þriðjudagur, desember 31, 2002

Ohh þessi helvítis ADSL tenging hjá Símanum, er að gera mig brjálaða, var búin að blogga helling í gær en svo datt það allt út því þeir slitu sambandinu. En any who, síðasti dagur ársins og kannski ekki úr vegi að líta aðeins yfir farinn veg.

Þó fæsti í bloggheiminum viti það þá bjó ég í Munchen fyrstu 8 mánuði þessa árs, flutti heim í ágúst. Það var ljúft að búa úti, en gerir manni góða grein fyrir því að maður vill eldast og ala upp börnin sín á Íslandinu góða. Þannig að það var ákveðið um þetta leiti í fyrra að koma heim í haust og fara í HA, ég að klára viðskiptabrautina og Óskar í tölvunám.
Lilja Kristín æskuvinkona mín og bekkjarsystir í MA dó líka á þessu ári eftir að hafa barist við krabbamein, það var erfitt að koma heim í apríl til að fara á jarðarförina. En ég á aldrei eftir að þakka sjálfri mér nóg fyrir að hafa látið verða af því (þó fæst bekkjarsystkini mín hafi séð sért fært að koma frá Reykjavík) það hjálpaði mér rosalega mikið og það að hitta aðra úr bekknum og ræða málin og svona var rosagott. Svo náttúrulega gat ég rætt þetta við fjölskylduna mína og svona allt öðruvísi en ef ég hefði verið úti.
Núna er ég ekki í stuði til að rifja meira upp, geri það kannski á næstu dögum.
GLEÐILEGT ÁR allir saman.

mánudagur, desember 30, 2002

Það varð nú ekkert úr því að gifsa Helgu mína í gær, hún fór í bíó á Lord of the Rings og hafði eftir það engan nenni í að liggja út af kjurr í x langan tíma.
Ég fór ekki á Lord of the Rings frekar en númer eitt, hef enga trú á að þessi mynd sé við mitt hæfi, ekkert frekar en Harry Potter. Ég er svo down to earth raunsæ týpa að þessi ævintýraheimur er ekki mæ thing. En ef ég horfi á þær einhvern tíman þá koma þær mér kannski skemmtilega á óvart.

sunnudagur, desember 29, 2002

Annars eigum við sellurnar (eitthvert lífræði heiti yfir 3 eindir) stefnumót á morgun, sellurnar eru sko ég, mamma og Helga systir. Það er nefnilega planið að gifsa bumbuna á Helgu, ég er búin að biðja hana um þetta og eftir miklar og þá meina ég miklar umræður erum við búnar að plana þetta og ætlum að demba okkur í það á morgun. Svo ætla ég að setja ramma utan um þetta og líma á það og svona, verður geggjað flott held ég.
Jæja best að reyna að sofna eitthvað, spái því að það taki slatta tíma, en hefst á endanum. Góðan daginn þið sem eruð MJÖG árrisul og góða nótt þið sem eruð búin að snúa sólahringnum við eins og ég.

Ok ráðlegg engum sem vill sofa á nóttunni að kaupa sér Catan-spilið, það er verkfæri djöfulsins. Núna er klukkan til dæmis að ganga sjö að morgni og ég er ekkert farin að sofa og langar það ekki einu sinni. Búin að vera að spila Catan í 6 tíma og væri til í 6 í viðbót. Ok þetta væri skárra ef ég hefði sofið fram yfir hádegi og ekki gert neitt í millitíðinni, en nei nei mín komin á fætur fyrir 9 og búin að vera að eltast við hross meðan dagsbirtan entist. Þetta er mjög ávanabindandi spil og aukaverkanirnar sem hafa komið í ljós hjá mér eru að ég gleymi öllu öðru. T.d. hélt ég að ég væri að verða veik í allt kvöld, þar til við fórum að spila og núna er ég eins og ný.

laugardagur, desember 28, 2002

Setti inn nokkra nýja linka, bara svona því klukkan er 4 um nótt og ég nenni ekki að fara að sofa, þó ég ætli að vakna klukkan 9 í fyrramálið, Já börnin mín SVON ERU JÓLIN.

yogaYour New Year's Resolution Should Be: Take Up Yoga!


Now when your lover's too tired to fuck,

You'll have something to lick and suck.What's *Your* New Year's Resolution?

More Great Quizzes from Quiz Diva

Ég vil hvetja alla til að stunda kynlíf þó konana sé á túr. Eftir útreikninga kvöldsins þá mælist mér eftirfarandi til (forsenda:á við um fólk í langtímasamböndum). Konur sem eru á reglulegum blæðingum, eins og þær væru á pillunni, eða eru á pillunni og gera það ekki missa af tveimur mánuðum á ári af kynlífi (5 dagar í mánuði * 12 = 60 dagar = 2 mánuðir). Ok segjum svo að fólk geri það cirka annan hvorn dag (gefin forsenda) hina 10 mánuðina, þá eru það 5 mánuðir sem fólk er að stunda kynlíf.

Þannig að bara endilega að bæta þessum mánuði við með því að gera það líka þegar maður er á túr, lífið er alveg nógu stutt og nógu "lítið" af kynlífi þó maður sé ekki líka að neita sér um það þegar maður hefur blæðingar.

föstudagur, desember 27, 2002

Gay%20Bear
Which Dysfunctional Care Bear Are You?

brought to you by Quizilla

Ég elska internetið, alveg sama hvað er alltaf verið að tala um að hægt sé að sjá allt sem maður gerir á netinu og leyniorð og bla bla. Venjulegt fólk getur ekkert séð þessa hluti og þess vegna er maður andlitslaus, til dæmis á Þorláksmessukvöld þá gekk ég beint í flasið á Venna Júdó þegar ég var að koma inn í Bókval. Allt í besta lagi með það, nema mín gat náttúrulega ekki annað en hlegið innra með sér því hann hefur ekki hugmynd um hvað ég veit mikið af síðunni hans og að hann hefur oft commentað á mínar athugasemdir þar, he he. I love the internet.

