föstudagur, nóvember 29, 2002

Vá maður þvílík næring, og þá meina ég ekki bara geðsjúklega góða súkkulaðikakan sem ég gerði eftir uppskrift Nigellu, heldur næringuna fyrir sálina að sitja í góðra vinkvennahópi og föndra, það er alveg að sameina tvennt það sem mér finnst skemmtilegast og ég er þvílíkt endurnærð. Fyrir utan hvað við gerðum geggjað flotta kransa og skraut

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Varð aðeins að breyta uppröðunni á linklistanum mínum, setti þá neðst sem blogga lítið og bætti Venna júdó inn, ekki hræðast forsíðuna fariði bara inn á dagbókina hún er mjög skemmtileg

OK loksins rakst ég á eitthvað af viti um þennan fáránlega dóm um daginn, mæli með því að þið lesið þetta

miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Jæja var nú bara nokkuð dugleg að lesa í dag, en maður verður náttúrulega að passa sig að ofreyna sig ekki. Svo sem lítil hætta á því á þessum bæ.
Annars finn ég á mér að morgundagurinn veðrur góður, við háskólagellurnar ætlum að hittast og föndra okkur aðventukransa og kannski drekka kakó og ætli verði ekki borðað eitthvað af smákökum og svona. Svo er ég líka að fara í klippingu, sem er ekki orðin vanþörf á hef ekkert gert fyrir hárið á mér síðan Óskar krúnurakaði mig 27 júlí, hey fyndið akkúrat 4 mánuðir síðan.
Eina sem ég kvíði í sambandi við morgundaginn er að einn kennarinn sendi mér póst í dag og sagðist vera búin að fara yfir verkefnið okkar, allt í lagi með það, en vill hitta mig til að fara yfir það !!!!!!!!!!! pínu stressandi finnst mér sko. Hef einhvern veginn ekki á tilfinningunni að það sé vegna þess að þetta sé svo frábært, þá kallaði hann það varla að fara yfir það, eða??????

Annars var ég í pallatíma hjá Dögg, sem er kærastan hans Ásgeirs þetta eru helvíti góðir tímar hjá henni, hef reyndar ekki farið í tæp tvö ár en eru ekkert síðri en þeir voru þá.

Hei góðar fréttir, sendi frekjukast meil á líkamsræktarstöðina sem ég var í úti, þessi sem rukkaði mig um 20. þús. og var búin að hringja í gömlu vinnuna mína og gera allt vitlaust. Jú jú eins og við manninn mælt bara ekkert mál á að faxa þeim Abmeldungsscheinið frá Stadt Munchen og þá eru allir kátir, bara alles gute und viel Glück in der Zukunft. Þetta sannar bara enn og aftur það sem hann Pétur Óskarsson hefur sagt (og sýnt for that matter) að það þýðir ekkert annað en að æsa sig upp á háa sjéið við þessa Deutschara það er það eina sem þeir skilja og bera virðingu fyrir. Alla vega takk Pétur fyrir að kenna mér þetta, já talandi um hann, hann á víst afmæli á morgun, bara fyrirfram kveðjur hér með.

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Verð að óska mínum heittelskaða til hamingju með daginn, hann er að verða fjörgamall, smá saman en örugglega.

Til hamingju með afmælið ástin mín

kiss ass



Your Ass Should Be Kissed!


While you won't let anyone stick it,

You expect *everyone* to lick it.

Whenever you want someone to go to town,

You just bend over and pull your pants down.



What Ass Do *You* Have??

More Great Quizzes from Quiz Diva

mánudagur, nóvember 25, 2002




You could feed a 3rd world child for a year with the cost of those pants, ya know.


What pisses you off?

