Grána 27
miðvikudagur, október 30, 2002
Mér finnst þetta nú einum og sko, spurning um að gera okkur bara að nýjasta ríkinu í USA eða hvað? þetta samfélag er alltaf að verða meira og meira sölusamfélag. Hvað haldiði að þessar skreytingar snúist um annað en að selja meira af jólavörum? Ekki neitt.
Mér finnst þetta alveg sjúklega mikil pressa ok svo þeir sem reka búðirnar eru búnir að taka nokkra markaðsfræði áfanga og vita hvað þeir eiga að gera til að selja það sem ÞEIR vilja.
Það sem mér finnst mest scary er að þessi tím kemur alltaf til með að lengjast og lengjast, á endanum verður ekki þverfótað fyrir jólaskrauti um verslunarmannahelgina. og hvers vegna? jú vegna þess að þeir sjá að það marg borgar sig að byrja áróðurinn sem fyrst því þá kaupir fólk meira
BOTTOM LÆNIÐ er sem sagt að fólk er fífl!! það lætur gabba sig til að kaupa meira og meira á fölskum forsendum og er ánægt með það ég heyri alveg í ömmu gömlu sem hafði gert svo góðan díl að kaupa tvo jólasveina á 2.000 í staðinn fyrir einn á 1.100
Ég er reyndar alin upp af öfgamanni í sambandi við jól, pabbi vildi alls ekki skreyta neitt fyrr en helst á aðfangadagsmorgun en hugsanlega á þorláksmessu. En ég er nú búin að taka völdin á heimilinu og þegar ég hef tíma í desember þá skreyti ég, núna verður það líklega ekki fyrr en helgina 13. eftir próf en það er bara sökum anna.
Jæja einn en skóladagur búinn, það er ekkert smá mikið afrek að lifa allt að 5 skóladaga í viku af. Ég er ægilega ánægð með sjálfa mig, það kom upp heilmikil umræða um lokaverkefni ég þarf að fara að pæla aðeins í því. Þó ég geri það líklega ekki fyrr en á næsta ári þá er aldrei of snemma byrjað.
How dumb are you?
jæja ironic er nú fínt líka
Hvað er kærleikur ?
Kærleikur er, hvert góðverk sem þú vinnur.
Kærleikur, er hvert bros sem þú gefur.
Kærleikur, er að faðma þann sem grætur.
Kærleikur, er að hugga þann sem syrgir.
Kærleikur, er að gefa þeim sem þarfnast.
Kærleikur, er umhyggja fyrir öllu sem lifir.
Kærleikur, er að biðja fyrir öllum, góðum sem slæmum.
Kærleikur, er að lifa sáttur við sjálfan sig og aðra.
Kærleikur, er að dæma ekki.
Kærleikur, er ljósið sem býr í hjarta þínu
smá væmni svona í tilefni dagsins
þriðjudagur, október 29, 2002
What's *Your* Sex Sign?
More Great Quizzes from Quiz Diva
well well, ég er greinilega naut alveg í gegn muu
jæja fyrsta próf síðunnar, þau eiga eftir að verða mörg og hvert öðru vitlausara
You are the most universal mythical beast ever. Sightings of the unicorn have been reported from all over the world, even in these modern times. Unicorns are pure and incurruptible. In China, unicorns symbolised gentleness, good will, and wisdom. Christianity links the unicorn with Christ. It is said that unicorns would only allow virgin girls to see them, let alone touch them. They were easily lured into fatal ambushes by a virgin with some potchers waiting for the unicorn in nearby bushes. A unicorn's horn was a highly prised possesion, which was reputed to have great healing capabilities. With the touch of its horn, a unicorn could bring back a person who had been dead for several hours. But when disattached from the unicorn's body, the magic was suggnificantly reduced and could only protect against poison. The unicorn had the body of a horse, a unique spirling horn, and a lion's tail. They were pure white in color. Congradulations, you are a rarity amoung mythical beasts. There aren't enough of people like you in the world.
What mythical beast best represents you? Take the quiz!
mánudagur, október 28, 2002
Annars verð ég eiginlega að þakka gömlum vinkonum mínum þeim Auði Helga www.auspaus.blogspot.com og Sigrún www.islandur.blogspot.com (ég veit, á eftir að læra að setja þetta undir nöfnin), að ég skuli hafa drifið í þessu. Rakst nefnilega á bloggin þeirra í gær og eftir fyrsta sjokkið yfir því hvað ég hef skelfilega lítið samband við þær þá ákvað ég að drífa bara í þessu. Takk stelpur. Þegar ég rakst á bloggið hennar Sigrúnar fór ég að pæla í hvenær í ósköpunum ég hefði skrifað henni email síðast og sá þá mér til mikillar skelfingar að það var ennþá ósvarað mail frá henni síðan í júní. Ég veit ég skammast mín geðveikt en ætla að drífa í þessu í einum grænum núna.
Annars er tíminn svo geðveikt fljótur að líða, finnst ég vera nýflutt heim en það eru víst bráðum 3 mánuðir síðan
og talandi um tíma, ég á víst að vera búin að vera gift í ár hinn daginn 30 okt. HALLÓ hvernig er það hægt ég er ennþá sextán. smá realitycheck Auður mín þú ert fullorðin. Mér fannst ég nú vera orðin fullorðin þegar ég var gift og farin að drekka kaffi, en núna á ég líka brúðkaupsafmæli vá I´m a dinasor.
Nei svona á gríns þá finnst mér þetta æðislegt, nema mér finnst ég hálf nakin, létum nefnilega aldrei grafa í hringana úti en ætlum að drífa í því núna og þeir eru núna hjá Flosa gamla gullsmið, mér finnst ég bara vera buttnaked þegar ég er ekki með hringinn minn. Enda búin að vera með hann í rúm 5 ár. Ég elska þig Óskar Þór!!
Jæja ég ætla að skrifa henni Sigrúnu krúsíbollu smá meil, og svo þarf ég að reyna að læra aðeins betur á þetta áður en ég fer að auglýsa þessa síðu.
Gute Nacht, schlaf gut
En húrra!!!!!! ég er loksins orðinn bloggari og nú geta aðrir lesið mínar hugrenningar eins og ég hef verið að lesa þeirra síðasta árið eða svo.