You're%20a%20Shirley%20Temple!%20%20A%20non-alcoholic%20beverage%20made%20up%20of%20ginger%20ale%2C%20grenadine%20syrup%20and%20a%20stemmed%20cherry.%20%20You're%20spiritual%2C%20sensible%20and%20at%20one%20with%20nature%2C%20especially%20birds%20and%20fl
""Which cocktail are you?""

brought to you by Quizilla

Fyndið hvað maður er latur að blogga á jólunum, það einhvern veginn tilheyrir ekki. En það tilheyrir að vaka lengi og sofa frameftir, og þá reglu hef ég þokkalega verið að halda.
Jólin búin að vera rosalega ljúf og róleg, aðeins of róleg kannski, engin jólaboð eða svoleiðis. En við erum búin að spila rosa mikið við Helgu og Hreinsa MJÖG skemmtilegt. Alveg að rústa Catan.

Er búin að setja inn teljara á síðuna og ætla að láta það nægja, nenni ekki að hafa gestabók því þá pirrast ég bara á að enginn skrifi í hana og nenni ekki að hafa comment því ég vil bara fá góð comment eða allavega ekki einhver alltof bitchí og ekki að fólk klæmist við mig. En ætla að setja inn emailið mitt einhvern tíman þannig að það sé nú hægt að hafa eitthvert samband við mig ef áhugi er á því.

mánudagur, desember 23, 2002

Sko þessi frábæri dagur, var þannig að ég var beðin um að verða guðmóðir litla barnsins Helgu og Hreinsa. Sem ég þáði að sjálfsögðu með stolti. Svo fórum við og spiluðum Siedler (eða Catan) við Bjarkey og Gumma langt fram á nótt, eða til 5 um morguninn, mjög skemtilegt sko.

Annars hefur nú jólaandinn ekki verið að angra mig neitt þessa dagana, er ekkert rosaspennt fyrir þessum blessuðu jólum verð ég að segja eins og er. En var að skreyta jólatréð áðan og pakka inn gjöfum og svona, það er nú alltaf solltið jólalegt sko. Svo náttúrulega er maður búinn að fara í Mall of Akureyri og hitta margt gott fólk, Evu og Valda meðal annarra.
Svo er ég líka búin að gefa flestum vinum mínum kransana fínu sem ég var að gera, bara einn eftir og hann verður sóttur seinna í kvöld. En núna langar mig ægilega að fara á Bláu könnuna og söttra kakó eða eitthvað og sýna mig og sjá aðra.

Geri nú ekki ráð fyrir að blogga mikið á morgun, vill bara óska öllum gleðilegra jóla og hafiði það sem best.

sunnudagur, desember 22, 2002

Ok dagurinn í dag, eða gær samkvæmt þessu dagatali hérna var sá besti í langantíma, segi betur frá því seinna er að leka niður úr þreytu enda klukkan að ganga sex að morgni.

laugardagur, desember 21, 2002

not a hoYou are Not A Ho!


At Xmas, food is your only feast

Unless you count doing your priestThe Xmas Quiz: Are You a Ho Ho Ho?

More Great Quizzes from Quiz Diva

Fyndið hvernig það er mismunandi hvaða bloggsíður maður les, síður sem ég las alltaf áður en ég byrjaði sjálf að blogga, hef ég ekki lesið í margar vikur núna en er í staðinn að lesa síður fólks sem ég þekki. Þetta er greinilega tískusveiflum h´ða eða eitthvað álíka. Eins með það sem talað er um á bloggunum, það virðist breiðast eins og eldur um sinu sama umræðuefnið.

En ég ætla ekki að ræða um Ingibjörgu Sólrúnu, það pirrar mig bara of mikið.

föstudagur, desember 20, 2002

Er búin að klára allar heimagerðu jólagjafirnar mínar, jebb þetta árið eru þær frekar staðlaðar, en flottar engu að síður og heimagerðar from scratsch. Annars er maður bara í afslöppun svona í jólafríinu, sá á stundaskránni minni áðan að ég á ekki að byrja aftur fyrr en 13. jan. þannig að þetta er bigtime afslöppun. Vonandi að hún verði ekki svo mikil að það verði stressandi.
Helga systir kom áðan norur, ægilega gott að fá hana á svæðið orðið voðalega myndarleg, litla krílið eiginlega hætt að hreyfa sig, búið að skorða sig og bíður bara eftir að fá að koma í heiminn. Má samt ekki koma fyrr en eftir áramótin. Ég spái því að það komi á þrettándanum og sé stelpa, en meðan allt gengur vel og svona skipta smámunir eins og kyn og dagssetning engu máli. En ég brenn alveg í skinninu að spyrja Helgu í sambandi við guðforeldrana, en þori það eiginlega ekki, er svo hrædd um að það sé einhver annar en ég.

miðvikudagur, desember 18, 2002

Annars er ég búin að vera baking meiníak í dag, bakaði fullt af sortum og ætla að baka meira á morgun, er líka ágætlega þreytt maður, en það er fínt.