Created by ptocheia

sunnudagur, nóvember 24, 2002


What Is Your True Aura Colour?

brought to you by Quizilla

laugardagur, nóvember 23, 2002

Ég brenn alveg í skinninum að tjá mig um þessa dóma upp á síðkastið, með öðrum orðum ósamræmi milli alvarleika dómanna og brotann. Hver eru til dæmis rökin fyrir því að fá lengri fangelsisvist fyrir að stela lambalæri sem kostar 10. þús. en fyrir að ríða 3 barnungum stelpum???? Er einhver sem getur útskýrt þetta fyrir mér?Og hvers vegna á að taka léttar á einhverjum af því hann er í sambúð og á barn HALLÓ.
Þannig að samkvæmt þessum dómum ætti fólk frekar að ríða sem flestum smábörnum sem oftast, en að stela sér salti í grautinn. Og best er náttúrulega að fara í sambúð og eignast barn strax á eftir því þá er allt í lagi og dómurinn verður ennþá vægari.
Þetta er fokking sick kerfi og ég er fegin að hafa hætt við að verða hluti af því

föstudagur, nóvember 22, 2002

ok, ég er með tillögu. Hvernig væri að setja á stofn svona nefnd eða eitthvað sem gæfi þeim sem væri duglegastur þann daginn verðlaun, ekki svona sem myndi valda samkeppni heldur fengi maður bara allt í einu verðlaun og vissi ekkert hver gæfi þau eða hver annar fengi þau. Mér finnst ég nefnilega eiga skilið verðlaun eftir daginn í dag, eftirfarandi lestur er ekki fyrir viðkvæma:
06:00 vaknaði
06:30 fór í World Class og hjólaði
07:30 borðaði morgunmat og horfði á morgunsjónvarpið
08:00 byrjaði að lesa í Stjórnun
12:00 eldaði pasta fyrir okkur mömmu
13:00 hélt áfram að lesa í Stjórnun, kláraði samanlagt 3 kafla, sem er jafnmikið og ég er búin að lesa í allan vetur
16:00 bakaði hjónabandssælu og vaskaði upp eftir matarboð í gær
og meðan ég gerði allt þetta, kláraði ég líka fjórar heimatilbúnar jólagjafir ógeðslega flottir birkikransar með fjölskyldumyndum og málháttum og svona, á aðeins eftir að klára það, og pakkaði inn 3 jólagjöf handa litlu krúsíbollunum í Grímsey

Og ég er svo hrikalega ánægð með sjálfa mig, og er í svo miklu betra skapi en í gær. Mitt ráð er sem sagt til aðhalda geðheilsunni við prófalestur og bara að vera til, baka, föndra og sauma út. Eða fyrir hina sem eru eðlilegri að fara í tölvuleiki eða horfa á vídeó eða hvað sem er sem lætur ykkur líða vel, þannig líður manni miklu betur og maður kemur meiru í verk á styttri tíma.

Eftir mikið þunglyndi síðustu dag er ég staðráðin í því að láta sjálfri mér líða betur og gera eitthvað sem ég fíla

í þessu englandsvitneskjuprófi er hægt að að vera the Quen mother, Hugh Grant, Joe og Bush í þessari röð

http://edda.is/?b=_karlkona
þessi sem sagt

svo er hægt að taka próf á þessari síðu sem segir til um karl og kvenlega eiginleika, ég er unisex, mitt á milli með 160 stig. Gat nú verið.

ok veit ég ætti eiginlega ekki að viðurkenna þetta, en það er nógu laim að taka þessi próf þó maður svindli nú ekki líka með því að vilja ekki viðurkenna hvernig manni gekk í þeim




Nope, you don't have a drop of english blood in your body. In fact, you're probably American ;) Y'know that little island next to France? Y'know...Europe? No? Ohwell. We love you really - have a cucumber sandwich!

How British are you?

this quiz was made by alanna


miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Valdi kallinn búinn að linka á mig líka, ég fer í að setja G dálk upp það er alveg á hreinu. Hvernig er með Villa og Þórdísi eru þau ekkert að blogga?

