Grána 27
fimmtudagur, febrúar 27, 2003
miðvikudagur, febrúar 26, 2003
ha ha ha ha, spurning um að hafa gaman að smáatriðunum, er að gera vöruþróunarverkefni um skyndibitamat og fjöldinn sem hefur heimsótt síðuna mína er akkúrat 1994 (matur fyrir sjálfstæða Íslendinga) ha ha ha ha
Svona getur þurft lítið til að gleðja mitt litla hjarta.
Svona getur þurft lítið til að gleðja mitt litla hjarta.
Annars er alveg bilað að gera í verkefnum, enda er verkefnavika. En því miður getur maður ekki gert eins mikið og maður gjarnan vildi. Verður bara að bæta það upp öðruvísi.
Var að horfa á ER, þoli ekki þegar endað er svona milli sería. En fór aðeins að pæla í hvað hversdagsleiki fólks er mismunandi, mér fannst ég algjör hetja í blóðprufunni sem ég fór í í morgun að geta horft á hana soga blóðið út. Þorði ekki að horfa þegar hún stakk, en kannski þori ég það næst. Annars er maður að verða rosalega fullorðinn, ekkert stressaður að fara til læknis, hvort heldur sem er tann eða kvensjúkdómalæknir. Það hlýtur að vera þroska merki.
þriðjudagur, febrúar 25, 2003
Það er stutt öfganna á milli, núna er ég alveg að farast úr stressi út af verkefnavinnu. Verð að hætta í einum áfanga á morgun annars tapa ég mér endanlega, nenni ekki að vera orðin hælismatur fyrir 3 aukaeiningar. Var annars á rosafínni kynningu, svona snyrtivörur og bara fáir útvaldir og ostar. Svo var verið að skoða gamlar myndir, síðan fyrir mörgum árum og ennþá fleiri kílóum. Útskriftaferð til CanCun og bekkjarmyndir úr MA og svona.
Fyndið hvað maður var hrikalega mjór og sætur á þessum myndum en samt líður manni miklu betur í dag heldur en nokkurn tíman þá. Jæja best að leggja sig fyrir langan dag á morgun, vonandi dreymir mig vel og ég sprengi eins og eina blöðru í leiðinni.
Fyndið hvað maður var hrikalega mjór og sætur á þessum myndum en samt líður manni miklu betur í dag heldur en nokkurn tíman þá. Jæja best að leggja sig fyrir langan dag á morgun, vonandi dreymir mig vel og ég sprengi eins og eina blöðru í leiðinni.
sunnudagur, febrúar 23, 2003
VÁÁ hvað ég er búin að nýta þessa helgi vel, fara varla sögur af öðru eins. Er reyndar ekki búin að gera neitt rosamikið í skólanum en slatta samt og bætt það upp með fullt af öðru bætandi fyrir sálartetrið mitt.
Í gær bakaði ég rúgbrauð og snúða og gulrótarköku og gerði fjallagrasamjólk. Plús að þrífa og fara í gönguferð og læra og fara í heimsókn og spila tvö Catan við Bjarkey og Gumma.
Og í dag gerði ég dýrindismáltíð, sniglar í sveppahöttum í forrétt, ofnbökuð hnýsa með bökuðum tómötum, kartöflugratíni og villibráðasósu og kaka í eftirrétt. Þetta var gegðsjúklega gott, hef aldrei borðað neins konar hvalkjöt áður. Svo voru aðeins of miklir afgangar þannig að ég bauð Margréti og Temma að koma og borða rest (sem þeim tókst nú reyndar ekki) en þau voru voða hrifin. Alltaf gaman að elda mat sem fólki finnst góður.
Svo fékk é glíka smá útrás fyrir kreatívu hliðin á mér, vorum aðeins með brainstorming fyrir brúðkaupið hennar Margrétar í sumar, fengum fullt af góðum hugmyndum. Núna vil ég bara fá að skreyta í fleiri brúðkaupum.
Jæja best að hafa þetta egótrip ekki lengra í bili, þarf á tékka á fellowbloggers fyrir svefninn.
p.s. til hamingju Venni og gott að sms ið virkaði
Í gær bakaði ég rúgbrauð og snúða og gulrótarköku og gerði fjallagrasamjólk. Plús að þrífa og fara í gönguferð og læra og fara í heimsókn og spila tvö Catan við Bjarkey og Gumma.