Smá tilkynning, ég er hætt að horfa á Kastljósið, þessir fæðingarhálfvitar þarna, strákarnir tveir, hafa nú oft pirrað mig en í kvöld tók steininn úr. Voru með Ingibjörgu Sólrúnu í stólun út af því hún ætlar á lista hjá Samfylkingunni í vor og þeir voru ömurlegir. Bara framlenging á Sjálfstæðisflokknum, ekkert Drottningaviðtal eins og þegar Dabbi drullusokkur er hjá þeim, ónei. Þeir voru virkilega ömurlegir og alls ekki hlutlausir.
Ég sem sagt ætla alltaf í framtíðinni að skipta af Kastljósinu, horfi frekar á Cybernet á Skjáeinum eða bara Korter á Aksjón, allt annað en þessa fokking hálfvita sem ættu ekki að fá að vera í sjónvarpi. Spurning hvort allir hjá RÚV þurfi að vera flokksbundnir Sjálfstæðismenn???? þarf að spyrja Villa að því við tækifæri.

Jæja þá er maður komin aftur heim í heiðardalinn, það er nú bara ágætt. Hengdi upp seríur í stofunni og "borðstofunni" og var að skreyta aðeins og dúlla mér, voðagaman. Óskar minn er límdur við playstationtölvuna, sagðist vera ægilega glaður að vera kominn í jólafrí, fannst ekki mikið frí að vera fyrir sunnan.

Annars var fínt að vera fyrir sunnan, hittum ömmu og afa og fleiri fjölskyldumeðlimi en ég hef hitt lengi hjá þeim í síðustu heimsóknum mínum, t.d. Agnesi Ósk sem ég hef aldrei séð áður, gaman af því. Svo hittum við fullt af vinum okkar, en ekki samt alla sem ég vildi hitta en tók samt þá ákvörðun að hitta bara þá sem væri tími fyrir ekkert að stressa mig á að hitta alla í einu og eitthver vitleysa.
Svo er náttúrulega gaman að sjá tengdó og hún var náttúrulega í skýjunum yfir flottu jólgjöfinni sem ég var búin að búa til handa henni.

Svo vildi sveitalubbinn minn endilega fara í Smáralindina frægu, amma gamla var alveg hneyksluð að við hefðum ekki komið þangað. Þannig að við skelltum okkur, þetta er nú miklu minna en mér finnst allir hafa verið að tala um rn búðirnar eru stórar og fínar, keypti mér tvær mussur, svona solltið indíánalegar. Önnur aðeins of stór á mig þannig að ég lánaði Helgu systir hana.
Sú er nú orðin myndarleg maður, ægilega krúttleg bumban á henni, get ekk beðið eftir að fá hana norður og svo er nú orðið stutt í að krílið eigi að fæðast maður, 12. jan.

Annars lenti ég í ægilega skemmtilegu á leiðinni norður, tókum bensín í ÓB í Borgarnesi og ég skrapp inn til að sækja smá nesti for the road. Það er þá það Olís sem Auður er að vinna á (hélt það væri Baulan gamla), þannig að það voru fagnaðarfundir, píkuskrækir og læti, ægilega gaman að sjá hana krúsidúlluna, lítur rosavel út og eins og hún sé hamingjusöm þessi elska.

Þessi ferð norður var líka mjög lærdómsrík fyrir mig, komst að tilfinningum sem ég var ekki búin að skilgreina, bara sama gamla reiðin sem ég nota til að tjá flestar tilfinningar mínar (neikvæðar sko). Ætla nú ekki að fara nánar út í það hérna nema þetta var afbrýðisemi og hræðsla (við höfnun líklega).

p.s. hvað á að þýða að fólk sé að hætta að blogga hægri vinstri???? já Valdi viltu útskýra þetta mál

þriðjudagur, desember 17, 2002

Ástæðan fyrir þessu litla bloggi mínu upp á síðkastið er að ég er í höfuðborginni að spóka mig. Einn vinur minn spurði hvort ekki væri hægt að kaupa jólagjafir fyrir norðan, en það ernú ekki málið. Við hjónin erum nú bara að heimsækja fjölskyldumeðlimi og vini. Ástæða þess að ég blogga hefur komið í ljós, þannig vissi Kristín vinkona mín frá Munchen að við værum fyrir sunnan og þau komu í gær til landsins þannig að við hittumst í kvöld og fórum í keilu, mjög gaman nema ég er ROSALEGA légleg og í Pool er ég líka ROSALEGA léleg.

Annars gekk prófið á föstudaginn bara nokkuð vel, þetta vat challenging aldrei þessu vant, annað prófið af tveimur sem var eitthvað varið í. Gaman að taka svona öðruvísi próf og vinna undir pressu. Svo var farið í ljós og heitan pott og út að borða og á djammið. Mjög skemmtilegt, ég svona hálf sveif um í vímu, bara léttis og gleði vímu smat sko. Það er svo gott að vera búin. Annars er ég þokkalega fúl í augnablikinu, fengum úr einu prófi í síðustu viku og ég fékk 8, sem er fín einkunn og allt í lagi með það, en hefði verið til í að fá 9. Fékk svo póst um að ég fékk 8,4 já 8,4. Ég er að drepast ég er svo fúl, munar FOKKING einum punkti að ég fái níu. Ætla að fara og skoða prófið þegar ég kem heim, eða hinn daginn.