ég er nú frekar ósátt við að Ása kalli mig Auði sauð og í mótmælaskyni ætla ég að kalla hana Ásu pjásu. Annars sýnist mér að maður verði að hafa sér dálk með G-inu, sem er sem sagt 4g í MA ´98, eigum nefnilega afmæli næsta sumar, 5 ára.

ok sem sagt ekki, en allavega gat ég lagað að linkarnir opnast í auka glugga en ekki yfir minn, því minn má náttúrulega ekki lokast sko

ok er búin að læra svolítið nýtt á html, þökk sé Berki

Ég er alveg að deyja mig langar svo út í Grímsey, fyrir þá sem ekki þekkja fjölskylduhagi mína og þykir þessi fullyrðing alveg út í hött, þá búa bæði systkini hans Óskar þar með mökum og börnum, samanlagt 3 börn. Og mig langar svo geggjað að hitta þessar litlu krúsídúllur að ég er alveg að deyja, er meira að segja búin að skoða flug útí ey fyrir jólin, bara að kíkja í nokkra daga. En vonandi koma þau nú eitthvað í land fyrir jól, en það kemur í ljós.

Er að reyna að glósa kafla um fyrirtækamenningu, þetta er frekar áhugaverður kafli og allt það en ég er bara alls ekki að nenna þessu, langar heim að gera eitthvað skemmtilegt, baka eða sauma út eða klára jólagjafirnar. Greip aðeins í myndina hans Ægis Daða í gær og með þessu áframhaldi get ég gefið honum þetta í afmælisgjöf núna í janúar, bara tveimur árum seinna en planað en samt. Svo þarf ég að byrja á einu svona útsaums dóti fyrir Helgu mína, eða sko barnið hennar.

Annars fórum við í Hagkaup í gær og þar hitti ég Ásu sem ég hef ekki séð lengi. Hún ver með píni ponsu lítinn strák, ægilega sætan alveg nýfæddur, heitir Benedikt. Hún er nú með þeim duglegri sem ég þekki, ætlar svo að skella sér í kennarann næsta vetur, þvílíkur dugnaður. Mér fannst hún bara líta rosavel út, ætli 10. bekur í Hrafangili hittist einhvern tíman aftur með ríjúníun???, næsta vor erum við 9 ára.

Jæja best að reyna að glósa eitthvað aðeins meira áður en ég fer í síðasta tímann í stefnumótun

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

jess ég er svo klár, lærði að setja inn linka, var búin að setja einn inn en hann lenti einhvers staðar í buskanum, en svo fékk ég smá hjálp frá mínum heittelskaða og núna er þetta fínt, þá er bara að fá sér gestabók og comment kerfi næst

mánudagur, nóvember 18, 2002

Ok hversu scary er að sjá svona stafsetningar villu inn á heimabankanum sínum??????
Óskylgreint

jæja nú líður mér eins og ég hafi sigrað heiminn, var nefnilega að klára að skila síðasta verkefninu á önninni. Shit maður þetta er búið að vera önn dauðans en hún er að verða búin og núna getur maður farið að pæla í prófalestri.

Annars er mín í geggjaðri sjálfsskoðun, Erna alveg tók mig í karphúsið í morgun í höfuð beina og spjaldmeðferðinni. Á víst að fara í ægilega sjálskoðun og komast að því hvers vegna ég neita að verða fullorðin, já já þvílíkt djúpu pælingarnar. En ef það verður til þess að krónískur leiði minn á öllu mögulegu, og ómögulegu for that matter, batnar þá er það æði.

Jæja ætla að sofa út á morgun til að halda upp á þennan áfanga, nýkomin úr heitu baði og allt bara í plús. Takk Steini fyrir að nenna að tala um ESB við mig

föstudagur, nóvember 15, 2002

ok það er kominn langur listi yfir þá sem þurfa að fara á linka hjá mér, þegar ég nenni að pæla í því. En the Bark er kominn efstur á lista eftir fyrstu setninguna sína.

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

ok smá hint hérna, ef þú ert nýr kennari í Markaðsfræði og finnst þú svona ekki alveg vita hvað þú ert að kenna og það jafnvel bara vera rosalega leiðinlegt. Ekki verða alltaf að röfla um það, ekki mæta alltaf of seint og segjast vera ný vaknaður, ekki segja oftar en fimm sinnum í tíma að þetta sé nú frekar leiðinlegt, ekki koma inn í meira en 20 manna bekk og spyrja hvernig við viljum að hlutirnir séu gerðir. Var nefnilega akkúrat í svona tíma áðan, ég veit hann er rennblautur á bak við eyrun en samt......