Og í dag gerði ég dýrindismáltíð, sniglar í sveppahöttum í forrétt, ofnbökuð hnýsa með bökuðum tómötum, kartöflugratíni og villibráðasósu og kaka í eftirrétt. Þetta var gegðsjúklega gott, hef aldrei borðað neins konar hvalkjöt áður. Svo voru aðeins of miklir afgangar þannig að ég bauð Margréti og Temma að koma og borða rest (sem þeim tókst nú reyndar ekki) en þau voru voða hrifin. Alltaf gaman að elda mat sem fólki finnst góður.
Svo fékk é glíka smá útrás fyrir kreatívu hliðin á mér, vorum aðeins með brainstorming fyrir brúðkaupið hennar Margrétar í sumar, fengum fullt af góðum hugmyndum. Núna vil ég bara fá að skreyta í fleiri brúðkaupum.
Jæja best að hafa þetta egótrip ekki lengra í bili, þarf á tékka á fellowbloggers fyrir svefninn.
p.s. til hamingju Venni og gott að sms ið virkaði
laugardagur, febrúar 22, 2003
Annars finnst mér ég nú alveg afspyrnu lakur bloggari sérstaklega eftir að hafa lesið færslurnar hennar Sigrúnar, en eins og hefu komi fram áður þá er þetta blogg fyrir mig. En ég vildi oft hafa meira að segja akkúrat þegar ég sit við tölvuna, hef ógrynnin öll að segja þegar ég er einhvers staðar sjálf að hugsa málið og svona. Ætli það þýði ekki bara að ég síi það besta úr fyrir ykkur, held það.
Maður er bara kominn á fætur á ókristilegum tíma á laugardegi. Tími ekki að sofa allt of mikið, langar að nota tímann til að dúlla með sjálfri mér, enginn heima og ég get tekið til og farið í bað og svona ýmislegt sem mér finnst best að gera þegar ég er ein heima. Þyrfti eiginlega að baka rúgbrauð í dag og kannski snúða eða eitthvað annað gúmmelaði.
Annars er ég nú bara nokkuð brött þessa dagana, þrátt fyrir mikla verkefnavinnu, langar aðgerðalausar stundir í vinnunni og ýmislegt. Er alltaf að sannfærast meir aog meira um það að fólk skapar sér sín eigin örlög og viðfangsefni til að vinna úr. Ef ég horfi í kringum mig á hvernig fólk leysir úr sínum málum og sér fyrir sér sín mál, þá eru þær leiðir og þau sjónarmið svo mörg og mismunandi að það bara hlýtur að vera einstaklingsbundið og sjálfskapað.
Er einmitt að horfa upp á eina bestu vinkonu mína reyna að komast hjá því að taka stóra og þannig lagað erfiða ákvörðun, bíð spennt eftir að sjá hvernig það fer og hvort hún verði sjálfri sér eða einhverjum öðrum trú við þessa ákvarðanatöku.
Annars er ég nú bara nokkuð brött þessa dagana, þrátt fyrir mikla verkefnavinnu, langar aðgerðalausar stundir í vinnunni og ýmislegt. Er alltaf að sannfærast meir aog meira um það að fólk skapar sér sín eigin örlög og viðfangsefni til að vinna úr. Ef ég horfi í kringum mig á hvernig fólk leysir úr sínum málum og sér fyrir sér sín mál, þá eru þær leiðir og þau sjónarmið svo mörg og mismunandi að það bara hlýtur að vera einstaklingsbundið og sjálfskapað.
Er einmitt að horfa upp á eina bestu vinkonu mína reyna að komast hjá því að taka stóra og þannig lagað erfiða ákvörðun, bíð spennt eftir að sjá hvernig það fer og hvort hún verði sjálfri sér eða einhverjum öðrum trú við þessa ákvarðanatöku.
þriðjudagur, febrúar 18, 2003
Vei, komst að því í dag að vitlaus og vitlausari úr sjónvarpinu verða kynnar á Árshátið FSHA, Logi Bergmann og Gísli Marteinn sem sagt. Húrra segi ég nú bara!!!