Jæja best að láta tengdó gömlu ekki þurfa að borga meiri internetkostnað vegna mín, hlakka til að komast heim í ADSL ið mitt og fljótu tölvuna mína

fimmtudagur, desember 12, 2002

fékk þetta hérna fyrir neðan á meili áðan og svaraði samviskusamlega, en þar sem ég nenni ekki að senda þetta á alla set ég það bara hér inn í staðinn. Geri að sjálfsögðu ráð fyrir að ALLIR sem ég þekki lesi síðuna mína oft á dag, je ræt

Góð lesning skemmtið ykkur, strokið svo út mín svör og svarið eins og samviskan býður ykkur og "replay" á mig og vinina ;)

* Ever been so drunk you blacked out: > sem betur fer ekki, á vonandi/líklega aldrei eftir að ske >
* Put a body part on fire for amusement > neibb ekki hvarlað að mér, allavega ekki minn eiginn>
* Been in a car accident: > já of oft, bæði með öðrum og sem ég hef valdið sjálf. Hef einu sinni velt, Óskar minn keyrði aftan á á fyrsta stefnumótinu okkar og svo man ég eftir einni veltu síðan ég var lítil, svo var ég með Bjarkey í bíl þegar var keyrt á hana >
* Been hurt emotionally: > já já auðvitað, annars væri maður nú ekki svona lífsreyndur í dag, annars særir fólk mann ekki meira en maður leyfir því, sem er nú stundum of mikið >
* Kept a secret from everyone: > já en ekkert alvarlegt, bara sovna ef mér er treyst fyrir einhverju, en er nú frekar opin með mín eigin málefni >
* Had an imaginary friend: > nei, nema fólk sem maður heldur að séu vinir manns en eru það ekki teljist til imaginary >
* Wanted to hook up with a friend: > já en samt bara svona tímbil, ekkert alvarlegt>
*Cried during a Movie: > að sjálfsögðu til dæmis í myndinni með BJörk, man ekki hvað hún hét >
* Had a crush on a teacher: > já já, einhvern veginn verður maður að láta tímann líða, samt ekki núna>
* Ever thought an animated character was hot: > ekki sem ég man eftir en örugglega samt >
* Had a New Kids on the Block tape: > NEI! >
* Cut your hair*: > hef að sjálfsögðu oft í klippingu, en man bara einu sinnu eftir að hafa klippt það sjálf, var frekar ung og reyndi að fela það með því að vera með handklæði um hausinn og setja hárið á bak við (já en ekki ofan í, sé mistökin núna) klósettið >

> > -------FAVOURITES------------- > >
* Shampoo: > fíla svona two in one, sérstaklega þegar hárið er stutt eins og núna >
* Colour: > sjúk í fjólubláan >
* Day/Night: > eiginlega bæði spennandi á sinn hátt, en á daginn gerist meira, nema þegar mig dreymir eitthvað krapp >
* Summer/Winter: > vorið er best, allt að lifna við og verða fallegt og ég á afmæli, en haustin eru líka rómó >
* Lace or satin: > > Satin já> >
* Cartoon Characters: > er ekkert mikið fyrir teiknimyndir en SIMBI var flottur >
* Food: > finnst flest gott, austulenskt er í tísku hjá mér núna>
* Fave Advert: > verður maður ekki að segja jóla kókauglýsingin? >
* Fave Film: > yfirleitt bara það sem ég sá síðast, núna myndi það vera The Mexican með Brad og Juliu >

> > ------------------RIGHT NOW----------- > >
* Wearing: > aðallega þægilegt, en samt þannig að ég geti farið í búðina á eftir >
* Drinking: > vatn, alltaf vatn >
*Thinking about: > próf sem ég er að fara í á morgun >
* Listening to: > jólalög og þess á milli friends í tölvunni, er húkkt get hlustað á meðan ég læri og geri svona skemmtileg "próf" >

> > ---------IN THE LAST 24 HRS-------- >
* Cried: > já síðast í hádeginu, smá svartsýniskast>
* Worn a skirt: > neibb, of kalt >
* Cleaned your room: > já svona smá kattaþrif, ekkert drastískt sko >
* Done laundry: > neibb, það er Óskars deild >
* Drove a car: > já auðvitað, vitið hvað er langt á milli staða á Akureyri >

> > -----------DO YOU BELIEVE IN------- > >
* Yourself: > já eiginlega mest af öllum >
* Friends: > lífsnauðsynlegir >
* Santa Claus: > já í hverjum og einum >
* Tooth Fairy: > nei ekki get ég nú sagt það, en man allavega einu sinni eftir að hafa fengið 50 kall frá honum, fannst það nú ekki mikið fyrir heila tönn (businessvitið sagði snemma til sín)
* Destiny/Fate: > nei, það gerist sem á að >
* Angels: > já >
* Ghosts: > já líka, can´t have one whit out the other >

> > ---------FRIENDS AND LIFE-------- > >
* Who's the loudest out of your friends: > flestir vinir mínir eru nú bara svona í meðallagi háværir >
* Who's the weirdest out of your friends: > Inga Hrönn, gengur undir nafninu klikkaðar vinkona mín >
* Who will respond to this e-mail fastest: > enginn >
* Who will you send this to who won't respond.... > allra >
* Do you want all your friends to do this and send it back to you: > alltaf gaman að kynnast nýju sjónarhorni á fólki >

> >----------------------------------------------------------------- > >

Aumingja litla kisa mín er veik. Hún er svo lítil eitthvað og ræfilsleg, mér finnst bróðir hennar vera orðin algjör risi og ógeðslega frekur eitthvað. Held samt að hann sé eins og vanalega og hún eitthvað slöpp. Mamma ætlar að fara með hana til dýralæknis á morgun, ekki Ármanns samt heldur Elvu. Held að hún sé bara kvefuð en þetta samt versnar bara, hnerrar og núna er hún með tár í öðru auganu.
Þarf að læra að setja myndir hérna inn, þá set ég eina af krúsídúllunum. Vona bara að það sé ekkert alvarlegt að henni greyinu