Annars er ég búin að vera að hamast við að klára verkefni og svona þannig að ég hef ekki haft neinn tíma til að blogga. En það hefur líka skilað þeim árangri að ég er farin að sjá fram úr þessum verkefnum og meira að segja svo vel að ég er farin að skipuleggja prófalestur. Það er mikil framför í síðustu viku var ég við það að hætta í skólanum. Svona er þetta.

Annars munaði litlu að Kjarnaskógarlöggan næði mér í gær, var komin með smá af greinum sem ég klippti, mjög snyrtilega og án þess að valda miklum skaða. Kemur ekki einhver bíll merktur skógræktinni, ég henti þessu frá mér og brunaði af stað, ekkert grunsamlegt!!!!!! Ég er bara svo viss um að ég megi þetta ekki, þó ég viti það í rauninni ekki. Mamma gamla vildi nú meina að þetta væri allt í lagi því við værum félagar í skógræktarfélgainu, en einhvern veginn efast ég um að þau muni sjá það svoleiðis. Núna er ég svo forvitin að að vita hvort þeir hafi tekið greinanrnar en þorfi ekki að fara aftur. Kannski fer ég bara á Snata gamla, þá þekkist ég ekki.

mánudagur, nóvember 11, 2002

Er búin að vera maraþonhlusta, sem sagt með á repeat, á Only you með Flying pickets. Finnst þetta geggjað lag, engin hljóðfæri heldur bara söngur, tók það af síðunni hjá Venna júdó forsíðan er glötuð ég veit en dagbókin hans er helvíti góð. Mér finnst allavega gaman að lesa hana.

Ætlaði að fara að sofa og vera stillt en ætla frekar fram að horfa á Temtation Island, þá get ég blaðrað um það við Ingu á morgun

Er að drepast úr svartsýni og geðvonsku þessa dagana og ætlaði ekkert að blogga. En þá rambaði ég á síðuna hennar Auspaus, ég hef verið að skoða mjög reglulega, og þar sem hún talaði svo vel um mig þá er ég komin í gott skap. Það er svo geðsjúklega mikið að gera í skólanum þessa dagana að ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast niður með Óskari og læra að setja inn linka og gestabók og svona basic atriði. En þetta verður gert í síðasta lagi seinni partinn á aðfangadag meðan rjúpurnar eru í ofninum, pabbi og mamma fremra að bardúsa eitthvað, hvort sem það er að stinga út eða sæða eða eitthvað annað, og Helga ólétta að leggja sig.
Annars kom hún elsku Helga mín í heimsókn um helgina, hún lýtur ekkert smá vel út finnst mér. Ég var eitthvað miður mín þegar hún kom, er í einhverri lægð þessa dagana og þráðurinn alveg á stærð við atóm, þá settist hún við hliðina á mér og teygði hendurnar út og spurði hvort Helga mamma ætti að hugga mig. Alveg það krúttlegasta ever, bætti það meira að segja upp að Hreinsi gribba skyldi skamma mig. Hreinsi er sem sagt barnsfaðir hennar, þau voru saman í bekk í MA, ægilega ástarsaga. Hann er úr svona góðri fjölskyldu, pabbinn er tannlæknir mamman hjúkka allir í íþróttum og góðir námsmenn og tveir flottir bílar, eiga reyndar ekki hund. En ég held að þau sé voða hamingjusöm og það er æðislegt. Held að þetta litla kríli, sem sparkaði nokkru sinnum fyrir UPPÁHALDS frænku sína um helgina, verði geggjað sætt, þau eru bæði svo myndarleg.

Maður er svo fyndinn heldur stundum að fólk sé búið að gleyma manni, en eiginlega getur maður gengið út frá því að það fólk sem maður er sjálfur ekki búinn að gleyma er heldur ekki búið að gleyma manni. Núna er ég að tala um krúttið hana Auði Helga, það verður mjög gaman að hitta hana hvenær sem það verður. Það er svo skemmtilegt að eiga vini sem maður þarf ekki að vera með samviskubit yfir að heyra ekki reglulega í, svo þegar maður heyrir í þeim þá er eins og maður hafi síðast talað við þá daginn áður. Það eru finnst mér sannir vinir.