Annars vorum við að byrja í rosalega skemmtilegum áfanga, ef hann heldur áfram eins og hann byrjaði verður það líklega hinn skemtilegi áfanginn sem ég hef tekið í skólanum.
Ætti náttúrulega að vera að gera eitthvað í þessum 6 fögum sem ég er í, en er að hlusta á friends og bíða eftir að Juding Amy byrji.
Annars vorum við að byrja í rosalega skemmtilegum áfanga, ef hann heldur áfram eins og hann byrjaði verður það líklega hinn skemtilegi áfanginn sem ég hef tekið í skólanum.
Ætti náttúrulega að vera að gera eitthvað í þessum 6 fögum sem ég er í, en er að hlusta á friends og bíða eftir að Juding Amy byrji.
mánudagur, febrúar 17, 2003
Ábyrgð, flestum finnst þetta scary hugtak en ég elska það. Hef alltaf keppst við að taka ábyrgð bæði á því sem ég get og get ekki stjórnað. Ábyrgð er ekkert til að vera hræddur við, sérstaklega ekki sú tegund sem fylgir vald. Annað er að fólk flýr ekki uppruna sinn og uppeldi, þanngað er margra fjársjóða að leita.
Án alls þess sem hefur gerst í fortíðinni slæmt og gott værum við ekki þau sem við erum í dag og hversu skelfilegt væri það?????
(p.s. því miður Sigrún ég er ekki með innri friðinn þinn, held ég færist alltaf nær mínum eigin en kannski er það bara sjálfsblekkin, elska þig)
Án alls þess sem hefur gerst í fortíðinni slæmt og gott værum við ekki þau sem við erum í dag og hversu skelfilegt væri það?????
(p.s. því miður Sigrún ég er ekki með innri friðinn þinn, held ég færist alltaf nær mínum eigin en kannski er það bara sjálfsblekkin, elska þig)
sunnudagur, febrúar 16, 2003
Fylgdist af áhuga með söngvakeppninni áðan, var að vísu alveg handviss um hver myndi vinna áður en ég heyrði nokkuð af lögunum, vissi bara flytjendurnar. Stöðin á undan var geðveikt fyndin, fannt Sveppi ekkert smá fyndinn með Tools delete cookies dæminu sínu. Annars var ég bara nokkuð ánægð með umgjörðina þannig, nema ég þoli ekki Gísla Martein og fannst þetta "fínt lag helduru að það vinni erfitt að segja" kjaftæði ekki fyndið á eftir fyrsta laginu hvað þá því fimmtánda.
Mér fannst nú country söngvarinn frá Hellu bestur og svo var ég hrifin af norðlensku feitabollunum. Fannst Heiða og Leðjan skelfileg en mamma var svo hrifin af Leðjunni að hún kaus það. Segið svo að þeir höfði frekar til unga fólksins, það á allavega ekki við á þessu heimili, en þetta er nú víst ekki venjulegt heimili í neinum skilningi orðsins.
Mér fannst nú country söngvarinn frá Hellu bestur og svo var ég hrifin af norðlensku feitabollunum. Fannst Heiða og Leðjan skelfileg en mamma var svo hrifin af Leðjunni að hún kaus það. Segið svo að þeir höfði frekar til unga fólksins, það á allavega ekki við á þessu heimili, en þetta er nú víst ekki venjulegt heimili í neinum skilningi orðsins.
föstudagur, febrúar 14, 2003
Mér finnst Valentínusardagurinn ágætis uppfinning, frekar samt óheppilegur tími miðað við að bóndadagurinn er rétt á undan og konudagurinn rétt á eftir. Ég fíla alveg að fá blóm á þeim dögum sem "á" að gefa blóm, eða eitthvað annað.
Ég var að horfa á morgunsjónvarpið áðan, eins og margir vita kannski var allt brjálað yfir því um daginn, þegar skötuhjúin þar hlógu að manninum sem kvartaði yfir að vera barin af konunni sinni. Mér fannst þau viðbrögð bara frekar lýsandi fyrir þetta par, ég hef ekki mikið álit á þeim. En ok þau báðust afsökunar og eru dagana á eftir búin að fjalla mikið um heimilisofbeldi og svona. Sem er náttúrulega tilbreyting frá pólitíkinni.