Eitt sem ég var að pæla, eru ekki til tanga/g-string innleg með vængjum á Íslandi? Er nú reyndar ekki búin að leita af mér allan grun en í þessum nokkru búðum sme ég hef skoðað virðist þetta ekki vera til. Sem betur fer keypti ég stóran pakka í Munchen áður en ég flutti heim, en væri nú alveg til í að þurfa ekki að láta senda mér þaðan sko.
Eins og allar konur vita sem nota g-string brækur þá er ómögulegt að setja innlegg í þau nema vera með vængi, þetta fer allt út um allt sko. Annars finnst mér alveg einkennilegt hvað konur hérlendis, já allavega í þessum bæ eru lítið í tanga. Já ég pæli í þessu, hef til dæmis oft verið að horfa á stelpur í skólanum og þeim virðist ekkert finnast athugavert við það að maður sjái alveg hvernig brók þær eru í og hvernig hún situr. Mér finnst ekkert ægilega sexy að sjá stelpu með flottan rass í þrögnum buxum og svo eru bara ægileg för eftir nærbuxurnar. Bara sorry, kannski er ég sovna kröfuhörð gæti verið, en ok ég stari nú ekkert mjög mikið á kvenmannsrassa en hvað finnst þá eiginlega körlunum sem vonandi horfa meira en ég?????
Ég hef nú rætt þetta við nokkrar vinkonur mínar og við vorum sammála um að maður væri nú alltaf í tanga nema þegar maður væri á túr og núna eftir að maður eignaðist álfabikarinn er maður alltaf í tanga. Ég held ég eigi tvennar "venjulegar" nærbuxur, sem eru notaðar mjög lítið. Og þá vitið það!!!!!!

Fórum í hádeginu og keyptum jólabuxurnar á Óskar, gaman að því sko. Nema mér fannst nú kallinn pínuleiðinlegur. Ég kom inn á undan Skara og fór að skoða buxur og sölumaðurinn sem ég man ekki hvað heitir kom og ég var búin að finna rétta stærð og Óskar þurfti bara að máta. Kallinn ægilega ánægður og vildi allt fyrir okkur gera, svo ákváðum við hvaða buxur ætti að taka, og þá kom nú annað hljóð í skrokkinn. Þá var ekki svo nojið að hafa okkur góð sko, þegar sölunni var náð. Allt í lagi að halda áfram að vera almennilegur þangað til maður er farinn út sko......

Vá þetta er alveg að verða búið, eitt óhefðbundið próf á morgun og svo bara jólin, blessuð jólin. Annars fékk ég létt þunglyndiskast í hádeginu og langaði bara suður með mömmu og sleppa prófinu á morgun, var eitthvað ekki að meika þetta. Þá kom hann Skari minn mér á óvart með því að rífa mig á asnaeyrunum upp úr þessari vitleysu og sjálfsvorkun. Það er nefnilega einn af kostunum við mig (fjölmörgu náttúrulega) að ég get helgið að sjálfri mér þegar mér líður illa, og ef það er einhver sem bendir mér á hvað þetta sé mikið kjaftæði í mér þá er ég fljót að sjá það. Til dæmis sagði Óskar í dag að það færi mér svo hrikalega illa að vera svona í fýlu, þetta væri bara alls ekki ég.
Svo heyrði ég það að sumir fá ekki að taka þetta próf af því verkefnin gegnu svo illa, þannig að ég er nú bara "heppin" að fá að taka þetta. ("heppin" = gáfuð)

Svo er bara að fara að spá í jólin, lítið búið að hengja upp af seríum og jólaskrauti á þessu heimili, þó búið sé að baka nokkrar sortir, sem eru reyndar flest allar búnar. Ætli við háskólagengið af heimilun skellum okkur ekki suður í nokkra daga á laugardaginn hugsa það, ég Óskar og mamma sko.
Já já mamma elskan á kafi í skólanum, var að klára sitt síðasta próf í dag. Hringir þá ekki Ármann dýri (eins og í dýralæknir, þó hann sé líka dýr peningalega séð) og vill endilega sprauta lömbin eftir hádegi. Þannig að í staðinn fyrir að fara og gera eitthvað skemmtilegt eftir prófin er mamma að eltast við skjáturnar, en það verður gaman hjá henni í kvöld. Já já aðalfundur framsóknarflokksins, hún er svo fyndin að nenna þessu.
Annars er ég hrikalega stolt af henni kerlingunni, hún er rosadugleg að læra, búin að búa upp í skóla síðan í ágúst. Lætur mig að vísu líta frekar illa út, líka þegar hún er alltaf að fá 10 fyrir verkefni, frekar pirrandi, en maður er nú samt ánægður með hana kellinguna. Svona er að vera vinnualki.

miðvikudagur, desember 11, 2002

Hef eiginlega ekkert að segja nema að ég er þreytt og þarf að safna orku fyrir síðasta prófið á föstudaginn, 8 tíma heimtökupróf. Gaman að prufa það. Ætla þess vegna að leggja mig á þessum ókristilega tíma.

mánudagur, desember 09, 2002

Jæja það er mesta furða hvað kertaljós, sjónvarpsgláp og súkkulaði gera fyrir geðheilsuna.
Annars kíkti pabbi á síðuna mína og fór að segja mér hvernig ætti að skrifa djöfullsins, Auður var nú fljót að gera honum staðreynd málsins ljósa. Það er að þetta er MITT blogg og ég skrifa eins og mig langar til á því og um það sem ég vil.

Ég er í geðveikt fúla skapinu, var að koma úr prófi og gekk allt í lagi. En af hverju geta kennarar ekki REYNT að hafa prófin skemmtileg???????? Þetta var svo leiðinlegt próf að ég sofnaði næstum því áður en tíminn var hálfnaður (ég er ekki að djóka, Margrét hélt hún þyrfti að vekja mig). Þrátt fyrir að það sé verið að kenna nýja bók og það er nýr kennari þá samt voru 4 af 8 spurningum eins og í fyrra. Frábær metnaður, bara hægt að læra prófin frá árinu áður og fá 5.

Djöfullins!!!