Annars átti ég mjög furðulega helgi, fór út á föstudaginn og lenti á ægilega skemmtilegri kjaftatörn með stelpunum, ég elska að sitja og kjafta um heima og geyma við stelpurnar, það er svo gaman. Svo fór ég í partý hjá tveimur sem ég hef aldrei komið heim til áður og efast um að ég geri það aftur, það er alltaf gaman svona annars lagið. Svo í gær var ég alveg down under, næstum því bara í Ástralíu, en þá kom Helga mamma og huggaði mig. Svo í dag fórum við pabbi frameftir og vorum að sækja folaldsmerarnar, það var mjög skemmtilegt og auðvelt, þær eru nefnilega svo klárar og rata alveg heim á tún, þar fengu þær líka síld og hey og svona nammi alls konar. Svo er ég búin að hætta í skólanum tvisvar í dag og búin að vera svolítið leið og þá las ég bloggið hennar Auður og varð aftur glöð, mér finnst líka alltaf gott að tala við Margréti mína, hún er svo klár og bjartsýn alltaf.

Jæja núna er ég orðin geggjað væmin, eins gott að fara að hætta áður en þetta verður enn verra. Annars er ég komin með nýja stefnu að vera meira væmin og minna hörð.

laugardagur, nóvember 09, 2002


What kind of porno would you star in?

brought to you by Quizilla


je baby, þetta er nú með þeim gáfulegri útkomum sem ég hef fengið úr prófi, eða sko líklegustu

föstudagur, nóvember 08, 2002

[If I were an online test, I would be The Internet-Addict Test]

I'm The Internet-Addict Test!

I love in-jokes, especially if they help highlight the marvellously geeky cultural differences between my internet clique and the rest of the world.

Click here to find out which test you are!

dísös hvað það er geggjað að gera þessa dagana, samt einhvern veginn líður mér betur þegar é ghef mjög mikið að gera, veit ekki , eins og lífið sé einhvern veginn meiri áskorun en ekki bara endalaust dúttl fram og aftur endalaust.
Ég held að ég verði vinnualki þegar ég verð stór, það hlýtur að vera. En það verður nú samt gott að komast í jólafrí og geta dúllað sér aðeins, svo er Helga systir að koma í dag. Það verður gaman að sjá bumbuna á henni, eins gott að litla krílið sparki í mig, ég er búin að hlakka til í margar vikur að fá að finna það hreyfa sig. Ég potta bara í bumbuna á henni þangað til það sparkar til baka.

Jæja best að fara í tíma og halda fyrirlestur, fyrir tvo áheyrendur kennarann og einn nemanda. Ég veit þetta er sich en samt er 67% mælting í áfangann og reikni nú hver fyrir sig

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

ok þetta er FÁRÁNLEGASTA próf sem ég hef tekið, en úr því ég tók það er eins gott að leyfa ykkur að spreyta ykkur ef þið viljið



Am I The Greatest Song In The World?

Nay: I am but a tribute to the greatest song in the world!

Are you the greatest song in the world?



I Am The Sex Toy:


G-Spot Vibrator: Simple and to the point. I know how you like it and thats how I do it. Not much else to say about myself.

Find out what sex toy you are.


je baby I´m a very straight forward kind of girl, enda væri ég nú líklega ekki gift honu Skara mínum í dag ef ég kynni ekki að taka af skarið.
Ok verð að segja aðeins frá því úr því ég er byrjuð, fyrsta bíóferðin (sem hann reyndar bauð mér í) við sitjum í bíóinu (eftir að vera búin að keyra á og þrufa að skipta um bíl og fresta bíóinu um eina sýningu, fall er vissulega faraheill) og ég er þvílíkt með hendina galopna fyrir því að láta halda í hana, man ekkert um hvað myndin var, því ég beið svo mikið eftir að hann tæki í hendina á mér. Endaði náttúrulega með því að ég hrifsaði, nei nei ekki svo slæmt reyndar, í hendina á honum og þá hélt minn dauðahaldi. Svo var nú eins með kossinn á eftir ég varð að taka frumkvæðið af honum, en síðan eru liðin mörg ár, þeir greidd í píku á þessum dögum greidd í píku........ (syngjist þessar síðustu línur)