Annars er ég bara helvíti ánægð með mig þessa dagana, finnst ég ægilega sæt og fín og dugleg og skipulögð og bara allur pakkinn. Og í tilefni dagsins vil ég bara segja ykkur öllum að ég elska ykkur þið eruð æði. Og Systa til hamingju með afmælið (hún er sko þrítug í dag).
Ég var að horfa á morgunsjónvarpið áðan, eins og margir vita kannski var allt brjálað yfir því um daginn, þegar skötuhjúin þar hlógu að manninum sem kvartaði yfir að vera barin af konunni sinni. Mér fannst þau viðbrögð bara frekar lýsandi fyrir þetta par, ég hef ekki mikið álit á þeim. En ok þau báðust afsökunar og eru dagana á eftir búin að fjalla mikið um heimilisofbeldi og svona. Sem er náttúrulega tilbreyting frá pólitíkinni.
Annars er ég bara helvíti ánægð með mig þessa dagana, finnst ég ægilega sæt og fín og dugleg og skipulögð og bara allur pakkinn. Og í tilefni dagsins vil ég bara segja ykkur öllum að ég elska ykkur þið eruð æði. Og Systa til hamingju með afmælið (hún er sko þrítug í dag).
fimmtudagur, febrúar 13, 2003
No Way You're Gay!
You really have no interest in becoming a lesbian.
You are all about being a straight girl.
You love dick and love going down on your man.
It's just when things turn gay you are a bit unsure.
The idea of gay sex just wigs you out.
No doubt you're gay friendly, it's just not for you personally.
Are *You* a Lesbian?
More Great Quizzes from Quiz Diva
þriðjudagur, febrúar 11, 2003
Annars er ég viss um að sá sem ég vil að lesi þessa svartsýni mína hérna að neðan á aldrei eftir að gera það og ef hann slysast til þess á hann aldrei eftir að hafa vit á því að ræða það við mig.
Stundum vantar mig rosalega einhvern sem hlustar á mig, bara einhvern sem hlustar á hugmyndirnar mínar og finnst þær góðar og hvetur mig til að halda þeim áfram. Ég er óvirkjaður hugmyndabrunnur, er alltaf að fá fullt af góðum hugmyndum en hef engan til að taka undir þær. Ég þarf ekkert að hrinda þeim öllum í framkvæmd, stundum þarf ég bara að segja þær og ímynda mér þær og láta þær lifna fyrir hugsjónum mínum og þá sé ég að þær eru kannski ekki svo góðar. En mér finnst ég sjaldan fá þau viðbrögð sem ég vil fá, og þó ég sé búin að búa mig undir neikvæð viðbrögð þá verð ég samt alltaf fyrir vonbrigðum. Ég þoli það ekki, eiginlega þoli ég miklu minna að viðbrögðin hafi þessi áhrif á mig heldur en viðbrögðin sjálf. Af hverju get ég ekki bara haldið mínu til streitu óháð öðrum? Stundum er það nú bara svo að mínar hugmyndir byggjast á öðrum, eða aðrir fá hugmyndir og ég vil vinna úr þeim (eins og það sem er að angra mig í dag).
Vonandi næ ég einhvern tíman þeim þroska að láta viðbrögð annarra ekki hafa áhrif á mig, það er örugglega með meiri þroska sem maður getur náð.
Vonandi næ ég einhvern tíman þeim þroska að láta viðbrögð annarra ekki hafa áhrif á mig, það er örugglega með meiri þroska sem maður getur náð.
You are a Pomegranate...unconventional, unique, and
just a little bit tart...you know how to make a
lasting impression and often do so with your
zest for life...
What Kind of Fruit Are You?
brought to you by Quizilla
mánudagur, febrúar 10, 2003
Jæja krísan leystist nú ekki ídag, en það var tekin ákvörðun og hún er sú að hætta ekki í neinu fagi, slá einu þeirra upp í kæruleysi og sjá hvað setur í vor í prófunum. Já það þarf bara meiri sannanir fyrir mig til að trúa því að ég sé ekki Súpermann.
sunnudagur, febrúar 09, 2003
Gleymdi einu, átti smá quality time með tengdó. Átum osta og horfðum á imbann og höfðum það gott í gærkvöldi, þúsund þakkir.