Best að fara og rústa einu Markasðfræðiprófi svona eftir matinn

sunnudagur, desember 08, 2002

Ég er alveg geggjað eigingjörn, ekki á allt en á systur mína litlu. Ég þoli ekki að hún skuli vera fyrir sunnan þegar hún er ólétt, ég vil bara hafa hana hérna hjá mér og getað fundið barnið sparka og dúllast með henni. Og ég vil ekkert að hún sé að fara suður viku eftir að barnið fæðist, ég er bara á móti því, vil að hún sé hérna fyrir norðan hjá okkur. Ekkert að þvælast suður og vera ein mest allan daginn, hvernig á ég að geta orðið uppáhaldsfrænkan ef krakkinn þekkir mig ekkert???????????

En aðalmálið er náttúrulega að henni líði vel og geri það sem henni finnst best og hentugast, þoli bara ekki að það sé ekki það sama og mér finnst. En ég þarf nú víst að sætta mig við það, annars er ég að verða rosaspennt að fá að sjá litla krílið, núna er rúmur mánuður í að það eigi að fæðast.

Talar digurbarkalega um stríð og stríðsrekstur, en hleypur ofan í næsta neðanjarðarbyrgi þegar á hólminn er komið.
Myndir ráðast á Suðurpólinn, Jómfrúreyjar eða Timbúktú ef það þjónaði hagsmunum olíufyrirtækjanna.


Taktu "Hvaða stríðsæsingamaður ert þú?" prófið


Fyndnast ever, ég að enda við að tala um þetta jóganámskeið og dansflæði og eitthvað. Svo fór ég niður í gær og var að vaska upp og hlusta á sjónvarpið í leiðinni. Var ekki þetta ægilega viðtal við Kritsbjörgu Kristmundasdóttur í Fólki hjá Sirrý, hún er sem sagt sú sem var með þetta námskeið, blómadropakerlingin. Bættist einn en frægur í safnið.

laugardagur, desember 07, 2002

Ég þoli ekki þegar margir pottar eru skítugir, þeir taka svo mikið pláss á eldhúsbekknum, það er svo leiðinlegt að vaska þá upp og þeir eru ljótir. Er aðeins að reyna að sinna húsverkunum þar sem ég nenni ekki að læra í bili.

Eitt sem ég lærði á þessu maraþon jóganámskeiði sem ég var á einn laugardaginn, það er að dansa. Já furðulegt að dansa í jóga en það er það sem ég lærði. Núna get ég dansað og dillað mér við hvaða tónlist sem er, meira að segja rapp, sem ég hef aldrei þolað hingað til. Mér finnst alveg æðislegt að kveikja á útvarpinu þegar ég er að stússa í eldhúsinu og dansa með. Það hjálpar mér að komast í samband við ýmsa þætti í sjálfri mér sem ég rækta sambandið ekkert sérstaklega vel við. Ok til að útskýra skal ég taka dæmi ef það kemur lag með svona þungum og hröðum takti þá finnst mér ég vera í sambandi við hægri hliðina í mér, karlorkuna, finnst ég sterk og geta gert hvað sem er. Svo ef það er eitthvað svona hægara og rómantískara þar sem ég get dillað mjöðmunum og svona þá finnst mér ég bara dead sexy, og hana nú (sagði perrahænan og lagðist á magann).

Einbeitingin mín er svo lítil í dag að ég held hún sé í mínus, í alvöru. Ætli það sé samt hægt að hafa mínus einbeitingu? eða bara mínus eitthvað??But then...who doesn't?
What's your sexual perversion? Created by ptocheia


jáhá gaman að því, eða ???

Eitt af því æðislegast við þennan bloggheim er að maður er alltaf að rekast á ný og ný blogg og þau eru hvert öðru skemmtilegra. Helst langar mig að linka á alla en það yrði virkilega of mikið, svo finnst mér líka svo gaman að rekast á eitthvað blogg sem ég hef kannski séð einhvern tíman en var búin að gleyma.

Þóra I love you, að sjálfsögðu les ég bloggið þitt, kíkji á það oft á dag, takk.

Nú man ég eitt sem ég ætlaði að blogga um, í tilefni af þessari fræga fólksumræðu hjá Ásu. (hún var sem sagt að telja upp fræga fólkið sem hún hefur hitt) Ég ætla nú ekkert að telja upp allt fræga fólkið sem ég hef hitt, bara til að svekkja hana ekki. En allavega þá var Björn Jörundur í þessum spjallþætti sem fékk Edduverlaunin, með Jóni Ólafs eða hvað hann heitir.....Af fingrum fram alveg rétt. Þá fór ég að rifja upp þegar ég var að vinna á Álafossföt bezt og Björn og Eyvi og einhver einn enn sem ég man ekki hver var komu og vildu fá mig til að dansa upp á borði fyrir sig (sem for the record ég ekki gerði).
En maður hefur nú svo sem fengið nokkur missiðsamleg tilboð, man þegar ég var að vinna í Nætursölunni (fyrir langa löngu sem betur fer) og einn vitleysingurinn spurði hvort ég vildi sofa hjá honum, ég hélt nú að það yrði allt of dýrt fyrir hann, dregur kauði ekki upp búnt af fimmþúsundköllum og byrjar að telja. En þetta voru nú ekki nema rúmlega 30. þús. þannig að ....

Jæja best að fara að sofa í hausinn á sér ef maður ætlar að vakna ferskur á morgun og lesa fyrir mánudaginn. Pælið í fáránlegu 40% próf upp úr 20 köflum eða um 600 blaðsíðum, og það er sama hvort ég fæ 6,5 eða 8,5 ég fæ 8 á lokaprófinu. Þvílíkt weist of time

Er búin að eyða lunganu úr kvöldinu í að lesa Venna síðan hann byrjaði og ég hef gert vitlausari hluti á föstudagskvöldum, mæli með þessari lesningu hún er mjög skemmtileg

föstudagur, desember 06, 2002

Ok það er mikið talað um að blogga eins og ég talaði sjálf um í gær, en ég er en að velta þessu fyrir mér. Þetta er svona eins konar dagb ók á netinu og allt gott og blessað við það, en samt eru á þessu ýmsir annmarka. Allavega fyrir svona týpur eins og mig sem vilja gera öllum til hæfis, það er ýmislegt sem ég pæli í og væri til í að tjá mig um en vill ekki að hver sem er lesi.