Vá hvað tíminn er fljótur að líða, það eru rúmar tvær vikur eftir af skólanum. Það verðu samt fínt að vera búin með þessi halvítis verkefni og geta farið aðeinbeita sér að því að læra fyrir próf. Mér finnst það alltaf svolítið gaman, geta bara hellt sér út í eitthvað eitt fag og enbeitt sér að því, karlorkan sko.
Best að drífa sig í tíma hjá Helga Gests og láta hann rugla í sér

mánudagur, nóvember 04, 2002

vá er hægt að vera duglegri en við hjónin vorum í morgnu???? Fórum í World Class upp úr 6 og púluðum í 20 mínútur eftir Bill Philis, heitir hann það ekki líkama fyrir lífð gaurinn?, aðferðinni. Ætlum að reyna að taka okkur aðeins á og fara núna í mánuð, en ég ætla allavega ekki að lyfta veit ekki hvað Óskar gerir, Erna, jógakennarinn minn, segir að ef maður er að lyfta getur maður ekki orðið mjög liðugur og í bili tek ég liðug fram yfir mössuð.
Annars var ég á alveg geggjuðu jóganámskeiði á laugardaginn, svona stefnumóti við sjálfa mig ægilega skemmtilegt og gaman að nota allan daginn fyrir sjálfa sig.
Núna ætla ég að reyna að nýta mér það að vera komin á fætur og þurfa ekki að fara í skólann fyrr en 10, með því að reyna að teygja lopann um markhóp Laxár, er búin að skirfa eina setningu og það segir allt sem segja þarf. En þetta eiga víst að verða 3 blaðsíður hjá mér þannig að það er eins gott að bulla sem mest.

Which Firearm are you?
brought to you byStan Ryker

sunnudagur, nóvember 03, 2002

jæja það er best að skella einu prófi enn inn,

tasty nipple



You Have a Tasty Nipple!


Your nipple tastes... great!

(Just like CHICKEN)



What Nipple Do You Have?

More Great Quizzes from Quiz Diva


ekki að spyrja að því

föstudagur, nóvember 01, 2002

Mér finnst sex in the city, æðislegt, þess vegna verð ég að setja niðurstöðurnar úr þessu prófi hérna inn





Which Sex and the City Vixen Best Matches Your Sex Style?

hún er líka lögfræðingur eins og ég ætlaði einu sinni að verða, er fegin að hafa skipt um skoðun.





Take the Online BULLSHIT fucktard tests:
How good are you in bed
test by dr jo0lie

jess föstudagur, það er alltaf einhvern veginn spes stemming á föstudögum, alveg að koma helgi og svona. Þó svo reyndar að það verði geggjað að gera um helgina þá er það samt alltaf gaman. Er að fara á eitthvað ægilegt 5 tíma jóganámskeið á morgun einhver jógagúru að koma til að dýpka upplifun þátttakenda á námskeiðinu, það verður örugglega mjög gaman, ég er allavega spennt. Svo er ég með allavega 10 manns í mat annað kvöld sem verður líka mjög gaman, ætla að elda kínverskt og indverskt.
Annars var ég í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð í gær, rosalega fróðlegt og vonandi gagnlegt. Allavega gat hún sagt mér helling um hvað líkami minn segði henni, skrýtið að það þurfi utanaðkomandi til að segja manni hvernig manns eigin líkama líður.

Jæja ætla að reyna að nýta það að vera komin á fætur svona snemma og þurfa ekki í skólann fyrr en eftir hádegi, verð eiginlega að klára eitt lítið verkefni í gæðastjórnun og skila þegar ég fer upp eftir á eftir. Læt heyra í mér hvernig jóganámskeiði gekk.
p.s. góða skemmtun á Moby Kristín