Annars er ég í smá krísu, eins og vanalega bara mismunandi krísur. Er skráð í 6 fög, þar sem 5 fög eru fullt nám og er núna byrjuð í hálfu starfi, þannig að planið er að hætta í einu fagi en ég get ómögulega ákveðið mig hverju ég eigi að hætta í. Verð að ákveða það á morgun en þarf að tala við ráðgjafa mína um það. Verð að viðurkenna það að ég er ekki súpermann þó það sé mjög erfitt. (ekki að vera súpermann heldur að viðurkenna að maður sé það ekki)
Ég þjáist af aðskilnaðarkvíða, sakna Helgu og Sunnu svo mikið, en ég vissi að ég væri að taka áhættu með því að fara suður (áhættuna að sakna þeirra). Annars var þetta æðislegt, hún litla er svo mikið krútt og rosalega góð (sérstaklega ef haldið er á henni) mér finnst hún ennþá pínkulítil þó hún sé vissulega mikið stærri en fyrir nákvæmlega 5 vikum þegar hún fæddist. Svo finnst mér Helga mín líka vera að standa sig rosalega vel, eins og tengdamamma sagði þegar hún kom að sækja mig og hélt aðeins á snúllunni þá er hún greinilega mjög hamingjusamt og ánægt barn. Sem er náttúrulega aðallega mömmunni að þakka, ok pabbanum aðeins. Svo sagði systir hans pabba að þetta væri örugglega sætasta ungabarn sem hún hefði séð, enda hefur barnið kyn til þess.
Ég gerði nú ekki mikið annað en að halda á prinsessunni, fór reyndar á kynningu á bæklingnum hjá Terra Nova sem nýtist mér vel þegar hann kom út í dag. Svo kíkti ég aðeins á Völu sem átti 1/4 aldarafmæli, það var alltof stutt en mjög skemmtilegt. Ég var svo heilluð af krúttinu að ég gleymdi alveg að fara í föndurbúðir og kaupa útsaum og allt hitt sem ég ætlaði að gera.
Ég gerði nú ekki mikið annað en að halda á prinsessunni, fór reyndar á kynningu á bæklingnum hjá Terra Nova sem nýtist mér vel þegar hann kom út í dag. Svo kíkti ég aðeins á Völu sem átti 1/4 aldarafmæli, það var alltof stutt en mjög skemmtilegt. Ég var svo heilluð af krúttinu að ég gleymdi alveg að fara í föndurbúðir og kaupa útsaum og allt hitt sem ég ætlaði að gera.
miðvikudagur, febrúar 05, 2003
Finnst heil eilífð síðan ég bloggaði, það hefur bara allt verið á haus að gera hjá mér. Sem er frekar mikil breyting frá því sem var, þannig ég þarf smá tíma til að aðlagast.
Ætlaði að blogga eitthvað sniðugt en er búin að vera að msn-ast við svo marga yndislega að ég hef þetta bara stutt núna.
Er að fara suður á morgun og brjálað að gera, en fæ tár í augun af tilhlökkun yfir að sjá Helgu og Sunnu.
Ætlaði að blogga eitthvað sniðugt en er búin að vera að msn-ast við svo marga yndislega að ég hef þetta bara stutt núna.
Er að fara suður á morgun og brjálað að gera, en fæ tár í augun af tilhlökkun yfir að sjá Helgu og Sunnu.
þriðjudagur, febrúar 04, 2003
Takk Margrét fyrir að reyna að hughreysta mig, þó ég láti eins og það virki ekkert þá gerir það það samt.
Mér leiðist, sem er einkennilegt vegna þess að ég var að enda við að fá panicattack yfir hvað það væri mikið að gera hjá mér. En ástæðan fyrir því að mér leiðist er sú að ég er föst hérna upp í skóla, ætlaði að vera að læra en eins og vanalega þá náttúrulega læri ég ekki neitt hérna uppfrá.