Þetta er eitt af persónueinkennum mínum sem ég hef smámn saman verið að komast að (ásamt mörgum öðrum misgóðum). Ég er ekkert rosalega heiðarleg. Ég hef alltaf talið sjálfa mig vera mjög heiðarlega persónu og segja það sem mér liggur á hjarta við hina ýmsu aðila, en svo er ekki. Ég segi aðallega hluti sem ég held að fólki líki eða að það þoli allavega. Ég stend mig oft að því að þegja þó mig langi til að tjá mig vegna þess að ég óttast að fólk meiki ekki skoðanir mínar.
Ókey svo er annað mál hvort þetta sé veikleiki eða kostur, ég er bara ekki týpa sem þoli að hafa alla upp á móti mér. Já já það getur vel verið að margt fólk sem þekki mig trúi þessu ekki en þetta er nú samt satt.

Ég er samt ekki neinu þunglyndiskasti í kvöld sko, alls ekki. Er bara að spá í hlutunum og sjálfri mér og hegðunarmunstri mínu.

Annars eru nýjustu fréttirnar úr bloggheiminum þær að Beta rokk/buff sé hætt að blogga, ég trúi því nú svona rétt mátulega, ætli hún vilji nú ekki frekar reyna að halda þeim fjölda heimsókna sem hún fékk meðan á Sigurjóns dissinu stóð, sem mér by the way fannst fínt því ég þoli ekki þessa gaura.

two down and three to go. Gekk bara helvíti vel í dag, ég veit maður á aldrei að segja þetta, en hugsið ykkur ef maður segði þetta ekki og félli svo, þá er manni aldrei búið að líða vel yfir prófinu. Þannig að ég er komin með nýja stefnu sem er að njóta þess að vera ánægð með próf á meðan það endist, núna eru kannski 2 vikur í að ég fái úr þessu prófi og þangað til get ég verið ægilega grobbin með mig.

Ég er í smá afbrýðissemi conflictum hérna, Óskar náttúrulega búinn að vera rosaduglegur að læra og svona og er alltaf upp í skóla meðan ég er heima. Svo var hann í erfiðu stærðfræðiprófi áðan sem gekk ágætlega en ekki eins vel og hann vonaði. Og strákarnir í bekknum hans (þar sem er bara ein stelpa) eru að fara að hittast núna til að fá sér bjór og spila pool á þessum nýja bar Ali eða hvað hann heitir. Mér finnst þetta geggjað fínt og gaman að þeir skuli gera eitthvað saman og gott fyrir bekkinn og Skara minn og svona. En samt er ég svekkt yfir að fá heldur ekki að sjá hann í kvöld, var búin að vona að við myndum geta eldað eitthvað gott og haft það notalegt. Þannig að ég solltið svekkt, en finnst ég samt ekki eiga að vera það, það sé eigingjarnt af mér.

Þannig að þetta verður nú líklega ekki eins skemmtilegt föstudagskvöld og ég hafði vonast til. En það er sem sagt eitt sem má læra af þessari skemmtilegu sögu minni, að maður er alltaf mannlegur og særanlegur. Þannig að fólk sem heldur að hlutirnir breytist þegar maður er búinn að vera lengi saman eða giftir sig, mikill misskilningur, alveg sama tóbakið.

p.s. það sem mér finnst verst er að fá ekki að segja frá því að mér líði illa og hvers vegna, það er yfirleitt reglan að þegar ég er búin að segja frá því og veit að Óskar veit af því (án þess að hann þurfi að hlaupa upp til handa og fóta að laga það) þá líður mér betur.

fimmtudagur, desember 05, 2002

Fyndið hvernig fólk kemur manni stöðugt á óvart, til dæmis hann Valdi. Þegar við vorum saman í MA hefði ég ekki haldið að hann ætti eftir að verða kennari og alls ekki eins kennari og hann virðist ætla að verða. Heyr Heyr fyrir Valda og oft býr mikið vit í litlum búk blogginu hans.

Það hafa verið heitar umræður í dag um blogg og tilverurétt þeirra, ég byrjaði að blogga því mig langaði til þess, fannst þetta skemmtileg samskiptaaðferð. Reyndar kom mér það á óvart að einhver skyldi nenna að lesa þetta, en hvers vegna ætti fólk ekki að nenna að lesa mitt eins og einhvers annars?
Reyndar var verri helmingurinn að enda við að lýsa því yfir að honum bæri nú engin skylda til að lesa þetta blogg mitt og hann vonaði að mér fyndist það ekki, ok mér finnst það eiginlega ekki. En halló hver í ósköpunum á að nenna að lesa þetta ef hann gerir það ekki?

Þannig að við erum aftur komin að kjarna málsins að ég held að enginn lesi þetta, en til að sanna eða afsanna kenningu mína er ég að reyna að setja upp teljara á síðuna, gengur ekki rosavel en ég er líka algjört tölvunörd (ein af ástæðunum fyrir því að ég giftist Óskari, svo ég þyrfti ekkert að setja mig inn í þau mál)

chips n guacoYou Taste Like Chips & Guaco!


Mmmm, your crotch is like a Mexian feista!

Time to lay off that hot sauce.

Unless you don't mind beans all over your ass.What Do *You* Taste Like?

