um helgina þegar við fórum í fjölskylduferð í borg óttans. Það grípur mig bara eitthvað æði þar sem mér finnst ekkert geta bjargað mér úr lífsins ólgu sjó nema neysla, hvort sem það er á mat eða vörum eða afþreyingu, bara ef það kostar peninga þá hjálpar það. Við erum að tala um að mig langaði í nýja mubblu í stofuna sem ég nákvæmlega ekkert með að gera, það er ótrúlegt hvað maður getur misst stjórnina ef maður gleymir sér.
Ég finn það hjá mér að ef ég passa mig ekki þá missi ég heyrnina, þannig að ég gleymi hvað það er sem skiptir mig máli og hvaða atriði það eru sem ég vil hugsa um og ganga út frá. Stundum er bara hávaðinn af daglega lífinu svo mikill og þessu amstri að láta allt ganga vel og líta vel út og halda öllum góðum og svona að ég bara hætti að heyra í sjálfri mér. Það var eitt það besta við að taka heilt ár í fæðingarorlof (fyrir utan náttúrulega dísina mína og tímann með henni) að ég fór að heyra miklu betur í sjálfri mér, hvað það er sem skiptir mig máli og hvernig manneskja ég vil vera. Við hjónin tókum fínar umræður um þessi mál á leiðinni til og frá Reykjavík, þannig að núna erum við mjög meðvituð og langar að taka smá átak í að vera dugleg í því sem okkur finnst skipta máli og þess vegna ætlum við að þreyja þorra og góu.
Gaman að vera komin aftur, langar að vera duglegri að blogga og tjá mig á blaði.
mánudagur, mars 12, 2007
Þakklæti!
Það er svo rosalega margt sem ég er þakklát fyrir, sit til dæmis núna við eldhúsborðið heima í Gránu gömlu og horfi á ástargullið mitt borða og er barmafull af þakklæti vegna hennar. Sjá þetta litla stýri sem er 3 mánuði frá því að verða tveggja ára og er löngu hætt að vera smábarn og orðin krakki. Yndislegur sjálfstæður krakki sem lætur mig heyra það ef henni finnst ástæða til en hlustar líka og tekur sönsum þegar ég legg áherslu á eitthvað. Hún er líka svo blíð og góð og má ekkert aumt sjá, kyssir og kjassar og knúsar. Bara í þessum litla skrokki er meira til að vera þakklát fyrir en ég get nokkru sinni þakkað. Svo ég tali nú ekki um allt annað í mínu lífi, Óskar minn og fjölskylduna mína og húsið mitt og vinnuna mína og vini mína og samfélagið mitt og landið mitt og þjóðina mína.
Svo er bara spurningin hverjum á maður að þakka þetta allt saman? Sjálfum sér? Guði almáttugri? Ríkisstjórninni? Örlögunum? Ég vil þakka guði fyrir mikið af þessu og líka sjálfri mér og þeim sem standa í kringum mig og svo er ég líka mjög örlagatrúar. En þetta er eins og allt annað í lífinu, best í hæfilega áfengum kokteil með slatta af sem flestu til að gera bragðið sem best og einstakast. Svo er ég náttúrulega þakklát þeim sem ennþá lesa þetta :)
Það er svo rosalega margt sem ég er þakklát fyrir, sit til dæmis núna við eldhúsborðið heima í Gránu gömlu og horfi á ástargullið mitt borða og er barmafull af þakklæti vegna hennar. Sjá þetta litla stýri sem er 3 mánuði frá því að verða tveggja ára og er löngu hætt að vera smábarn og orðin krakki. Yndislegur sjálfstæður krakki sem lætur mig heyra það ef henni finnst ástæða til en hlustar líka og tekur sönsum þegar ég legg áherslu á eitthvað. Hún er líka svo blíð og góð og má ekkert aumt sjá, kyssir og kjassar og knúsar. Bara í þessum litla skrokki er meira til að vera þakklát fyrir en ég get nokkru sinni þakkað. Svo ég tali nú ekki um allt annað í mínu lífi, Óskar minn og fjölskylduna mína og húsið mitt og vinnuna mína og vini mína og samfélagið mitt og landið mitt og þjóðina mína.
Svo er bara spurningin hverjum á maður að þakka þetta allt saman? Sjálfum sér? Guði almáttugri? Ríkisstjórninni? Örlögunum? Ég vil þakka guði fyrir mikið af þessu og líka sjálfri mér og þeim sem standa í kringum mig og svo er ég líka mjög örlagatrúar. En þetta er eins og allt annað í lífinu, best í hæfilega áfengum kokteil með slatta af sem flestu til að gera bragðið sem best og einstakast. Svo er ég náttúrulega þakklát þeim sem ennþá lesa þetta :)