Maður er svo furðulegur, í allan vetur finnst mér ég ekki hafa haft neitt að gera og bara svona verið að dúlla mér hitt og þetta, svo núna þegar ég er loksins farin að vinna þá er ég í panici yfir að það sé alltof mikið og komi niðr á skólanum, þá aðallega með því að ég á í erfiðleikum með að mæta í allt sem á sér stað eftir hádegi.
Svona núna langar mig bara suður og vera þar, en get það náttúrulega ekki því ég er í vinnunni og gæti það ekki heldur þó ég væri ekki í vinnunni því það er brjálað að gera í verkefnum og læti. En svona getur þetta verið, maður er nú víst aldrei ánægður.
Maður er svo furðulegur, í allan vetur finnst mér ég ekki hafa haft neitt að gera og bara svona verið að dúlla mér hitt og þetta, svo núna þegar ég er loksins farin að vinna þá er ég í panici yfir að það sé alltof mikið og komi niðr á skólanum, þá aðallega með því að ég á í erfiðleikum með að mæta í allt sem á sér stað eftir hádegi.
Svona núna langar mig bara suður og vera þar, en get það náttúrulega ekki því ég er í vinnunni og gæti það ekki heldur þó ég væri ekki í vinnunni því það er brjálað að gera í verkefnum og læti. En svona getur þetta verið, maður er nú víst aldrei ánægður.
Var að pæla í því um daginn hvort það væri dress code í vinnunni, svo var það ákveðið í dag að dress codið væri að það mætti ekki vera í gallabuxum og fatnaður ætti að vera snyrtilegur. Heppna ég á tvennar buxur, aðrar ágætar svartar og hinar uppáhaldsgalla. Þannig að það var farið strax eftir vinnu og keyptar eitt stykki fínni buxur, sem betur fer eru útsölur ennþá.
Svo fékk ég ægilega fallegar flauelsrósir og unaðsbaðsalt frá mínum heittelskaða í tilefni af fyrsta deginum mínum í vinnunni. Þannig að á heildina litið var þetta æðislegur dagur, svo sat ég og spjallaði heillegni við vinkonu mína um heimsins gagn og nauðsynjar (já karlmenn, eða karlmann réttara sagt).
Svo fékk ég ægilega fallegar flauelsrósir og unaðsbaðsalt frá mínum heittelskaða í tilefni af fyrsta deginum mínum í vinnunni. Þannig að á heildina litið var þetta æðislegur dagur, svo sat ég og spjallaði heillegni við vinkonu mína um heimsins gagn og nauðsynjar (já karlmenn, eða karlmann réttara sagt).
Jæja fyrsti vinnudagurinn búinn, það var bara fínt, ekki mikið að gera en það rætist nú vonandi úr því. Allir að koma í Amarohúsið og kaupa ferðir til útlanda hjá mér. Annars eru alltaf að bætast við bloggarar sem ég þekki, gaman að því.
mánudagur, febrúar 03, 2003
Kraftaverkin gerast enn, ég settist niður í morgun og lærði, jáhá svona getur þetta gerst bara þegar síst varir. Annars er ég að fara að vinna á eftir og hef því lítinn tíma í dag, það er líklega það sem rak mig í þetta. Já ég er bara nokkuð hress með að byrja að vinna, lítið stressuð, aðeins spennt og smá áhyggjufull. Hef áhyggjur af að það sé ekki nægilega mikið að gera, en það er að vissu leiti ágætt, þá kemst ég suður á fimmtudaginn. Er einmitt að skoða síðuna hjá Air Iceland, ekkert sérstök tilboð, er mig að misminna en var ekki örugglega ódýrasta flugið rúm 3 þús. einu sinni?? núna er það tæp 5 og það er án skattanna. ASNAR!!!
sunnudagur, febrúar 02, 2003
Jáhá, það fer nú að líða að 1.000 heimsókninni á síðuna mína. Veit að það er lítið miðað við suma en mér finnst það nú fínt bara. Annars er þetta búin að vera rosa handboltahelgi og heldur áfram á eftir. Ég ætti náttúrulega að vera að gera verkefni á milli leikja en ekki hanga á netinu en se la ví. Það er að verða þokkalegt vetrarríki hérna á Akureyrinni, bylur og læti. Pabbi þykist ætla að fljúga suður á eftir, ég á nú eftir að sjá það ganga.