More Great Quizzes from Quiz Diva

miðvikudagur, desember 04, 2002

Sko ég er aðeins að spá, í gær þá eyddi ég slatta tíma í að skoða þessa síðu, já ég veit ég er mjög sérstök eins og Gulli vinur minn mundi segja. En allavega þá gaf ég nokkrum brjóstum einkunn og var svona yfirleitt mjög nálægt meðaleinkunn þeirra, svo fór ég að skoða top 20 brjóstin og hæsta einkunin nær ekki 8.

Er fólk virkilega svona dómhart á brjóst???
Þessi sem eru efst eru nú langflest sílíkonbombur og þessi sem líta eðlilega út eru með undir 6 í einkunn. Ok ég bara spyr erum við ekki orðin frekar kröfuhörð á hvernig brjóst eiga að vera, þegar við gefum ekki einu sinni þeim sem eru eftir pöntunum hærra en 8??

p.s. ekki langar mig til að giska á hvað my racks myndu fá, enda skiptir það ekki máli meðan ég og eiginmaðurinn erum ánægð

þriðjudagur, desember 03, 2002

ok

ok mér er nú alveg hætt að lítast á blikuna, núna síðustu vikur hef ég setið mikið hérna upp í herberginu mínu og þóst vera að læra, en í raun náttúrulega aðallega verið á netinu og mér finnst ég hafa heyrt fleiri sírenur en þetta eina og hálfa ár sem ég hef búið í Þýskalandi og mestan part í Munchen, sem er nú talin vera ágætis stórborg.
Er þetta eðlilegt????

Ég heyri í allavega einni sírenu á dag og stundum oftar, tvisvar í gær til dæmis, og núna í annað skiptið í dag

Jæja fyrsta prófið búið, gekk bara ágætlega, en var að skrifa alveg geggjað lengi, ég sem er nú oftast með fyrri föllunum út var alveg síðust núna. En það veit vonandi á gott bara.
Þá er bara að venda sér í að byrja á næsta, ég er ekki al eg eins andlaus og fyrir þetta síðasta, er aðeins búin að finna rythmann og sjá tilganginn með því að læra. Nema vona að maður hafi næstum því gleymt því ekki búin að taka próf í ár.

sunnudagur, desember 01, 2002

Jáhá ekki alveg í samræmi við búbsörgerí testið en hú kers

pamela andersonYour Inner Blonde is Pamela Anderson
Although you look like a cartoon character, you lead a soap opera life.


Stop picking the wrong guys, and your glamourous life won't have a Marylin Monroe
ending.Who's *Your* Inner Dumb Blonde? Click Here to Find Out!

More Great Quizzes from Quiz Diva

Bara ágætis árangur miðað við 5 ára samband og 1 ár í hjónabandi, allavega gott að ég var ekki virgin

averageYour Sex Life's Average!


When comparing your sex life,

You're right at the mean.

You're not a whore or a virgin,

But something right in between.How Does *Your* Sex Life Compare?

More Great Quizzes from Quiz Diva

Ok Auður er ekki alveg sátt við að þurfa að fara í brjóstastækkun, þó það sé bara hugsanlega, enda ALDREI verið eins ánægð með þennan líkamspart og þessa dagana. Ein af ástæðunum fyrir því að ég vil ekki grennast.

needs boostYou Don't Need a Boob Job, But You Do Need a Boost


Push up bra. Ever heard of it? Girl, you sure can

give the illusion of being stacked. But in the end,

you're still on the small side. Consider surgery.Do *You* Need a Boob Job? Click Here to Find Out!

More Great Quizzes from Quiz Diva

fyrir þá sem náðu ekki tengingunni við karl með síðasta bloggi mínu þá er á að skírskota til þess að þeir geta verið hinar mestu kveifir, sérstaklega þegar kemur að veikindum, þá eru himinn og jörð að farast

Stundum get ég verið svo mikill karl í mér að það hálfa væri nóg. Núna til dæmis er ég viss um að mér tekst ekki að klára að lesa það sem ég ætlaði að lesa fyrir prófið á morgun, ok það er kannski ekkert hræðilegt eitt og sér, en málið er að ég held að mér takist það ekki vegna þess að ég dey úr leiðindum áður en prófið byrjar. Í alvöru, mér líður bara eins og ég sé að fara að gefa upp öndina þá og þegar.
Málið er að ég fæ þessa tilfinningu oft þegar mér finnst eitthvað verða mér ofviða en svo er ég alltaf jafnhissa á að ég hafi lifað atburðinn af, eins og hún Þóra vinkona mín myndi segja, ég læri ekki af reynslunni frekar en kötturinn. Sko hennar köttur, mínir kettir læra alveg af reynslunni, það að láta til dæmis ekki sjást til sín þegar þeir eru að óþekkast.

OK ég held að það sé eitthvað megasamsæri í gangi, ég er gjörsamlega umkringd ófrískum konum eða þeim sem eru nýbúnar að eiga eða langar til að vera ófrískar. Ég er alveg búin að ná skilaboðunum og er að leggja mig fram.

Take the M&M's Test @ /~erin

Djöfull væri sniðugt að gera próf um hver af jólasveinunum 13 maður væri

Jibbý það er kominn 1. des. alltaf að styttast í jólin. Fyrsta prófið á morgun og ég er svo hrikalega róleg að mig langar bara að leggja mig í dag og nenni ekki að læra, veit ekki hvort þetta er afneitun eða að ég sé svona klár í þessu, kemur í ljós í prófinu á morgun. Annars ætla ég nú að læra svolítið í dag og vera dugleg, fara svo snemma að sofa og fara í fitnessið í fyrramálið, gott plan allavega kemur svo bara í ljós hvort það stenst.